Vantaði nóga hæð frá jörðu.

Í bakfallslykkju svonefndri (loop) þarf flugmaðurinn mikið loftrými, einkum á flugvélum sem eru með tiltölulega litla vængi miðað við þyngd vélarinnar eins og Hawker Hunter. 

Svifflugvélar eru léttar, með hlutfallslega stóra vængi og litla loftmótstöðu og auðveldara er að taka lykkju á þeim en þyngri vélum.

Gott er að hafa gnægð vélarafls til að ná nógri hæð frá jörðu og stytta tímann sem það tekur að fara í gegnum efsta hluta lykkjunnar svo að nógu snemma sé flogið út úr hennni. 

En lítið má út af bregða og ef hæð yfir jörðu er á mörkunum er refsað harðlega fyrir það. Nóg hæð er því lykilatriði sem misheppnaðist í gær. 

Af myndbandi af atvikinu í gær sést nokkuð snemma að rýmið fyrir lykkjuna muni ekki verða nóg og að eina útgönguleiðin fyrir flugmanninn hefði verið að velta þotunni á réttan kjöl og fljúga út úr lykkjunni.

Þetta slys hefði ekki þurft að kosta mannslíf ef þotan hefði lent á mörgum auðum grasblettum sem eru í kringum veginn sem hún lenti á.

En hún lenti fyrir afdrifaríka tilviljun á versta hugsanlega stað, því miður.  


mbl.is Flugmaðurinn alvarlega slasaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fleira en alvarleg mistök á flugsýningum veldur því að flugvélar lenda á húsum, götum og vegum eða rétt hjá þeim, eins og fjölmörg dæmi sanna.

Þorsteinn Briem, 23.8.2015 kl. 14:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Þorsteinn Briem, 23.8.2015 kl. 14:08

3 identicon

En þetta

http://ww2.rnf.is/media/skyrslur-2013/Lokaskyrsla---M-01213-AIG-08---Flugslys-TF-TAL-vid-Sultartangalon.pdf

offari (IP-tala skráð) 23.8.2015 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband