UMHVERFISMÁLIN, - FEIMNISMÁL?

Fyrir tvennar síðustu kosningar féllu umhverfis- og virkjanmála algerlega í skuggann og voru varla rædd þótt í ráði væri að fara út í mestu umhverfisspjöll Íslandssögunnar. Allir, - já, allir umræðuþættir ljósvakamiðlanna 1999 enduðu á þann veg að stjórnendurnir sögðu: "Ætlunin var að ræða umhverfismál en tíminn leyfir það ekki. "

Í kvöld sáum við dæmi um það hvernig þessum mikilvæga málaflokki er vikið til hliðar í umræðum. Stöð tvö kynnti niðurstöður skoðanakönnunar í Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem kom í ljós að velferðarmálin annars vegar og umhverfis- og virkjanamálin hins vegar báru ægishjálm yfir aðrar málaflokka að dómi þeirra sem spurðir voru í skoðanakönnuninni.

En umræðurnar og stjórn þeirra spiluðust hins vegar á þann veg að engin leið var að koma þessum málaflokki að því að stjórnendurnir virtust ekki hafa neinn áhuga á honum þrátt fyrir niðurstöður skoðanakönnunarinnar um mikilvægi hans.

Þáttastjórendurnir leiddu umræðuna og umfjöllunina ævinlega á önnur svið og dvöldu lengi við þau. Viðtal við hjólreiðamann var ef til vill það eina sem flokka mátti undir umhverfismál.

Enn einu sinni kemur fram sú nauðsyn að eitt framboðanna haldi umræðunni gangandi eins og kostur er um stærsta mál þessara kosninga sem varðar mesta verðmæti Íslands og hagsmuni komandi kynslóða.

Slóð: www. islandshreyfingin.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við eðli umræðunnar þá get ég ekki sagt annað en að engin umræða sé bara betri.
Það er ekkert að því að vera stoltur af eigin landi, þjóð eða kynstofni á meðan stoltið leiðir ekki af sér fyrirlitingu í garð annarra.
Á meðan þú skýrir ekki út hvar á að framleiða skítugu neysluvörurnar sem þú neytir á hverjum degi og þarf í ferðamálaáætlunina þína, þá getur þessi verndun Íslands ekki leitt til annars en sóunar annars staðar. Sóunin á sér stað en þú vilt bara ekki opna augun.
Þá er nú bara betra að sleppa umræðunni.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 06:02

2 identicon

Ómar, þú verða bara að átta sig á því að kosningarnar þann 12 maí snúast ekki eingöngu um umhverfismál þó þú virðist halda það. Held að velferð þjóðarinnar skipti meira máli, og það eru þau mál sem eru rædd. Ég er samt ekki að segja að umhverfismálin skipti engu máli, alls ekki. En það er bara ekki hægt að einblína á einn málaflokk eins og þú og þinn flokkur gerið.

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 13:40

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ekki bara málið að þú og þínir líkar Ómar hafa skemmt umræðuna með málflutningi ykkar. Það eru takmörk fyrir hve lengi fólk nennir að hlusta á rökleysur, ýkjur og bull

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 18:01

4 identicon

Kæri Ómar
Taktu nú áskoruninni sem þú hefur fengið og reynum nú að lyfta umræðunni um umhverfismál á hærra plan. Skoðum nú raunheima, ekki draumheima.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 20:10

5 identicon

Ég er svo sammála þér Gunni.

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 20:16

6 identicon

Sæll Ómar
Hér getur þú lesið um það hvernig er verið að rækta olíu sem mun gagnast í "hreinu" ferðamálahugmyndirnar þínar. Berðu nú saman 60km2 af landi sem fer undir Kárahnjúkavirkjun og 18.000km2 af frumskógi sem fer undir lífrænt eldsneyti og í pappírsvinnlu á ári í Indónesíu.
http://in.today.reuters.com/news/newsArticle.aspx?type=worldNews&storyID=2007-05-03T144339Z_01_NOOTR_RTRJONC_0_India-296569-1.xml&archived=False
Með fullri virðingu fyrir íslenskri náttúru. Það er verið að skemma mun meiri verðmæti og þú getur ekki lokað augunum fyrir þessu og allra síst komið með hugmyndir sem kalla á aukna brennslu olíu.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 08:15

7 identicon

Rödd græningja í Þýskalandi náði ekki eyrum almennings fyrr en trén í görðum hans tóku drepast. Flest stjórnumst við af skammsýni og einfaldri budduhagfræði. Stórlega laskað velferðarkerfi er eðlilega í brennipunkti og öllum sjánlegt og skiljanlegt en umhverfismál krefjast þess að við lítum upp úr erli dagsins. Sú krafa er mörgum ofviða.

Þeim mun mikilvægara er hugrekki og hugsjónastarf Ómars Ragnarssonar. Haltu áfram Ómar.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 16:16

8 identicon

Sælinú
Þýskir græningjar eiga heiður skilinn. Það litla sem ég hef fylgst með þeim hefur mér fundist skynsamlegt og gott. Ég hef jafnvel verið að hugsa um að gerast styrktarfélagi en blankheit hafa hindrað mig í því.
Það sama verður því miður ekki sagt um Ómar og félaga. Hugmyndir þeirra eru ekki umhverfisvænar og jafnvel beinlínis hættulega náttúru jarðarinnar. Ég vona að þetta breytist hið fyrsta þannig að ég sleppi við að skrifa þessar neikvæðu athugasemdir.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband