1. MAÍ, HLÝR OG LJÚFUR

Það var svolítið skrýtin tilfinning að taka þátt í göngu og hátíðahöldum dagsins eftir að hafa, starfs síns vegna, ekki getað gert það í tæpa hálfa öld. Ég var nefnilega aðeins átján ára þegar ég ákvað að vegna starfs míns sem óhlutdrægur skemmtikraftur gæti ég ekki tekið þátt í aðgerðum af þessum toga. Síðar færðist þetta yfir á fréttamannsstarfið.

Það var gaman að eiga 49 ára gamlan svartan en hátíðlegan örbíl til að fara í miðborgina og undirstrika kröfu umhverfisaldar um sparneytni ásamt kröfum um bættan hag launþega. Aka á tímabili á leiðinni niður eftir samhliða Sniglunum.

 Eftir rölt í á kosningaskrifstofu Íslandshreyfingarinnar í Kirkjuhvoli og í Kolaportið var vel við eigandi að fara að Smáralind með bílinn því 583 cc vélin í honum var upphaflega NSU Max vél í vélhjól, afar hátæknileg vél á sínum tíma með yfirliggjandi kambás og heimsmeistaratitla í vélhjólaakappakstri.

Hann átti því heima innan um vélhjólin enda eigandinn Snigill nr. 200 vegna eignarhalds á sínum tíma á flygildinu Skaftinu sem er með 503 cc Rotax vél. Steini Tótu notaði á sínum tíma heitið "Taufaxi" um slík eins manns 120 kílóa flygildi.

Í lokin lá leiðin í kosningaskrifstofu Íslandshreyfingarinnar í Hafnarfirði og síðan aftur niður í miðborg á þessum fyrsta "frjálsa" 1. maí í lífi mínu.

Krafan um breytta umhverfisstefnu, "betri leið til að blómstra, " snertir í raun mjög launþega þessa lands því að óbreytt æðandi stóriðjuhraðlest mun verða alltof dýru verði keypt fyrir alla Íslendinga ef ekki verður staldarð við og haldið inn á brautarstöð til að ná áttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíllinn þinn hljómar spennandi. Verð að viðurkenna að mín stærsta mótsögn er að vera svagur fyrir gömlum bíldruslum og vildi gjarna sjá þennan NSU þinn :)
Ef þú skoðar málið á heimtar fólk stærri bíla og umhverfisvænni. Það er ekki hægt, þess vegna eru óumhverfisvænir bílar bara merktir sem umhverfisbílar. Ef þú færð fólk til að sætta sig við smábíla, þá hefur þú náð árangri.
Stóriðjuhraðlestin er á hraðferð til Kína með meiri umhverfisröskun en þú getur ímyndað þér. Nú er hins vegar svo mikil gagnrýni á Kína að það eru líkur á að Kína fari að beina mengandi iðju annað.
Mest allt tal um "umhverfisvernd" er leikur að tölum. Ef ég hendi mínum skít yfir til nágrannans hef ég minnkað minn skít en hann hefur aukið sinn þegar þetta ætti í rauninni að vera þveröfugt.
Afsakaðu að ég geti ekki verið kurteislegri en þú verður að skilja að helstu afleiðingar baráttu þinnar eru ómetanleg umhverfisspjöll í fátækum löndum, ekki náttúruvernd.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband