Hvað, ef Fljótaleiðin hefði verið valin?

Í umræðum um aurskriðurnar á Siglufirði og vikulanga lokun Siglufjarðarvegar hefur réttilega verið bent á það að Siglfirðingar hefðu verið innilokaðir á landi ef Héðinsfjarðargöng hefðu ekki verið komin. 

Engu að síður er þjóðleiðin frá Siglufirði vestur um til Skagafjarðar og áfram suður tugum kílómetra lengri en ella meðan hin gamla Siglufjarðarleið er lokuð. 

Ef farin hefði verið svonefnd Fljótaleið á sínum tima við að tryggja samöngur til og frá Siglufirði, bæði til suðvesturs og til Eyjafjarðarsvæðisins, hefðu aurskriðurnar engu breytt um það að leiðin frá Siglufirði til Skagafjarðar og Norðvestur- Vesturlands og Suðurlands hefði verið opin allan tímann og meira að segja allmörgum kílómetrum styttri en núverandi Siglufjarðarleið. 


mbl.is Siglufjarðarvegur áfram lokaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eins og þú veist Ómar, þá réði pólitíkin því að Héðinsfjarðarleið var valin.

Það er sjaldnast gæfulegt þegar pólitík er látin ráða för og skynsemin látin víkja.

Fljótaleiðin var eina skynsamlega lausnin á samgöngum Siglufjarðar, á sínum tíma. En pólitík réði vali og nú vilja Siglfirðingar fá önnur göng, yfir í Fljót. Það er bara spurning hvenær gamla leiðin út að Strákagöngum hrynur í sjó fram og þá lokast sú leið að fullu. Sigið á veginum er sumstaðar geigvænlegt.

Það er því ekki langt að bíða að eina samgönguleið Siglfirðinga vestur og suður á land verði inn Eyjafjörð.

Gunnar Heiðarsson, 31.8.2015 kl. 20:48

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Tenging Siglufjarðar við Eyjafjarðarsvæðið og Akureyri er lykillinn að þeirri uppbyggingu sem er á Siglufirði. Fjótagöng og tenging við Fljót nokkuð fjarri alfaraleið hefði ekki skilað slíku, það má fullyrða.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.9.2015 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband