Bæjarhátíðirnar, - kærkomin hefð á sumrin.

Það eru ekki mörg ár síðan allar hinar glæsilegu bæjarhátíðir landsins voru ekki til í núverandi búningi. 

Íslenska sumarið er stutt og því orðið þröngt um þær, en þær eru kærkomnar fyrir íslenskt þjóðlíf og menningu. 

Um helmingur afkomenda okkar Helgu á heima eða hefur alist upp í Mosfellsbæ og því er bæjarhátíðin þar ævinlega ljúf og gefandi. DSCN0126

Í dag var gaman að fylgjast með yngsta knattspyrnumanninnum í barnabarnahópnum á strákamóti á íþróttavellinum á Tungubökkum, Hlyni Kristófer Friðrikssyni. 

Sýndi marga góða takta og býr greinilega yfir hæfileikum á þessu sviði.

Varla tilviljun, -  góðir  knattspyrnumenn í báðum ættum foreldranna.

Hinn afi hans, Sigurður Kristján Friðriksson, var einn af máttarstólpunum í gullaldarliði Fram á sjöunda áratug síðustu aldar.

Og langafi hans í hinni ættinni, Ragnar Edvardsson, í gullaldarliði Fram 1939.

DSCN0129

Og Ragnar og Þorfinnur, bræður Iðunnar, móður hans, blómstruðu báðir á sama tíma í yngri flokkunum hjá Fram.  

Þarna spilaði Hlynur af lífi og sál með félögum sínum í Aftureldingu við jafnaldra í öðrum félögum og uppskar sigur í sumum leikjunum en tap í öðrum eins og gengur.

Á meðfylgjandi myndum er hann á fullri ferð með samherjunum upp að marki andstæðinganna í sókn sem skilar boltanum inn í mark mótherjanna, þótt ekki hafi nú náðst mynd af því nákvæmlega.  DSCN0135

Á sama tíma var eldri bróðir hans, Sigurður Kristján Friðriksson, að spila fyrir Frammikilvægan leik við Bolvíkinga sem réði miklu um stöðuna í 1. deild og vannst með þremur mörkum gegn einu.

Já, bæjarhátíðirnar sameina kynslóðirnar og eru dýrmætar fyrir þjóðina. DSCN0127

 

 


mbl.is Í túninu heima - myndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband