29.8.2015 | 02:04
Fer algerlega eftir aðstæðum.
Gildi og eðli fjármagnshafta fara algerlega eftir aðstæðum. Í kreppunni miklu sem skall á 1930, reyndist óumflýjanlegt að taka upp ströng gjaldeyris- og innflutningshöft auk tolla, sem ollu því að í landinu reis umfangsmikill iðnaður sem var þjóðhagslega óhagkvæmur vegna smæðar sinnar og einangrunar þótt hann skapaði ný störf út af fyrir sig.
1948 varð nauðsynlegt að herða svo á innflutningshöftum í kjölfar hruns gjaldeyristekna eftir lok stríðsins, að enga hliðstæðu er að finna í hagsögu landsins.
Á síðari hluta sjötta áratugsins fóru nágrannaþjóðirnar að létta höftunum af en við sátum eftir með höft, sem urðu æ meiri dragbítur í efnahagslífinu.
Það sem hafði verið "gaglegt tæki" hafi breyst í andhverfu sína og á árum Viðreisnarstjórnarinnar var jafn nauðsynlegt að létta höftum og tollum af og framkvæma sársaukafullan niðurskurð á tollvernduðum iðnaði með inngöngu í EFTA og það hafði verið nauðsynlegt 1930 og 1948 að koma höftunum á.
Höftin virkuðu fyrir Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú hafa verið gjaldeyrishöft hér á Íslandi í sjö ár.
Í fjórfrelsinu, sem á að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES), felast hins vegar frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.
Þar að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna í meðal annars félagsmálum og jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum.
Íslensk stjórnvöld verða því að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og auðið er.
Á meðan hér eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn hins vegar að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.
Falli hins vegar gengi krónunnar eftir að gjaldeyrishöftunum verður aflétt hækkar hér verð á innfluttum vörum, aðföngum og þjónustu, eins og margoft hefur gerst.
Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 29.8.2015 kl. 04:04
22.10.2012:
Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar
30.9.2013:
Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna
Þorsteinn Briem, 29.8.2015 kl. 04:47
Árið 2006 var hér á Íslandi eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og margir Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að reyna að fá Íslendinga til að leggja fyrir og minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.
Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.
Þorsteinn Briem, 29.8.2015 kl. 05:01
Ég vil benda á athyglisverða ritgerð um orsakir gjaldeyriskreppunnar eftir síðari heimstyrjöldina. Hún heitir: „Hvað varð um stríðsgróðann? Gjaldeyriskreppan og eignakönnunin 1947“. Þessa ritgerð, frá 2014, eftir Hrefnu Björk Jónsdóttur má finna á vefnum skemman.is
Vigfús Ingvar Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.8.2015 kl. 08:46
Ólíklegasta fólk situr ennþá á brúsapallinum með ÁTVR í fanginu og óskar eftir fari í ESB.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.8.2015 kl. 09:44
Talandi um stríðsgróðann. Hverjir greiddu EKKI skatta?
“Skattfríðindi samvinnufélaganna voru mjög á döfinni á þessum árum þegar verslunarálagning var lækkuð niður úr öllu valdi. Á [...] fundi kaupsýslumanna 1948 sagði Eggert Kristjánsson m.a.: ‘Verslun samvinnumanna er rekin með þeim hætti í dag, að ég sé lítinn mun á henni og rekstri hlutafélaga í verslun, eða einstaklinga, þar sem þeir selja jafnt og sækjast jafnt eftir viðskiptum við utanfélagsmenn sem félagsmenn. Þess vegna sé ég ekki annað en fullt réttlæti sé í því að samvinnufélögin lúti sömu skattalögum eins og aðrir, sem fást við kaupsýslu eða iðnað. Við skulum taka nærtækt dæmi. S.Í.S. rekur iðnaðarfyrirtæki. Það er rekið hliðstætt fyrirtæki af öðrum aðila, nákvæmlega í sömu grein. En með þeirri skattlagningu, sem nú er, þá vitum við það, að það er ekki lítill verðmismunur, sem þarf að vera á vörum þessara tveggja aðila, miðað við sömu afkomu, ef annar er skattfrjáls, en hinn á að greiða fulla skatta. Kaupfélögin sitja við sama borð, hvað verslunarálagningu snertir, eins og við, sem stundum kaupsýslu. Hví ekki að þeir greiði sömu skatta? Mér finnst að það hljóti að vera mál málanna að það gildi ein skattalög í landinu, hverjir svo sem skattarnir eru.
Skattfríðindi Sambandsins fólust m.a. í því að tekjuskattur samvinnufélaga fór ekki stighækkandi og var aðeins 8% í stað allt að 22% hjá öðrum. Þá máttu samvinnufélög leggja 33% tekna sinna í varasjóð í stað 20% sem hlutafélögunum var heimilt, en einstaklingar sem ráku verslun höfðu alls enga heimild til slíks varasjóðsfrádráttar.”
Þjóð í hafti:197-198.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.8.2015 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.