5.9.2015 | 02:15
Síðasti hlýi heiðríkju sumardagurinn syðra?
Þeir sem búa á sunnanverðu landinu þurftu ekki að kvarta í dag. Það var heiðríkt yfir Suðurlandi þegar flogið var og teknar fyrstu myndirnar fyrir nýja röð af þáttunum Ferðastiklum.
Það var veður til að skapa.
Hekla og jöklarnir skörtuðu sínu fegursta og það var blíðviðri á jörðu niðri og allir litir sumarskærir og landslagið skarpt og fagurt.
Ennþá er mikið meiri snjór á ýmsum svæðum, sem liggja hátt, eins og á Heklu og Fimmvörðuhálsi.
En nú er svo að sjá að það séu samfelldir úrkomudagar framundan á sunnanverðu landinu, en fólk fyrir norðan og austan fær í staðinn uppbót á svalan fyrri part sumars.
Stórir fossar, sem renna af mestum krafti úr jöklunum á sumrin, voru í stuði í dag eins og sjá má.
Besta veðrið norðaustanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æði
Mér finnst rigningin góð.................
Tra, la, la..........
Samt er blessuð sólin betri.
Karl faðir minn sagði löngum, sem ég hef oft haft eftir.
Ekki til neitt sem heitir vont veður.
Bara misjafnlega gott.
Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 09:52
Ég mana þig Ómar að nota söng þinn um íslensku mjólkurkúna við undirleik mjaltavélarinnar í Skógsnesi, í ferðastikluþáttunum.
Virkilega flott. Mætti hugsanlega láta einhvern snjallan rappara fella þetta inn í sitt form t.d. rappa andúðina og áróðurinn gegn bændum og svo kemur þessi kliðmjúki lofsöngur til kýrinnar inn á milli.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 09:53
Hver er "andúðin og áróðurinn" gegn bændum?!
Þorsteinn Briem, 5.9.2015 kl. 15:03
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:
"Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum, 1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingarsjóða."
Þorsteinn Briem, 5.9.2015 kl. 15:14
Hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöruviðskiptum árið 2009, var 60% og hlutfall allra Evrópusambandsríkjanna er að sjálfsögðu hærra.
Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.
Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.
Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.
Ostar frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.
Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.
Tollar á öllum vörum frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum, 20% á sætabrauði og kexi, 15% á fatnaði og 7,5% á heimilistækjum.
Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.
Vextir myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.
Þorsteinn Briem, 5.9.2015 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.