Fyrsti forsetinn sem tekur þetta sérstaklega fram.

Allir fyrrverandi forsetar Íslands hafa staðið í þeim sporum að setja Alþingi í síðasta sinn "samkvæmt núverandi umboði" sínu. 

Sveinn Björnsson stóð í hliðstæðum sporum haustin 1947 og 1951, Ásgeir Ásgeirsson haustin 1955, 1959, 1963 og 1967, - Kristján Eldjárn haustin 1971, 1975 og 1979, - Vigdís Finnbogadóttir haustin 1983, 1987, 1991 og 1995.

Ólafur Ragnar Grímsson hefur staðið í sömu sporum og núna haustin 1999, 2003, 2007 og 2011 án þess að minnast sérstaklega á það í setningarræðu. 

Ásgeir, Kristján, Vigdís og Ólafur Ragnar greindu frá fyrirætlunum sínum varðandi forsetakjör í áramótaávörpum á nýjársdag kosningaársins. 

Í ávarpi sínu nú andmælir forsetinnn mjög sterklega fyrirætlunum um að láta kjósa um afmarkaðar stjórnarskrárbreytingar samhliða komandi forsetakosningum.

Stjórnarskrárbreytingar hafa verið sérstakt aðal stefnumál Pírata og spyrja má, hvort Píratar og fylgismenn þeirra telji forsetann hafa sett sig sérstaklega upp á móti stefnu þeirra. 

Andófsmenn gegn beinu lýðræðis hafa ævinlega borið því fyrir sig hve kosningar séu dýrar í andstöðu sinni gegn þjóðaratkvæðagreiðslum. Slík andmæli eru hlaðin þröngsýni, því að lýðræðið er einfaldlaga dýrt eins og fleiri nauðsynleg fyrirbæri og er hægt að taka undir ummæli forsetans í því efni út af fyrir sig. 

En eins og mál standa nú, stendur ekki til að kjósa næsta sumar um neinar breytingar á stöðu forsetans, og er því skrýtið af hverju hann ber upp þessa skoðun sína nú. 

Og þá er að skoða, hvaða atburðarás ræða forsetans getur hrint af stað. Þar vakna spurningar. 

Mun ræðan stuðla að því að ekkert verði úr atkvæðagreiðslu um afmarkaðar breytingar á stjórnarskránni?  Mun hún verða til þess að efla Pírata eða ekki?  Mun hún hvetja til svipaðrar hreyfingar og spratt fram í ársbyrjun 2012 þegar skorað var á forsetann að bjóða sig fram til að draga úr óvissu í landsmálum? 

 


mbl.is Varar við breytingum á stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 8.9.2015 kl. 13:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 8.9.2015 kl. 13:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

    • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

    • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

    Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

    Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

    Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

    Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

    Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

    Þorsteinn Briem, 12.9.2015 kl. 20:51

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband