Enginn samsinnti forsetanum, flestir þögðu en Birgitta andmælti.

Enginn ræðumaður í umræðum á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra samsinnti þvi´sem kom fram í ræðu forseta Íslands í dag. Þeir þingmenn, sem minntust á stjórnarskrármálið, töluðu um að stefnt væri að frumvarpi um það sem lagt yrði fyrir þjóðina samhliða forsetakosningum næsta sumar.

Flestir minntust ekki á málið, en það fór eins og talið var líklegt í bloggpistli hér á síðunni fyrr í dag að Píratar yrðu ekki hljóðir um málið, - Birgitta Jónsdóttir andmælti forsetanum ákveðið.

Þess má geta, að stjórnarskrármálið hefur verið í sérstakri vinnslu í fimm ár samfleytt allt frá því sérstök sérfræðinganefnd vann að málinu í marga mánuði og skilaði 800 blaðsíðna skýrslu með ýmsum valmöguleikum til stjórnlagaráðs í apríl 2011.

Ráðið skilaði síðan af sér frumvarpi að stjórnarskrá í júlílok 2011 og Alþingi hafði það til meðferðar í næstum tvö ár eftir það.

Sérstök stjórnarskrárnefnd hefur unnið að málinu í átt á annað ár og aðeins einbeitt sér að litlum hluta hennar, - og alls ekki að ákvæðum um Alþingi, ríkisstjórn eða forseta Íslands.

Þess má geta að það var Framsóknarflokkurinn sem gerði stjórnarskrármálið ekki aðeins að aðal kosningamáli sínu 2009, heldur gerði framgang þess að skilyrði fyrir að verja minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vantrausti.

Og þingmenn Sjálfstæðisflokksins áttu hugmyndina að Þjóðfundi um málið. 

Þar að auki er það algengur misskilningur að í frumvarpi stjórnlagaráðs sé afnuminn málskotsréttur forsetans. Þvert á móti er hann staðfesur þar og sett inn í nauðsynleg ákvæði um framkvæmd hans, sem vantað hefur til þess að koma í veg fyrir ágreining um túlkun á greininni eins og var uppi allt frá 1996 til 2004.

Erlendis eru dæmi um að kosið sé um einstök málefni samhliða fulltrúakosningum, jafnvel fjölmörg málefni í einu eins og í Bandaríkjunum og Sviss. Stærsti kostur þess er meiri þátttaka en ella og ætti slíkt að auka lýðræðið frekar en að veikja það.  


mbl.is Gagnrýndi Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar, málskotsrétt forsetans ætluðuð þið Þorvaldur Gylfason & Co.afnema með tillögum hins ólöglega "stjórnlagaráðs", en Pétur Gunnlaugsson setti sig eindregið gegn því og kom í veg fyrir það.

Eftir megintillögum þjóðfundarins 6. nóvember 2010 þóttuzt þið i "ráðinu" vinna, en gerðuð það ekki í reynd, þar sem þið óvirtuð freklega hina margítrekuðu áherzlu þjóðfundarins á mikilvægi fullveldisréttinda lýðveldisins.

Jón Valur Jensson, 9.9.2015 kl. 03:06

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 9.9.2015 kl. 03:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 9.9.2015 kl. 03:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Punktur.

Þorsteinn Briem, 9.9.2015 kl. 03:18

7 identicon

Sæll Ómar.

Það er auðvitað hræðilegt til þess að hugsa að það
lið sem haft hefur af þessu tekjur skuli svipt þeim
bara rétt sisona.

Eins og hefði verið indælt að geta soðið saman einhverja
endemis vitleysu yfir Eldað með Ebbu í sjónvarpinu!

Svo bregðast krosstré sem önnur tré en þá mætti hugsa sér
lagasmíð um kafbáta í kafi innan 4 mílna markanna og
hvenær þeir teljist flugkafbátar þess í stað.

Gulltryggð milljón á mánuði fyrir svoleiðis verk í tvö ár
til að byrja með og önnur tvö að þeim loknum.

Húsari. (IP-tala skráð) 9.9.2015 kl. 04:05

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki hægt að ryðja frá gildandi stjórnarskrá með því að efna til skoðanakönnunar um "nýja", enda er lýðveldisstjórnarskráin enn í fullu gildi, eins og allir vita.

48,9% þjóðarinnar fóru að kjósa um plaggið stórgallaða frá hinu ólögmæta "stjórnlagaráði". Meirihlutinn sat heima, enda margir freklega móðgaðir yfir hinni gerræðislegu málsmeðferð Jóhönnu, Steingríms og Illuga Jökulssonar sem virtu að vettugi lögboðinn úrskurð Hæstaréttar Íslands í málinu, þ.e.a.s. þann úrskurð, að endurtaka bæri kosningu til stjórnlagaþings. En það var Jóhönnustjórninni um megn að gera og þóttist t.d. of blönk til þess! Samt tvöfaldaði hún (með sérívilnun) setutíma "ráðsmannanna" miðað við það sem stjórnlagaþingsmenn höfðu átt að sitja.

