Bragi Árnason veðjaði á sólarorkuna.

Bragi Árnason prófessor varð þekktur erlendis ef ég man rétt þegar hann var í fararbroddi þeirra manna sem sáu möguleika í notkun vetnis sem orkubera.

Hann greindi mér frá því að hann hefði með lauslegum rannsóknum á Hengilssvæðinu komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að orkan myndi þverra þar eftir ákveðið tímabil, hugsanlega 50 ár, og á eftir þyrfti að bíða í tvöfalt lengri tíma, hugsanlega 100 ár, eftir því að svæðið jafnaði sig.

Sem þýðir gróflega að virkjanirnar á svæðinu eru þrefalt stærri en það þolir til þess að hægt sé guma í síbylju um "hreina og endurnýjanlega orku".

Í útvarpsviðtali við Ara Trausta Guðmundsson jarðeðlisfræðing spáði Bragi því að sólarorkan myndi á endanum sigra í kapphlaupinu um þann orkugjafa, sem yrði arftaki jarðefnaeldsneytisins.

Sú spá er smám saman að verða líklegri vegna framfara í nýtingu sólarorkunnar, sólarsellum og fleiru.

Jarðefnaeldsneytisbirgðir jarðar voru upphaflega skapaðar af sólarorkunni, sem skóp skóga og gróður sem lentu undir yfirborði jarðar.

Og á sama hátt og þjóðir nálægt miðju jarðar, til dæmis í Arabalöndunum hafa grætt mest á olíunni, munu þær þjóðir líka verða með mestu sólarorkuna á nýrri öld þess orkugjafa.    


mbl.is Forsetinn fylkir sér á bak við sólarorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum ekki gleyma hlutverki Chlorophyll's, sem eru samansett úr meira en hundrað atómum af vetni, kolefni, súrefni, köfnunarefni og magnesíum. Þessar sameindir þurfa að vísu orku ljóseinda (photons) til að beyta CO2 og vatni í kolvetni, eftir að hafa ferðast (photons) 150 milljónir kílómetra á 8 mínútum til okkar frá sólinni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 18:31

2 identicon

Fyrirsögn fréttarinnar á mbl.is er samt sem áður skelfileg: "Forsetinn fylkir sér á bak við sólarorku". Liði er fylkt, mönnum (í ft.) er raðað eða skipað í herfylkingu fyrir bardaga eða átök, ekki einum manni einvörðungu. Enginn stendur einn að herferð. En vonandi hepnnast hún þessi með hjálp okkar flestra.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 18:37

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Næst sjáum við kannski: Forsætisráðherra fjölmennir á bak við körfuboltalandsliðið. 

Ómar Ragnarsson, 25.8.2015 kl. 20:57

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Vatnsaflið og vindorkan er hluti af sólarorkunni. Næ ekki að skilja hér athugasemdina að ofan um "Klóróhylinn". Má ekki reikna út hvenær síðasti dropinn fer frá Hengilsvæðinu til baðglaðra Reykvíkinga. Vonandi verða Haffirðingar þá búnir að virkja í Krýsuvík. Smá jók.

Sigurður Antonsson, 25.8.2015 kl. 21:20

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svo megum við ekki gleyma því að vatnsorkuver eru í raun sólarorkuver.

Höfin gufa upp í hitanum frá sólinni, stíga til himins og mynda ský, og regnið eða snjórinn fellur á jörðina. Stundum safnast vatnið fyrir á fjöllum og streymir síðan til sjávar þar sem ný hringrás hefst með hjálp sólarinnar. Án sólarinnar væri engin svona hringrás.

Við reisum virkjanir til að beisla vatnsorkuna á leið fljótanna til sjávar, en erum í raun að beisla sólarorkuna sem knýr þessa hringrás. Þannig eru allar vatnsaflsvirkjanir á Íslandi í raun sólarorkuver.

Ágúst H Bjarnason, 25.8.2015 kl. 21:25

6 identicon

Ummæli mín voru saklausar en samt fræðandi upplýsingar um "photosynthesis". Ekki síst með tilliti til þess sem Ómar sagði: "Jarðefnaeldsneytisbirgðir jarðar voru upphaflega skapaðar af sólarorkunni, sem skóp skóga og gróður sem lentu undir yfirborði jarðar."

"Vatnsaflið og vindorkan er hluti af sólarorkunni" er óljóst orðagjálfur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 21:31

7 identicon

Sé rétt í þessu að Ágúst H. er að reyna að útskýra Sigurð Antonsson. Grunnskóla fræði.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband