"Þetta ber að gera en hitt eigi ógert að láta."

Ofangreind orð mælti séra Emil Björnsson fréttastjóri Sjónvarpsins stundum þegar úrtöluraddir lögðust gegn góðum málefnum með þeim rökum að nær væri að gera annað, sem væri nærtækara. 

Þessar raddir stilltu málum upp sem andstæðum þar sem það yrði að taka eitt mál fram fyrir annað. 

Nú heyrast þessar raddir enn ákveðnari en fyrr, sem og það að við höfum engar skyldur við umheiminn af því að við séum svo fá og smá, að það muni hvort eð er ekkert um okkur eða framlag okkar. 

Við séu svo fá, að það muni ekkert um það þótt við beitum okkur á alþjóðlega vísu í mikilsverðum málum eða séum að sinna brýnustu umhverfismálum okkar tíma, og þess vegna eigum við bara að segja pass og loka okkur af. 

Þarna gleymist alveg, að það eru fáir 330 þúsund manna hópar í veröldinni, sem hafa jafn mikið vægi og við á alþjóðavísu, einfaldlega vegna þess að við höfum á ýmsum vettvangi jafn mikið vægi og jafnmörg atkvæði hjá alþjóðlegum samtökum og stofnunum og þúsund sinnum fjölmennari þjóðir. 

Og sömuleiðis má nefna það sem dæmi, að hver bíll okkar, í mest mengandi bílaflota í vestanverðri Evrópu, skilar að meðaltali meira af koldíoxíði út í sameiginlegt andrúmsloft mannkynsins alls og hver bíll í öðrum löndum. 

Úrtöluraddir fullyrða að flóttafólkið sé upp til hópa glæpahyski, sem flýi til þess eins til Evrópu og Norður-Ameríku til að kollvarpa þjóðfélögum okkar og taka völdin.

Í ofanálag sé þetta ríkt fólk á mælikvarða kjara samlanda sinna í fátæku löndunum, af því að það hafi efni á að kaupa sér far með bátskriflum og hætta með því lífi sínu eins og dauðatölurnar bera vitni um!

Ég hef heyrt hina mætustu Íslendinga mæra Donald Trump fyrir þá skoðun hans að víggirða Bandaríkin gegn innflytjendum og "hreinsa" landið af þeim 11 milljónum innflytjendum frá Rómönsku Ameríku sem þar eru.

Við erum búnir að vera í skussa- og skammarkrók vestrænna þjóðfélaga varðandi þróunaraðstoð við fátækustu þjóðir heims í áratugi og svo er að sjá að sumir telji það vera okkur til sóma og fyrirmyndar. 

 


mbl.is „Getum tekið á móti mun fleiri en 50“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 02:00

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það gleymist hjá þeim sem hugsa bara um það hvað þetta kostar okkur að þetta fólk leggur sitt af mörkum með vinnuframlagi og auðgar mannlífið. Að sjálfsögðu á að vanda sig við þetta og þá skiptir það mestu að taka vel á móti og hjálpa að koma sér fyrir í nýju landi.

Jósef Smári Ásmundsson, 30.8.2015 kl. 06:24

5 identicon

Einkennileg árátta þessara stuðningsmanna stríðs og flóttamannaframleiðslu að upphefja sig alltaf á kostnað annarra.  Hvernig væri að byrja á því að láta fólk í friði?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 09:11

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Í stórblaðinu eru aðeins taldir umsækjendur um stöðu flóttamanns. Ekki "ferðamenn á flótta" sem aldrei eru skráðir. Elín Hirst telur að við þurfum að skapa mannsæmandi aðstæður. Hvað sem það er umfram húsaaskjól og mat? Mestu skiptir að flóttamenn séu velkomnir, þá kemur annað á eftir.

Vesturfararnir komust ótrúlega vel af í nýjum heimkynnum. Margir nýkomnir úr torfhúsum í köld timburhús sem þeir urðu að byggja sjálfir. Hefðu Trumpar þeirra tíma fengið að ráða hefðu vesturfarar einungis sest að í Kanada. Enginn heldur því fram í dag að þeir hafi ekki skapað auð og velferð í Vesturheimi.

Íslendingar eru ótrúlega háðir því hvernig öðrum þjóðum vegnar. Góður gangur í Bandaríkjunum eða Þýskalandi kemur fram í hærra verði á fiski og fleiri ferðamönnum. Velferð í þessum löndum, þar á meðal móttaka flóttamanna skiptir okkur máli.

Sigurður Antonsson, 30.8.2015 kl. 09:21

7 identicon

Stundum kveikja menn í til að fá hrós fyrir björgunina.  Þetta á greinilega við um heilu þjóðirnar líka.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 09:25

8 identicon

Vesturfararnir voru ekki á flótta.  Það voru Indíánar sem voru drepnir og hraktir frá sínum heimkynnum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 09:34

9 identicon

  Það er undarleg árátta margra "góðmenna" að heimta að aðrir standi undir kostnaðinum við þeirra eigin góðverk.

Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að íslendingar gefi til hjálparstarfs hver fyrir sig án þess að hvorki þurfa að auglýsa það né heimta að aðrir gefi líka. 

   Það er auðvitað bara dropi í haf flóttamannavandans þó Íslendingar tækju við einhverjum þúsundum og aðrar Evrópuþjóðir samsvarandi.  Leysir ekki megin vandann og skapar auk þess ýmsan vanda í þeim löndum sem fyrir eru.

   Ef horft er til sögunnar þá varð mikil skálmöld í Evrópu eftir að flóttafólki frá Asíu var hleypt inn í Evrópu svo einnig þar er ýmislegt að varast.   

  Nú eru náttúrulega aðrir tímar og möguleikar á að hjálpa til þar sem vandinn verður til.

Á skal að ósi stemma. 

En varðandi þá Íslendinga sem vilja endilega hleypa hér fólki í landið þá hlýtur að vera hægt að finna einhvern farveg til þess án þess að aðrir þurfi að greiða fyrir það áhugamál.   

Hugsanlega gætu menn gefið eftir af launum sínum eða lífeyrisgreiðslum til einhvers félags sem héldi utan um innflutning flóttafólksins þar sem gert væri ráð fyrir stuðningi í 15 til 20 ár. Þeir sem væru yfir sjötugt gætu svo fengið færi á eingreiðslu myndalegrar upphæðar þar sem óvíst væri að þeir gætu fylgt málinu eftir næganlega lengi.

Þarna eru ýmsir möguleikar hitt gengur náttúrulega ekki að vera hér með einhver túrbínutrix og flytja fyrst inn flóttamenn og fara svo að kría út pening til verkefnisins. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 09:53

10 identicon

Það er svolítið magnað að Ómar Ragnarsson sé búinn að ákveða fyrir okkur hin, hvernig við höndlum ábyrgð okkar gagnvart umheiminum.
Eins og smákrakki heimtar hann, að óheft flæði "flóttamanna" sé eina úrræðið, og að þeir sem ekki eru sammála, séu bara mannvonskan uppmáluð.
Og til þess að setja fætur undir þessar kenningar sínar, þá notast hann við gamalkunnugar aðferðir, að ljúga.

Sjáum til, góða fólkinu finnst ekkert mál að tryggja 5000 hælisleitendum húsnæði.
Á sama tíma og stór hluti Íslendinga á í erfiðleikum að tryggja sér og sínum fasta og örugga búsetu. Það er greinilega ekkert mál fyrir góða fólkið að afskrifa þennnan hóp sem fasista og illa innrætta rasista. Jón og Jóna í Breiðholtinu sem eiga við tekju- og húsnæðisvanda, og vilja lausn á honum, áður en efnahagslegur flóttamaður frá Mali fær húsnæði og framfærslu, eru ekki rasísk svín, af því að Ómar Ragnasson segir það.

Staðreyndir:
- 80% hælisleitenda eru karlmenn, samt sýna nánast allar fréttamyndir konur og börn, svona til að tryggja, að þeir sem vilja fara varlega, séu álitin rasísk svín.
- Stór hluti hælisleitenda eru ekki frá stríðshrjáðum löndum. Afganir sem eru fjölmennir, eru t.d. að flýja kjör, sem m.a. stafa af tvöföldun á fólksfjölda frá 1979. Það er nú ekki meiri neyðin þar.
- Vesturlönd bera enga ábyrgð á ástandinu í Sýrlandi. Sú ábyrgð er alfarið á herðum Sýrlendinga sjálfra, og trúbræðra þeirra í nágrannaríkjum. Og það á að vera á herðum nágranna þeirra og trúbræðra að leysa vandann. Þess má geta að ríkustu þjóðir Arabíuskagans hýsa enga flóttamenn.
- Evrópuríki bera ekki ábyrgð á efnahagslegu ástandi í ríkjum Asíu og Afríku. Sé efnahagsástandið bágt á þeim stöðum, er sjálfsagt að skoða hvernig hægt er að hjálpa. Það verður þó ekki gert með þjóðflutningum vestur á bóginn.

Ómar Ragnarsson og aðrir álíka innréttaðir, hafa ekki nokkra heimild til þess að gera Ísland hluta af illa ígrunduðum félagslegum tilraunum. Við höfum vítin í kringum okkur til að varast.

Hilmar (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 13:14

11 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

 RISAEÐLUR eru greinilega ekki útdauðar foot-in-mouth

Ragna Birgisdóttir, 30.8.2015 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband