1.9.2015 | 20:12
Flóttamenn fyrri tíma hér á landi.
Þótt umfang flóttamannavandans hér á landi og í öðrum Evrópulöndum sé meira og erfiðara viðfangs en oft áður, er þetta ekki í fyrsta skipti sem stríð, óáran og harðstjórn erlendis hefur skolað til okkar flóttamönnum.
Í aðdraganda Seinni heimsstyrjaldarinnar flúðu margir, einkum Gyðingar, frá þeim löndum í Evrópu sem fasískar einræðisstjórnir réðu og allmargir komust til Íslands.
Þá kom enginn til landsins nema á sjó og því var auðveldara um vik að takamarka strauminn og velja úr hópnum.
Löngu eftir stríð þótti athyglisvert, hvernig úrvalið fór fram, og til dæmis bent á það að frekar væru teknir norskir skógarhöggsmenn en ágætlega menntaðir Gyðingar.
Á mörgum sviðum hérlendis lögðu innflytjendur til mikilsverðan skref til menningar og framfara.
Sem dæmi má nefna tónlistarmennina Carl Billich, Viktor Urbancic, Franz Mixa, Jósef Felsmann, Jose M. Riba, Róbert Abraham Ottóson og Jan Moravék.
Tveir frægustu flóttamenn, sem fengið hafa íslenskan ríkisborgararrétt eru líklega Bobby Fisher og Vladimir Askenazy.
Í lok Heimsstyrjaldarinnar síðari fóru um 14 milljónir manna á vergang og hingað til lands kom fjöldi Þjóðverja. Margir þeirra voru konur, sem lögðu fram drjúgan skerf til þjóðfélagsins, einkum við störf í sveitum landsins.
Eftir innrás Sovétmanna í Ungverjaland 1956 var tekið á móti hópi flóttamanna hér, og lögðu þeir margir ágætan skerf til samfélagsins. Dæmi um það var frjálsíþróttaþjálfarinn Simony Gabor, sem þjálfaði suma af bestu afreksmönnum okkar, svo sem Vilhjálm Einarsson.
Stríðin á Balkanskaga í lok síðustu aldar skiluðu allmörgum flóttamönnum hingað.
Það er einkum á ákveðnum svæðum úti á landi þar sem innflytjendur hafa orðið mikilvægur þáttur í að halda atvinnulífinu gangandi, svo sem á Vestfjörðum.
Þjóðahátíðin svonefnda leiddi ágætlega fram þá menningarstrauma, sem blönduðust íslenskri menningu, svo sem hjá ýmsum erlendum tónlistarmönnum, sem tóku að sér tónlistarkennslu og leiðbeiningar og stjórn á tónlistarsviðinu.
Þar kom í ljós að innflytjendum frá fjarlægum löndum, svo sem frá Asíu, tókst mörgum hverjum mjög vel að aðlagast íslensku samfélagi og nýtast því vel.
Nú kemur flóttamannastraumurinn almennt um lengri veg en oft áður og þá verður mikilvægi þess að vanda til móttöku þeirra enn víðtækara en fyrr.
Taka verði vel á móti flóttafólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þúsundir innflytjenda hér á Íslandi starfa í til dæmis fiskvinnslu, byggingariðnaði, gatnagerð, ræstingum, matvöruverslunum, á hótelum, gistiheimilum og dvalarheimilum.
Og nú vantar til dæmis fólk til að aka strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 1.9.2015 kl. 20:42
Innflytjendur hér á Íslandi voru 27.477 í ársbyrjun 2014 eða 8,4% mannfjöldans - Hagstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 1.9.2015 kl. 20:50
Það vantar líka hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.9.2015 kl. 21:00
Þorsteinn Briem, 1.9.2015 kl. 21:44
Í dag:
Píratar fengju 26 þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 15
Þorsteinn Briem, 1.9.2015 kl. 21:56
Í dag:
Meirihluti kjósenda undir þrítugu styður Pírata
Þorsteinn Briem, 1.9.2015 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.