Það var líka ekkert hlutverk stjórnlagaþings að koma með "nýja stjórnarskrá", heldur einungis að bæta stjórnarskrána í vissum atriðum, 2-3 í meginatriðum. En það þoldi metnaður Þorvaldar vitaskuld ekki, þegar hann fór að athafna sig í "æðstaráðinu", auk þess sem hann varð að koma með sniðuga fléttu fyrir Evrópusambands-innlimunarstefnuna og gerði það; og síðan meinaði Valgerður Bjarnadóttir og hennar þingnefnd landsmönnum að fá að taka afstöðu einmitt til þess fullveldisframsalsmáls þeirra í ráðinu!

Sjá einnig hér:

Var athæfi stjórnarliða við skipan stjórnlagaráðs verjanlegt?

Umsögn um stjórnarskrárfrumvarp

Valgerður viðurkennir gloríur og brotavilja stjórnlagaráðs í þágu ESB (og viðurkenndi m.a. að stjórnlagaráð væri bara ríkisskipuð nefnd).

PS. Helztu svörtupétrarnir í málinu eru hér svart- og feitletraðir!

Jón Valur Jensson, 9.9.2015 kl. 04:06

9 identicon

Þetta er einfalt, ESB var eina mál Samfylkingar.
Stjórnarskráin okkar góða stóð í vegi fyrir að flokkurinn gæti svikið landið inn, þess vegna þurfti að eyðileggja hana.

ESB virðist enn vera eina mál Samfylkingar, en munurinn er sá í dag, að Samfylking er örflokkur, af því að þjóðin fattaði plottið.
Samfylkingin ætlar ekki að sætta sig við að þjóðin ráði, þess vegna eru menn þar á bæ byrjaðir að tala um nýja "sameiningu" vinstrimanna í nýjan flokk, með öðrum orðum, eru að skipuleggja nýtt kennitöluflakk.

Samfylkingarfólk heldur áfram að leita leiða til að sniðganga vilja þjóðarinnar.
Þess vegna er hann örflokkur, og þess vegna verður hann áfram örflokkur, hvað sem kennitölum líður.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.9.2015 kl. 07:51

10 identicon

Ég nennti nú ekki að horfa á þetta í gærkvöldi en eins og þetta blasir við mér þá hefur forsetinn vísað umdeildum málum í þjóðaratkvæði en þessir svokölluðu lýðræðisumbótaflokkar þrjóskast við, t.d. í flugvallarmálinu og í málefnum Úkraínu/Rússlands.  Það er ekki alltaf að marka það sem fólk segir.  Verkin tala.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.9.2015 kl. 07:57

11 identicon

Nú íhuga Angela Merkel og Stefan Löfven að beita ríki refsiaðgerðum ef þau taki ekki við flóttafólki í "eðlilegu" hlutfalli við fólksfjölda og efnahagsástand.  Þarna er ekki verið að tala um þjóðaratkvæði um grundvallarspurningar, s.s. stríðsrekstur og heimsvaldastefnu heldur refsiaðgerðir.  Þarna höfum við lýðræðisást ESB í hnotskurn.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.9.2015 kl. 08:34

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það vill svo vel til, Jón Valur, að fyrir liggur afstaða mín til forsetaembættisins í störfum stjórnlagaráðs í upptökum af umræðum á fundum ráðsins um það mál og fullyrðingar um eitthvað annað bera vott um vænisýki. 

Stjórnlagaráð var skipað fólki með stjórnmálaskoðanir í öllum regnbogans litum, allt frá vinstri til hægri. 

Miklar rökræður og skjalfestar fóru fram um mismunandi skipan og hlutverk forsetaembættisins í stjórnskipuninni.  

Allan tímann var tekið við ábendingum og tillögum utan frá sem innan ráðsins, allt frá því að leggja forsetaembættið niður til þess að koma á svipaðri skipan og er í Bandaríkjunum og Frakklandi. 

Að spinna upp einhvern einbeittan vilja til að hafa texta stjórnlagaráðs allt öðru vísi en hann stendur svart á hvítu er aðferð rökþrota manna. 

Að ásaka mig fyrir allt annað en stendur í textanum varðandi málskotsrétt forsetans er þar að auki lúalegt, því að ég hef alla mína hunds- og kattartíð verið eindreginn fylgjandi 26. grein núverandi stjórnarskrár og þeirri skoðun Ólafs Ragnars í kosningunum 1996 að hann væri ekki fallinn úr gildi þótt honum hefði ekki verið beitt. 

