24.8.2015 | 07:00
"Túrbínutrixið" í milljarða fjárútlátum.
"Túrbínutrixið" frá 1970 er í fullum gangi í dag. Það fólst í því að kaupa stórar túrbínur í margfalt stækkaða Laxárvirkjun sem drekkt hefði Laxárdal og tekið vatnið af Aldeyjarfossi í Skjálfandafljóti með því að veita því yfir í Kráká og Mývatn í svonefndri Gljúfurversvrikjun.
Þegar búið var að eyða feikna fjármunum í rannsóknir og kaup á túrbínum var andófsfólki stillt upp við vegg gegn gerðum hlut og sagt: "Þið berið ábyrgð á tjóninu ef ekkert verður af virkjuninni."
Sigurður Gizurarson verjandi andófsfólksins sneri dæminu við í réttarhöldum og gerði þá sem beittu "túrbínutrixinu" ábyrga.
Búið er að beita túrbínutrixinu við allar stórvirkjanir á þessari öld og verið er að beita því vegna álveranna á Suðvesturlandi.
Eytt er, eða eyða á, milljörðum í kostnað vegna fyrirhugaðrar uppþurrkunar Aldeyjarfoss og Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti, Urriðafoss, Búðafoss, Gljúfurleitarfoss, Dynks og Kjálkaversfoss í Þjórsá, fossanna í Skaftá, Hvalá og flúðanna í ánum í Skagafirði svo að dæmi séu tekin.
Og þetta er bara talið hið fínasta mál.
Rannsaka 26 orkukosti í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkvæmt því plani sem ég hef séð, hélt ég að amk. að ekki stæði til "uppþurrkun" Urriðafoss?
Fossbúinn (IP-tala skráð) 24.8.2015 kl. 09:59
HVaða plan sást þú? Farðu inn á Wikipedia og sjáðu hvernig á að gera þetta. Stífla Þjórsá nokkru fyrir ofan gömlu brúna, leiða vatnið í göngum í gegnum hverfla í Stöðvarhúsi neðanjarðar og leiða vatnið þaðan út í farveg Þjórsár NEÐAN við Urriðafoss.
Heldurðu virkilega að það vatn, sem skapa á 130 megavött geti bara rétt si svona hoppað upp fyrir foss-stæðið og runnið aftur niður?
Svo ótrúlega algeng sú trú á Íslandi að hægt sé að eiga kökuna áfram en éta hana samt strax.
Ómar Ragnarsson, 24.8.2015 kl. 11:13
Þetta hefur einhvern veginn farið fram hjá mér. Verð að játa hálf skömmustulegur að hafa horft á eitt einhverja harðsoðna fréttaskýringu um lítið og sætt lón. Annars tók ég af fullri hörku þátt í baráttu Hollvina Skógafoss, gegn hóteli sem var búið að teikna upp við fossinn, og sveitarstjórn greinilega með í ráðum, annars hefði það aldrei verið teiknað. Þau áform var hætt við - amk. að sinni. Skammast mín ekkert fyrir það andóf....
Fossbúinn (IP-tala skráð) 24.8.2015 kl. 15:04
Ég vil bara meðan man,
mikið til þá rofar,
málið híf’á hærra plan,
og hafa fossinn ofar!
Þjóðólfur á Urriða (IP-tala skráð) 24.8.2015 kl. 15:16
http://www.visir.is/vill-sja-urridafossvirkjun-sem-fyrst/article/2014141128834
Bændur hafa orðið (IP-tala skráð) 24.8.2015 kl. 15:29
hann sé fluttur á mölina? Það þýðir ekki að standa og ýlfra úlfur, úlfur og pissa í skóinn sinn! Spurt er: Hvaða aðrar leiðir bjóðast til að sinna orkuþörf komandi kynslóða?
Sá á kvölina, sem á völina, nema... (IP-tala skráð) 24.8.2015 kl. 16:56
Þarna vorum við baráttufélagar, fossbúi góður, gegn stórslysi við Skógafoss og örfáum atkvæðum munaði í byggðakosningunum að eilífur meirihluti Framsóknar félli!
Ómar Ragnarsson, 24.8.2015 kl. 19:58
Í dag:
Lágt álverð dregur niður hagnað Orkuveitu Reykjavíkur
Þorsteinn Briem, 24.8.2015 kl. 22:17
Viva Skógarfoss!
Þarna átti frúin mín einhver puttaför í að breyta þessu....
Jón Logi (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.