Gefandi augnablik á Hrauninu.

"Í fangelsi var ég og þér vitjuðuð mín" var einhvern tíma sagt. 

Þetta hefur Bubbi Morthens ræktað manna best og má eiga heiður fyrir. 

Ég á þeirrar gæfu að njóta að hafa farið nokkrum sinnum á Hraunið til að eiga þar góða og glaða stund með vistmönnum, þar sem allir eru jafningar, jafnt uppi á sviði sem fyrir framan það. 

Þegar ég fór í fyrsta skiptið var ég svolítið óöruggur með mig þar sem ég stóð fyrir framan áheyrendur og vissi varla hvernig ég ætti að nálgast þá. 

Þannig hafði háttað til, að ég hafði komið fljúgandi á litlu flugvélinni, sem ég átti þá, TF-GIN, og vegna þess hve það var góður vindur, gat ég lent henni á túnbletti á lóð fangelsisins og labbað stuttan spöl inn á Hraunið. Allir vissu þetta þegar ég steig á sviðið skömmu síðar.

Þannig, að ég fann ekkert skárra til að segja þegar ég heilsaði föngunum:  "Hér fíla ég mig vel, er ekki sá fyrsti sem lendi á Hrauninu."

Þar með var ísinn bræddur og sú fyrsta af gefandi stundum síðar á þessum stað leið sem ljúfur draumur.    


mbl.is Vill taka Gísla Pálma með á Hraunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband