Þarna á Sigmundur Davíð fullt erindi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gerði Reykjavík mikið gagn þegar hann á skilmerkilegan og vel ígrundaðan hátt kom fyrir um áratug okkur til hjálpar, sem andæfðum niðurrifi menningarsögulegra húsa á borð við Austurbæjarbíó og timburhúsin í gamla miðbænum.Tinganes

Sigmundur hafði kynnt sér málið eftir föngum í mörgum erlendum borgum og notaði myndefni og staðreyndir varðandi reynslu manna erlendis til þess að hafa mikil og verðskulduð áhrif á þann hugsunarhátt, sem stimplaði á sínum tíma Bernhöftstorfuna sem "kofarusl úr fúaspýtum."

Nöfn Sigmundar Davíðs, Ólafs F. Magnússonar og fleiri verður minnst í þessu sambandi.Overview_of_Trondheim_2008_03

Ég minnist þess, að á þessum tíma, þegar ég var starfandi fréttamaður hjá RUV, var mér svo brugðið, að ég ákvað að stíga út úr hlutleysinu í þessu máli og kalla niðurrifin "sjálfseyðingarhvöt." 

Víkin, þar sem Ingólfur Arnarson varpaði öndvegissúlum sínum fyrir borð, svo að þær ræki upp í fjöruna fyrir neðan Arnarhól og yrðu miðpunktur í helgiathöfn, þar sem heimilisvættirnir (súlurnar) friðmæltust við landvættina, - þessi vík ætti að vera með nokkurs konar helgireit upp að hólnum, þar sem árlega væri haldin landnámshátíð með víkingaskipi, sem legði að .Bergen_Collage

Í staðinn er nú ætlunin að hrúga niður á þennan merkilega blett hrúgu af steinsteypu- og glerkössum, sem byrgja munu útsýn frá miðbænum til Esjunnar og múra lágreistar og friðsældarlegar byggingar miðbæjarins inni.

Þar með er búið að reisa ókleifa víggirðingu steypu-glerkastala allt frá gömlu höfninni austur að Höfða í vonlausu montæði til þess að skáka Manhattan og Shanghai.

Engin þeirra norrænu borga sem ég hef komið til, á þriðgja tug, er neitt í líkingu við það sem verið er að reka smiðshöggið á að Reykjavík verði. 

Myndirnar hérna á síðunni eru af Þórshöfn, Þrándheimi og Björgvin. 

Loftmyndirnar sýna vel, hvernig borgar- og bæjaryfirvöld á þessum stöðum hafa reynt að standa vörð um menningarsögulegan og heildstæðan svip þeirra. 

   


mbl.is Gagnrýnir skipulagsmál í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson veit sem sagt hvar "fyrsti landnámsmaðurinn" lagði að landi.

"Víkin eða Reykja(r)vík er heiti á vík í suðurhluta Kollafjarðar í Faxaflóa. Hún nær frá Laugarnesi í austri að Örfirisey í vestri."

Þorsteinn Briem, 27.8.2015 kl. 22:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vilji menn fá gott útsýni til Kollafjarðar og Esjunnar er best að fara á efri hæðir Hörpu eða gerast seðlabankastjóri.

Þorsteinn Briem, 27.8.2015 kl. 22:10

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Næstu hús við byggingarreitina sitt hvoru megin við Geirsgötuna eru stórhýsi á íslenskan mælikvarða, Harpa, Seðlabankinn og Tollhúsið.

15.5.2015:

"Framkvæmdir eru hafnar við Tollhúsið í Reykjavík en þar verða reistar áttatíu íbúðir auk verslunar- og skrifstofuhúsnæðis."

Byggingaframkvæmdir við Tollhúsið

Þorsteinn Briem, 27.8.2015 kl. 22:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjöldinn allur af gömlum húsum hefur verið gerður upp og er verið að gera upp í miðbæ Reykjavíkur án atbeina Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, til að mynda við Aðalstræti, Hafnarstræti, Austurstræti, Kirkjustræti, Lækjargötu, Skólavörðustíg, Laugaveg og Hverfisgötu.

En menn njóta þess nú ekki mikið að skoða þessi uppgerðu hús akandi framhjá þeim til að kanna hvort þeir sjá þar einhverja sem þeir þekkja, þegar menn eiga að hafa augun á götunni.

Hins vegar er sjálfsagt að reisa gosbrunn í Tjörninni í líki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þar sem hann pissar út í loftið í samkeppni við brunnmíginn í Brussel, Manneken Pis.

Og Ómar Ragnarsson er áreiðanlega tilbúinn að kosta smíði og rekstur þessarar afsteypu átrúnaðargoðsins.

Þorsteinn Briem, 27.8.2015 kl. 22:11

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stórt bílastæði var á þessum óbyggða reit neðan við Arnarhólinn og ekki hefur mátt hrófla við bílastæðum án þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Ómar Ragnarsson skæli sig í svefn.

Arnarhóll, Hörputorg, Lækjartorg, Ingólfstorg, Austurvöllur og Hljómskálagarðurinn eru opin svæði, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Ómar Ragnarsson geta spriklað að vild en sjást ekki gangandi í miðbæ Reykjavíkur.

Þorsteinn Briem, 27.8.2015 kl. 22:12

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Arnarhóll er stórt grænt svæði rétt fyrir ofan þessa óbyggðu reiti við höfnina, þar sem stór bílastæði voru.

Og stórir bílakjallarar verða undir húsum á þessum nú óbyggðu reitum.

Þorsteinn Briem, 27.8.2015 kl. 22:14

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur Davíð var ekki einu sinni fæddur þegar Torfusamtökin voru stofnuð.

Þorsteinn Bergsson
, framkvæmdastjóri Minjaverndar og náfrændi minn, hefur hins vegar haft mikil áhrif í þessum efnum.

Þorsteinn Briem, 27.8.2015 kl. 22:16

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurhöfn er gríðarstór og við höfnina eða skammt frá henni getur að sjálfsögðu verið víkingasafn, eins og til að mynda Sjóminjasafnið og "stærsta hvalasýning í Evrópu" á Granda.

Og víkingasafn getur að sjálfsögðu verið í einkaeigu.

Þorsteinn Briem, 27.8.2015 kl. 22:19

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég segi hvergi í pistli mínum að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrsti landnámsmaðurinn þótt það sé almennt sagt. 

Hingað til hefur verið talið að bærinn Reykjavík hafi staðið á milli Tjarnarinnar og víkurinnar en ekki einhvers staðar miklu austar. 

Á tímum Ingólfs var Grandinn heill og Örfirisey stærri en nú og hafnaraðstaða því langbest þar sem gamla höfnin er nú og því langlíklegast að Ingólfur hafi lagt þar að landi og byggt bæ sinn þar sem best var lægi fyrir skip. 

Ómar Ragnarsson, 27.8.2015 kl. 22:20

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Höfuðstöðvar Landsbankans eru nú þegar í miðbæ Reykjavíkur og hafa verið þar áratugum saman.

Húsið sjálft kostar jafn mikið hvort sem það er við Hörpu eða annars staðar.

Og Landsbankinn er á jafn dýrri lóð og sú sem er við Hörpu.

Ríkið fær væntanlega þá lóð og húsið við Austurstræti.

Og þar getur verið ýmiss konar starfsemi, til dæmis náttúrugripasafn.

Þorsteinn Briem, 27.8.2015 kl. 22:28

11 identicon

Það er alveg eins hægt að kalla byggingu timburhúsa sjálfseyðingarhvöt.  Reykvíkingar sem upplifðu tvo stórbruna 1915 og 1944 sáu timburhúsin alveg örugglega ekki í rósrauðum bjarma.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.8.2015 kl. 22:28

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.7.2015:

"Starf­semi Lands­bank­ans í Reykja­vík fer fram í mörg­um hús­um víða í borg­inni. Þar af eru fjór­tán hús í Kvos­inni og aðeins fjög­ur þeirra í eigu bank­ans. Leigu­samn­ing­ar eru flest­ir til skamms tíma, á bil­inu 1-3 ár."

"Með ný­bygg­ingu næst fram mun betri nýt­ing á hús­næði en nú er. Lands­bank­inn rek­ur starf­semi á tæp­lega 29 þúsund fer­metr­um á höfuðborg­ar­svæðinu en ný­bygg­ing­in verður um 14.500 fermetrar auk 2.000 fermetra í kjall­ara fyr­ir tækn­i­rými og fleira.

Með þessu fækk­ar fer­metr­um und­ir starf­semi bank­ans á þessu svæði um allt að 46%."

"Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að ár­leg­ur rekstr­ar­kostnaður vegna hús­næðis lækki um 700 millj­ón­ir króna og að fjár­fest­ing­in borgi sig upp á um tíu árum."

Þorsteinn Briem, 27.8.2015 kl. 22:29

13 identicon

Rétt eru þessi orð. ENN EINU SINNI HJÁ ÞÉR ÓMAR.

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 28.8.2015 kl. 01:14

14 identicon

Kannski að fólk hafi horft á kofana, Bændahöllina og Morgunblaðshöllina og viljað smá jafnræði.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.8.2015 kl. 08:08

15 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar síðuhafi !

Það er með hreinum ólíkindum: hvernig þú leggur þig niður við, að reyna að mæra þennan loddara - andlegan TVÍBURABRÓÐUR Norður- Kóreu gerpisins, Kim Jong- un.

Út á: hvaða foráttunnar brautir ertu kominn, Ómar minn ?

Þessi mannleysa: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er að:: / og hefir valdið meiri skaða í okkar samfélagi, með sínu hátterni, sem almennum lygum og svika skrumi.

Og - ekki séð fyrir endi á, unz landsmenn taki sig saman um, að taka þetta fyrirbrigði úr umferð, og reka:: í langvarandi útlegð, síðuhafi góður !

Með beztu kveðjum samt: af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2015 kl. 12:15

16 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Algerlega sammála þér Ómar. Þessar fyrirætlanir borgarstjórnarmeirihlutabjalfanna eru þvílíkt skaðræðisfeigðarflan, að sjaldan hefur verið meiri ástæða til að drepa niður fæti og ihuga um stund, hvort haldið skuli áfram með þessi skaðræðisáform. Steinsteypt glerhýsi, sem munu girða af allt útsýni og gera miðbæinn bæði kaldan og fráhverfan, munu beinlinis eyðileggja miðborgina og kjarna hennar. Þetta lappelepjandi lið, sem öllum stundum sver af sér þá sök, að sitja bara á rassgatinu og lepja latte, er tæpast á vetur setjandi. Flest þetta fólk, sem nú vill stúta miðborginni á eitt sameiginlegt sem umfram annað er og það er það að fæst hefur þetta fólk annað um daga sína gert, sem fullorðið fólk, en að lepja latte og spá í lífið og tilveruna. Beinlínis skelfilegt að slíkir bjálfar skuli nú ráða höfuðborginni. Hvar er íbúalýðræðið núna hjá þessu forherta og sjalfhverfa lattelepjandi liði? Getur verið að verið sé að borga undir borðið einhversstaðar? Maður bara spyr.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.8.2015 kl. 16:40

17 identicon

Komið þið sæl - að nýju !

Halldór Egill !

Að sönnu: get ég tekið undir með þér, að nágrannar okkar:: Reykvíkingar, eiga annað og betra skilið, en að sitja undir óstjórn núverandi hrakfallabálka, þó flestir fyrirennara þeirra, hafi verið lítið skárri.

Breytir ekki því: að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og hans þjófa- hirð, kæmi ALDREI til með, að gera betur, í málefnum Reykjavíkur - fremur en annarrs staðar, á landinu.

Svo fram komi: einnig !

Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2015 kl. 16:57

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einu byggingarnar í Noregi sem eru á heimsminjaskrá UNESCO eru timburhús, verslunarhús Hansakaupmanna í Bergen og stafkirkjurnar. 

Bryggjuhúsin í Þrándheimi, merkustu húsin þar í borg, eru timburhús. 

Ómar Ragnarsson, 28.8.2015 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband