Eitt áhugaverðasta viðfangsefni okkar tíma.

Orkuvandamál jarðarbúa má flokka í tvö megin viðfangsefni:

1. Magn orkunnar sem þarf.

2. Umhverfisáhrif orkunnar, sem notuð er. 

Af þessu tvennu hefur atriði númer 1., magn orkunnar, sem þarf, verið vanrækt alla tíð, en samt er tæknileg lausn þess vanda einfaldari og augljósari en það viðfangsefni að finna betri og öflugri orkugjafa.  Meira 80% af orkunotkun í samgöngum felst í daglegu snatti fólks í borgum heimsins og þar er enn gengið út frá þeirri óumbreytanlegu forsendu að það þurfi 1500 kíló af stáli til að flytja til um 100 kíló af mannakjöti. Sðrli og Náttarfi inni

En þess má geta, að rafhjólin Sörli og Náttfari, sem á meðfylgjandi mynd sjást bæði vera samtímis að taka straum úr innstungu í litlu skrifstofuherbergi, eru um 30 kíló að þyngd. 

Lausnin felst augljóslega í það breyta samsetningu farartækjaflotans með fleiri léttari, sparneytnari og umhverfisvænni samgöngutækjum í stað þess að þau þurfi öll að vera jafn stór, þung og orkufrek og raun ber vitni.

Þar gæti tilkoma fleiri eins til tveggja manna rafknúinna smábíla verið hluti lausnarinnar.colibri rafbíll 

Slíkir bílar eru rétt handan við hornið, - á myndinni er rafbíllinn Colibri, sem ætlunin er að setja á markað á næsta ári, nær 120 kílómetra hraða og kemst allt að 100 kílómetra á einni hleðslu. 

Andmælt er með því að segja hvað raffarartæki snerti, að magn rafhlaðanna sé svo rosalega mikið að það skapi óleysanleg umhverfisvandamál. 

Rafhlaðan í venjulegu rafhjóli, sem flytur einn mann á milli staða í þéttbýli er rúmlega þrjú kíló og í hjólinu Sörla, sem fór á milli Akureyrar og Reykjavíkur á dögunum í allt að 159 kílómetra í einum áfanga, var hver hinna sjö rafhlaðpna enn léttari, allt niður í tvö kíló hver, miðað við orkugeymd. 

Rafgeymir eða rafhlaða í íslenska meðalbílnum, sem flytur einn mann á daglega á milli staða, er hins vegar minnst tvöfalt þyngri og þar að auki er slíkur geymir blýgeymir en ekki litíumgeymir. 

Og hver einasti af þeim 238 þúsund bílum, sem er í eigu landsmanna, er með slíkan geymi án þess að menn hafi hingað til talið tilvist þeirra óleysanlegt umhverfisvandamál. Vetnis-rafhlaða, sími

Þarna er um að ræða atriði númer 2., umhverfisáhrifin. Notkun vetnis í samgöngum byggist á því að það sé nýtt sem orkuberi, það er, millilið á milli orkuvers og samgöngutækis, sem skapar betri nýtni orkuuppsprettunnar sjálfrar. 

Framfarir í gerð orkubera eru því afar áhugaverðar, hvort sem um er að ræða vetnisrafhlöður eða rafhlöður, sem nota ál, því að birgðir litíums á jörðinni eru takmarkaðar. 

 

 


mbl.is iPhonerafhlaða sem endist í sjö daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband