21.8.2015 | 10:44
"Fuglar í skógi" og græðgi.
"Fuglar í skógi" voru orð sem duttu út úr Bjarna Benediktssyni, þegar rætt var um hin stórkarlalegu loforð Sigmundar Davíðs um 3-400 milljarða sem myndu detta úr höndum "hrægammanna" í hendur íslenskra kjósenda eftir kosningar ef Framsóknarmenn yrðu kosnir.
Nú er liðin rúm tvö ár síðan þessi ummæli voru sögð og skuldaleiðréttingaaðgerðirnar, sem gerðar voru í fyrra, byggjast enn að mestu á því að skattgreiðendur muni á endanum borga fyrir þær, en fólkið, sem fékk leiðréttingarnar, eru jú skattgreiðendur.
Öll hagvaxtarskeið hér á landi hafa orðið skammvinn og oftast var sagt að þau hefðu endað harkalega af ófyrirsjáanlegum ástæðum.
En þegar þau eru skoðuð nánar má sjá, að niðursveiflan eftir þau var í öllum tilfellum fyrirsjáanleg.
Eyðslufíkn okkar olli því að á eftir hinum mikla uppgangi vegna stríðsframkvæmda 1940-45 skall á kreppa haustið 1947 sem entist út að Viðreisnarárunum, sem hófust 1960.
Aftur kom hagvaxtarskeið 1961-1967, sem að mestu var knúið áfram af gengdarlausri síldveiði Íslendinga og Norðmanna sem olli hruni stofnsins og færði okkur erfið ár eftir 1967.
2002 hófst hagvaxtarskeið sem knúið var áfram að stórfelldri árás á íslenska náttúru, meðal annars í rányrkju stórra jarðvarmavirkjana á Suðvesturlandi og framkvæmdum við Kárahnjukavirkjun, sem lauk 2008, en lok slíkra framkvæmda þýða, að allir sem fengu atvinnu við þær, missa vinnuna.
Það sama ár hrundi síðan spilaborg hinnar hrikalegu bankabólu og hörð ár tóku við.
Nú er enn eitt hagvaxtarskeiðið hafið vegna hundruða milljarða innspýtingar stórvaxtar ferðaþjónustu, og hugsunarhátturinn um að græða sem mest og trúa á endalausan hagvöxt, virðist ekkert hafa breyst, þótt dæmin frá 1947, 1967 og 2008 blasi við.
Við virðumst ekki geta lært neitt af máltækjunum að ganga hægt um gleðinnar dyr, að ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið eða að öll dýrðin framundan geti verið "fuglar í skógi."
Langt vaxtarskeið er hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skattlagning þrotabúa bankanna mun skila 5-600 miljörðum króna í ríkissjóð.
Þetta er klappað og klárt, og verður að veruleika.
Þetta er öllu meira en 3-400 miljarðarnir sem talað var um.
Ég skil reyndar ekkert í að þú hafir misst af þessu.
Og að hinu, starfsmennirnir sem unnu á Kárahnjúkum voru að stórum hluta erlendir. Það er ekki okkar mál hvernig atvinnuþáttöku þeirra er háttað í dag. Þú þarft heldur ekki að hafa áhyggjur af hinum íslensku, þar sem skortur er á iðnaðarmönnum og verkamönnum í dag.
Varðandi uppbyggingu í ferðamannaiðnaði, þá þarftu heldur ekki að hafa miklar áhyggjur.
Hús hverfa ekkert þó svo að hótel fari á hausinn.
Hver veit nema að Marriot hótelið rándýra, verði á einhverjum tímapunkti leiguherbergi fyrir námsmenn.
Og virkjanirnar maður, þær eiga eftir að skila okkur gulli næstu áratugina og árhundruðin. Skuldlaus eign og hrein peningamaskína.
Hilmar (IP-tala skráð) 21.8.2015 kl. 12:54
"Uppgangur í ferðaþjónustu knýr hagvöxtinn."
Sem sagt "grasatínsla" Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Þorsteinn Briem, 21.8.2015 kl. 14:51
Síðastliðinn þriðjudag:
Hlutabréf_álframleiðenda_hríðfalla
Þorsteinn Briem, 21.8.2015 kl. 15:01
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 21.8.2015 kl. 15:15
Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:
22.8.2009:
"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.
Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.
Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).
Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.
Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."
Skuldir heimilanna
Þorsteinn Briem, 21.8.2015 kl. 15:17
Skrítið að þessi menning hafi fest rætur hér. Þ.e.a.s. þessi skammsýni og vitleysisgangur sem sjallar hafa staðið fyrir vegna stöðu þeirra sem nánast einræðisherrar frá lýðveldisstofnun.
Ef horft er td. til Noregs, að þar er allt öðruvísi menning að þessu leiti. Þeir safna í sjóði. Þeir safna fyrir þeim hlut er þeir að ætla að kaupa. Og þetta er sem sagt svona almennt viðhorf í Noregi eða hefur verið. (Sumir segja að það sé eitthvað að breytast núna.)
Ísland er svo langt í frá að hafa þá festu og ábyrgð sem Nojarar sýna í fjárhags- og efnahagsmálum.
Þessi hugsun, sjóðahugsunin, gegnsýrir svo allt samfélag Noregs uppúr og niðrúr. Það má ekki einu sinni eyða olíugróðanum! Það þætti nú skrítið að bera slíkt á borð hér. En í Noregi samþykkja það allir. Að það megi ekki eyða olíugróðanum. Honum eigi bara endalaust að safna í sjóð.
Gjörólíkt viðhorfi íslendinga. Samt er þetta eiginlega alveg sama fólkið eða þjóðin.
Vandi Íslands er svo líka framsjallaflokkurinn þar sem meginboðskapurinn er eins og skáldið sagði:
,,Álútir skulu menn ganga! og hoknir í hnjánum!
Og horfa með stilling og festu á íslenzka jörð!"
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.8.2015 kl. 17:07
Mikill vaxtamunur á milli Íslands og nágrannaríkjanna kyndir undir flótta fyrirtækja frá landinu
Þorsteinn Briem, 21.8.2015 kl. 17:11
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 21.8.2015 kl. 17:19
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 21.8.2015 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.