Bara orð en engar efndir?

Nú eru 33 ár frá stóru umhverfisráðstefnunni í Ríó þar sem undirritaður var sáttmáli, kenndur við þá borg, um umhverfis- og náttúruvernd, um sjálfbæra þróun og um að náttúran ætti að njóta vafans þegar ekki væri algerlega skýrt hver umhverfisáhrif aðgerða mannsins væru.

Liðin eru 18 ár síðan Ríó-ráðstefnunni var fylgt eftir í Kyoto með alþjóðasamningi, sem taka átti gildi fyrir meira en áratug.

Bandaríkin og fleiri mestu umhverfissóðar heims undirrituðu ekki samninginn og skemmst er frá því að segja að hvorugur þessara sáttmála hefur í raun verið virtur af þjóðum heims í heild.

Þar eru Íslendingar einhverjir mestu skussarnir varðandi það að koma sér undan þessum skuldbindingum eins og mögulegt hefur verið.

Við höldum áfram að aka um á mest mengandi bílaflota í Vestur-Evrópu, gefa sjálfbærri þróun langt nef og láta virkjanir og framkvæmdir njóta vafans en ekki náttúruna.

Nú eru liðin 17 ár síðan Árósasamkomulagið var gert, sem tryggir almanna samtökum aðgang og lögaðild af framkvæmdum, sem hafa áhrif á umhverfið.

Íslendingar drógu, einir Vestur-Evrópuþjóða, lappirnar í því máli og samkomulagið eða sáttmálinn fékkst ekki í gegn á Alþingi nema allir flokkar samþykktu hann.

Þá var búið að þynna hann svo út, að þegar fyrst reyndi á hann í alvöru, í Gálgahraunsmálinu, var úrskurður Hæstaréttar sá, að almenn félög hundraða og þúsunda manna, sem málið skipti, fengju ekki að eiga lögformlega aðild að málinu.

Nú hafa ráðamenn þjóða heims enn uppi svipaðan fagurgala og verið hefur sunginn í 33 ár án þess að það bóli nokkuð á efndum.

Getuleysi þjóðarleiðtoga heimsins hefur verið sláandi á öllu þeim fundum og ráðstefnum öðrum en ofannefndum, sem haldnar hafa verið, spilað á fiðlur meðan Róm brennur.   


mbl.is Mikilvægt að ná sátt um loftlagssamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband