22.8.2015 | 16:18
Raunveruleikinn.
Fyrir nokkrum árum ákvað kennari í vestfirskum grunnskóla að spyrja börnin, hvað væri það dýrmætasta sem Ísland ætti.
Það varð smá þögn, en þá rétti eins stúlka í bekknum upp höndina.
Kennarinn endurtók spurninguna og stúlkan svaraði: "Pólverjarnir".
Bragð er þá barnið finnur.
Það eru raunar orðin allmörg ár síðan manni brá í brún við að koma niður að vestfirskum höfnum.
Við sumar þeirra unnu að mestu leyti útlendingar og það blasti við að byggðin myndi hrynja, ef þetta erlenda fólk ynni ekki grundvallarstörfin að stórum hluta.
Svipað á við á mörgum stöðum og sviðum í þjóðfélagi okkar. Það er raunveruleikinn.
Á einstaka sviðum verður hins vegar að gera kröfur til að íslenskumælandi fólk vinni, til dæmis á viðkvæmum stöðum í heilbrigðiskerfinu.
Sömuleiðis verður að gera lágmarkskröfur til þess að starfsfólk í lykilstöðum tali íslensku.
Dæmi: Ég hringdi nýlega í móttöku fíns hótels í miðborg Reykjavíkur, en sá sem svarar í síma og tekur á móti fólki í móttöku hvers hótels er andlit hótelsins og lykilmanneskja í samskiptum þess við viðskiptavini.
Þessi lykilmaður hótelsins kunni ekki orð í íslensku heldur krafðist þess að töluð væri enska.
Maður er útlendingur í eigin landi ef svona slappleiki og virðingarleysi gagnvart þjóðtungunni er látinn líðast.
Ísland vantar vinnandi hendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í byggingarvinnu hér á Íslandi starfa erlendir menn tala hvorki íslensku né ensku og vinna hér undir stjórn manna sem skilja þeirra móðurmál.
Þorsteinn Briem, 22.8.2015 kl. 17:56
Steini, þú ert nokkuð glöggur og ég veit að þú ert þarna að tala um Evrópubúa, en veist þú, hvað mörg % af múslimum hér á landi hafa vinnu og hversu margir eru á bótum og njóta lífsinns, án þess að gera handtak, annað en að biðjast fyrir?
Fróðlegt að vita.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.8.2015 kl. 18:13
Taka tvö:
Í byggingarvinnu hér á Íslandi starfa erlendir menn sem tala hvorki íslensku né ensku og vinna hér undir stjórn manna sem skilja þeirra móðurmál.
Margir erlendir ferðamenn hér, og trúlega sífellt fleiri, tala litla eða jafnvel enga ensku og því nægir ekki að starfsfólk í ferðaþjónustunni hér geti einungis talað íslensku og ensku.
Og þeir sem starfa í móttöku á íslensku hóteli ættu að geta svarað einföldum spurningum á nokkrum tungumálum, þar á meðal íslensku.
Þorsteinn Briem, 22.8.2015 kl. 18:20
Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.
Turks in Germany
Þorsteinn Briem, 22.8.2015 kl. 18:25
Innflytjendur hér á Íslandi voru 27.477 í ársbyrjun 2014 eða 8,4% mannfjöldans - Hagstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 22.8.2015 kl. 18:28
Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður frá árinu 1954
Þorsteinn Briem, 22.8.2015 kl. 18:30
Lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) nr. 47/1993
Þorsteinn Briem, 22.8.2015 kl. 18:31
19.8.2010:
Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis
Þorsteinn Briem, 22.8.2015 kl. 18:32
"....á bótum og njóta lífsinns, án þess að gera handtak, annað en að biðjast fyrir."
Steini, þú ert glöggur, en veist þú hvað mörg % af innbygjum eru rasista og dónar eins og þessi Valdimar Jóhannsson?
Fróðlegt að vita.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.8.2015 kl. 19:03
Mörlenski rasistaskríllinn rottar sig saman hér á Moggablogginu.
Meindýraeyðir Íslands
Þorsteinn Briem, 22.8.2015 kl. 19:44
Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !
Haukur fornvinur Kristinsson !
Svona: þér að segja - EINU SINNI ENN Haukur minn, er ekki vott rasisma (mannfræði) að finna, í ágætri athugasemd Valdimars Jóhannssonar.
Múhameðskir: geta verið af alls lags litarhætti / sem og velviljaðir og hrekklausir Hindúar - Kristnir menn og Bhúddatrúarmenn, Haukur minn.
Perúmaður af Índíána uppruna: getur verið Hindúi, vandræðalaust,, líkt og Indverjinn getur verið Kristinn, af meiði fornkirkjudeildar Tómasar Postula eða seinni tíma jafnvel, ágæti drengur.
Múhameðstrúar liðið: aftur á móti, er sveipað VILLIMENNZKU einni saman / líkt og fornvinir þeirra Nazistarnir, svo og Kommúnista skrattarnir Haukur minn !
Hvort: sem mér / þér eða Steina Briem og öðrum - líkar betur eða verr.
Mekku hyskið: væri bezt niður komið - í AFAR FJARLÆGU Sólkerfi Haukur / þar mætti það drepa hvort annað að vild - eins og það kann einna bezt, bölvað packið, Haukur minn !!!
Með beztu kveðjum - sem endranær /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2015 kl. 21:05
Það eru margar hliðar á Pólverja vinnuafli og öðru erlendu.
Ég tel víst að ef þetta erlenda vinnuafl væti ekki til hér, þá væru launin mikið betri við þessa tilteknu vinnu sem þeir eru mest í.
Þetta sést vel í svokallaðri skúringavinnu í dag. Einu sinni var það vel borgað, það mann ég vel. Eining segja kunnugir að stærsti hlutinn af byggingar-göllum í dag megi rekja til þessa ástands þar. Svo hef ég persónulega orði fyrir því að vera rækilega niðurboðinn af fyrirtæki með Pólverja í öllum hornum og það svo rækilega að 4 vélar upp á 5 miljónir hver eru enn óstarfhæfar, því allt klúðraðist hjá þeim. Og ég afþakkaði að laga til eftir þá.
Þannig að þessi vinnukraftur heldur launum millistéttarinnar hér niðri, enda millistéttin alveg að hverfa sem slík, eða farin til hinna Norðurlandana.
Haraldur (IP-tala skráð) 22.8.2015 kl. 21:07
Ef skúringarvinna er ekki lengur vel borguð gæti ástæðan verið sú að fyrirtæki í eigu Íslendinga bjóða í verkið og borga starfsfólkinu lág laun, annars gætu þeir ekki grætt á þessu. Er ekki Hreint ehf í Kópavogi svona "skíta" fyrirtæki? Og að fullyrða að fúsk hafi ekki þekkst fyrr en Pólverjar komu til landsins er fáránlegt. Fyrir ári síðan vann ég byggingarvinnu í Grikklandi í tvo mánuði með manni frá Alabaníu, Valentínu heitir hann. Hann hafð aldrei lært neitt, en ég hef aldrei séð eins vandaða vinnu. Að íslenskir iðnaðarmenn séu öðrum fremri, er bara heimskuleg mýta.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.8.2015 kl. 21:45
en eftir stendur að allir íslendingarnir sem eru á atvinnuleysisskrá þurfa að bíða enn lengur ef við tökum inn fleiri útlendinga, það er náttúrulega sérkennileg forgangsröðun. Það eru bara fyrirtækin sem græða á þessu að halda launagólfinu niðri, fullt af íslendingum eru á bótum á sama tíma og ná varla endum saman. Það þarf að endurskoða þessi mál, Íslendingar hljóta að fá forgang í eigin landi, án þess að menn verði taldir rasistar og annað verra ...
Brandur (IP-tala skráð) 22.8.2015 kl. 21:56
Komið þið sælir - að nýju !
Haukur !
Þrátt fyrir: margvíslega annmarka ísl. iðnaðarmanna, má þó finna innan raða þeirra:: afbragðs verk- og kunnáttumenn, ekki sízt í Málmiðnaði, en þar þekki ég einna bezt til, að öðrum greinum ólöstuðum.
Hins vegar: er LÖNGU tímabært / að slökkva á innistæðulausum þjóðernis hrokanum hér á landi - SEM ALIÐ VAR MISKUNNARLAUST Á:: ÖLL ÁRIN 1944 - 2008 / og reyndar fyrr: sem og síðar.
Siðferðilega: sem stjórnmálalega, eru Íslendingar fyrir NEÐAN KJALLARA GÓLF, í samanburði við öndvegis þjóðir, eins og Zimbabwemenn og Búrmana, t.d.,og ætli megi ekki kenna því ríkisreknum afætum hér, eins og : Ólafi Ragnari Grímssyni - Sigmundi Davíð og Bjarna, og þar áður Jóhönnu og Steingrími J.o.s. frv., Haukur minn, m.a. ?
Hinar sömu kveðjur - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2015 kl. 22:08
Haukur, ég þekki dæmin sjálfur, en vildi kanna viðbrögð frá Steina,en hann er þvímiður PK.
og hér er verið að benda á verkamenn á mjög lágum launum, en ekki iðnaðarmenn. Launin eru til háborinnar skammar og það getur verið betra að vera á bótum og biðja fimm sinnum á dag, en að vera að vinna. Íslenska samfélagið býður upp á þetta. Þetta er sænska bótakerfið, sem múslimar um allan heim þekkja vel, enda segja ítalir að það sé svíum að kenna, að svona margir flóttamenn leiti yfir Miðjarðarhafið og drukni. Svíþjóð er endastöðin. Athyglisvert, eða hvað?
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.8.2015 kl. 22:09
Flóttamannaáhugi Svía er fyrst og fremst að skaffa atvinnulífinu ódýrt vinnuafl og að til lengri tíma halda
niðri launastiginu í landinu.Manngæska er yfirvarpið en snertir ekki raunverulekan á nokkurn hátt.
Páll
Páll Gunarsson (IP-tala skráð) 23.8.2015 kl. 08:50
Sæll.
Það er ekkert að marka það sem Helgi Hrafn segir.
Rakst á þetta myndband fyrir nokkru síðan, þar er alveg tekið niður um manninn:
https://www.youtube.com/watch?v=HFhkfEobdNs
Helgi (IP-tala skráð) 23.8.2015 kl. 12:55
Þetta er náttúrulega nútiminn.
Fólk fer á milli landa í leit að vinnu. Sumir komasem flóttamenn o.s.frv.
Það að ætla bara að hafna nútímanum gengur auðvitað ekki. Það er ekki ráð að stinga höfi í sand. Hefur aldrei reynst vel.
Hinsvegar þarf að bæta vinnulöggjöf. Það þarf að taka fast og harkalega á öllum brotum á starfsmönnum.
Verkaupandi þarf að eiga á hættu refsingu fyrir að svindla.
Það eru hættur í því dæmi þegar verkkaupar fá færi á erlendum aðilum sem kannski þekkja lítið sem ekkert til réttinda á landinu og kunna jafnvel ekki ensku og eru því nánast mállausir.
Þá kann einhver að segja: Ja, framsjallískir verkkaupar eru nú svo frábærir og heiðarlegir etc.
Þá er því til að svara: Eh nei!
Þeir eru það ekkert frekar en verkkaupar af erlendu bergi brotnu.
Eg var í gamla daga í Ísrael og þá sá ég hættuna við þetta.
Á þeim tíma var eiginlega ekki byrjað að neinu ráði að erlendir væru hér í vinnu en þeim hefur fjölgað mikið síðan.
Í Ísrael var þetta bara eins og frumskógur. Survival of the fittest og verkkaupar hikuðu ekki við að svindla á verksölum og halda þeim nánast í ánauð, réttlausum og allslausum.
En í Israel hefur sá háttur komist á að ef það þarf að vinna eitthvað, þá verða útlendingar að gera það en Israelar eru bara í svona eftirliti og fylgjast með flestir. Nánast eins og yfirstétt í landinu. (Þó er líka dáldið stéttskipting milli eða innan Israela sjálfra.)
Að mínu mati er þessi hætta enn til staðar hér. Þ.e. að Ísland missi stjórn á atburðarrás.
Hver er að tala um réttindi vinnandi fólks á Íslandi í dag? Enginn!
Svo sér maður í fjölmiðlum að fólk er tekið hér í nánast þrælahald og það kemst í erlendar skýrslur.
Það er enn hætta í þessu og ég treysti framsjöllum ekki fyrir horn í þessu máli.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.8.2015 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.