Gamalkunnar andstæður blossa upp.

Ógnarstjórn Stalíns kostaði milljónir manna lífið í Úkraínu í hinni miskunnarlausu byltingu kommúnista þar sem færðar voru óheyrilegar fórnir til að koma á ríkisreknum samyrkjubúskap og þungaiðnaði.

Íbúar Úkraínu, sem hafði verið kornforðabúr Sovétríkjanna, urðu illa úti.  

Þegar herir Hitlers réðust inn í Sovétríkin 1941 fögnuðu því margir Úkraínumenn innrásinni og tóku jafnvel hersveitum Hitlers sem frelsurum, en Hitler gerði þau reginmistök í oflæti sínu að gefa hinum morðóðu SS-sveitum lausan tauminn og fá þar með þorra íbúa Sovétríkjanna upp á móti Þjóðverjum. 

Það var mikil mótsögn fólgin í því að þungaiðnaðurinn, sem hafði kostað milljónir manna lífið, varð grunnurinn að sigrinum yfir Hitler. Á stríðsárunum var þó mestu hluti þessa iðnaðar í Rússlandi.

Eftir stríð var mikill þungaiðnaður í Donetsk-héraði í austurhluta Úkraínu og gegndi stóru hlutverki í uppbyggingu hernaðarveldis Sovétríkjanna.ZAZ og Pútín

Pútín hafði til dæmis mikið yndi af því að stilla sér upp við hliðina á úkraínskum fólksvagni Sovétríkjanna á yngri árum hans af gerðinni Zaphorozhets og láta taka mynd af sér,og þarna voru til dæmis framleiddur drjúgur hluti af hergögnum Sovétríkjanna.  

Eftir lát Stalíns 1953 var það vafalítið ætlun "hinnar samhentu forystu" sem fljótlega færðist í hendur Krústjovs, að friðmælast við Úkraínumenn með tilfærslum landamæra, sem færði Krímskaga undir yfirráð Úkraínumanna.

En þarna sá Krústsjov ekki nógu langt fram í tímann og þegar Sovétríkin féllu og "moldin þiðnaði og ormarnir komu upp", bæði langt til hægri og vinstri í hinu pólitíska litrófi birtus gamalkunnar öfgar í landinu.

Öflugur hluti þeirra sem steyptu hinum Rússa-hliðholla Janukovits af stóli voru menn yst á hægri væng stjórnmálanna, með hálffasíska stefnu, sem hafði blundað alla tíð í landinu, þótt í mismiklum mæli væri.

Í austurhéruðunum voru hins vegar rússneskumælandi menn sem höfðu flust þangað á Sovéttímanum og milli þeirra og hægri mannanna í vesturhluta landsins var og er hyldjúp gjá.

Ofan á þetta bætist, að Donetsk svæðið er dýrmætasta iðnaðarsvæði Úkraínu, og á tímum núverandi efnahagsörðugleika bæði í Rússlandi og Úkraínu, láta bæði ríkin sig miklu skipta að hafa þar ítök.

Gamalkunnar andstæður hafa nú blossað upp sem geta gert ástandið þarna enn eldfimara og hættulegra en það hefur verið.    


mbl.is Köstuðu bensínsprengjum að þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kommúnismi og fasismi eru ekki andstæður, því stjórnmálaskoðanir manna eru ekki í beinni línu, heldur hring þar sem fasisminn og kommúnisminn mætast.

"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."

Þorsteinn Briem, 31.8.2015 kl. 22:19

2 identicon

In WW2 Churchill deliberately starved 6-7 million Indians to death, continued to foster Muslim-Hindu antipathy that led to the horrors of Indian Partition and persuaded his War Cabinet on racist Partition of Palestine. Yet the holocaust-complicit Anglo media, academic and politician Establishment is still in denial. "

"O con noi o contro di noi"

Motto fasismans og svo ríkjandi í dag ...

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 1.9.2015 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband