20.8.2015 | 12:31
Yfirráð yfir samgöngum eru grundvallaratriði fyrir eyríki.
Þegar Gamli sáttmáli var gerður 1262 og Íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu var ein orsök þess, samkvæmt sáttmálanum sjálfum, að við höfðum misst yfirráðin yfir skipasamgöngum til landsins og urðum að leita á náðir Noregskonungs.
Þess vegna var Eimskipafélag Íslands kallað óskabarn þjóðarinnar þegar það var stofnað á lokaárum baráttunnar fyrir fullveldinu.
Þegar flugið hélt innreið sína gilti það sama um það og siglingarnar og frumherjar í fluginu tryggði okkur yfirráð yfir flugsamgöngum til og frá landinu.
Mörgum yfirsést næsta skref í millilandafluginu þegar einokun eins flugfélags var rofin árið 2003 og samkeppni innleidd sem olli byltingu á því sviði.
Íslensk yfirráð yfir millilandasamgöngum og íslenskur mannauður sem þjónar þeim er frumskilyrð fyrir þjóð sem býr á eyju langt úti í hafi.
Vilja kaupskipin aftur til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rafhjólaferð Ómars endar við BSÍ
Þorsteinn Briem, 20.8.2015 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.