Það voru stjórnvitringar á borð við Bjarna Benediktsson sem skópu þessa grein í upphafi. 

Ásökun þín er þar að auki út í hött því að fyrir liggur í gögnum um  störf og umræður í stjórnlagaráði að ég taldi allann tímann og hélt þeirr skoðun fram, að það samrýmdist vel viðleitni til dreifingar á völdum og ábyrgð og skynsamlegra valdmarka, að forsetinn hefði pólitísku hlutverki að gegna þegar mikið lægi við, til dæmis með því að hafa málskotsrétt. 

Við sessunautarnir, Pétur Gunnlaugsson og ég, voru sammála um marga hluti, meðal annars þennan og samstarf okkar og fleiri góðra og öflugra málafylgjumanna var með ágætum. 

Söguskýring þín um að Pétur hafi einn og óstuddur barið málskotsrétt forsetans í gegn, gegn "ætlan okkar Þorsteins Gylfasonar og kó" er fráleit, röng og ósanngjörn, þrungin vænisýki og sýnir rökþrot, þegar reynt er að spinna upp eitthvað allt annað en stendur skýrum stöfum í tillögu stjórnlagaráðs.

Er til of mikils mælst að við ræðum um frumvarp ráðsins eins og það er?   

Ómar Ragnarsson, 9.9.2015 kl. 10:38

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að sjálfsögðu samsinntu fáir þingmenn ræðu forsetans, enda mátti skilja hana sem ávítur á þingmenn, og ekki að ósekju. Það er ljóst að hann skilur þjóðin betur en nokkur þingmaður, skoðanakannanir staðfesta skilningsleysi þeirra. Stæðsti flokkurinn á Alþingi er flokkur óákveðinna og þeirra sem ekki vilja svara.

En það eru fleiri ástæður þess að þingmenn voru ekki að tjá sig um ræðu forsetans. Þetta var setningarræða Alþingis, sem forsetinn flutti vegna þingskapa. Hans áhrif þar innandyra eru síðan engin fyrr en kemur að undirritun laga og stjórnvaldsákvarðana. Efnislega var því engin ástæða fyrir þingmenn að minnast á þessa ræðu, þó vonandi þeir hafi hlustað.

Því kom ræða Birgittu eins og skrattinn úr sauðaleggnum, eins og hún teldi forsetann hafa eitthvað lögsetningar- eða atkvæðavald á Alþingi. Ekki í fyrsta sinn sem hún misskilur eðli Alþingis og hvað þar fer fram, þó þetta sé hennar annað kjörtímabil.

Vilji Alþingi að kosið verði um breytingu á stjórnarskrá samhliða forsetakosningum, þá samþykkir það slíka kosningu. Forsetinn hefur þá það eitt vald að vísa þeirri ákvörðun til kjósenda og varla dettur nokkrum manni í hug að hann muni gera slíkt. Nema auðvitað að sterk undirskriftasöfnun um slíkt yrði færð honum.

Hins vegar er vonandi að með ræðu sinni hafi forsetanum tekist að fá einhverja þingmenn til umhugsunar. Að honum hafi tekist að fá þingmenn til að spá örlítið í hvort þetta sé rétt aðferð. Sjálfur hef ég ekki skoðun á því hvort heppilegt sé að kjósa um þessi tvö mál í einni kosningu, þó ég viti vel hvernig ég mun kjósa varðandi breytingu á stjórnarskránni. Ég hef einfaldlega ekki pælt í þessu fyrr en nú, eftir ræðu forsetans.

Rök Birgittu, um að með þessu sé einfaldlega verið að fá fleira fólk á kjörstað, standast hins vegar enganveginn. Með því er hún að halda því fram að áhugi fólks á því hvernig stjórnarskráin þróast sé lítill. Sé svo má ætla að sú stjórnarskrá sem í gildi er sé fólki þóknanleg, eins og reyndar flestar þær kosningar sem voru kringum stjórnlagaráðið (þingið) sönnuðu, bæði við upphaf þess og ekki síður um afraksturinn.

Birgitta er því að segja að til að fá fólk til að kjósa um breytingu stjórnarskrár, verði að rétta því einhvern súkkulaðibita, í þessu tilfelli kosningu um forseta landsins.

Gunnar Heiðarsson, 9.9.2015 kl. 11:22

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér að ofan er öllu snúið við um ákvæðið um valdaafsal vegna alþjóðasamvinnu.

Ef ákvæðið í frumvarpi stjórnlagaráðs um þetta hefði verið í gildi 1993 hefði orðið að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu þá um það mál. En það var ekki gert vegna þeirrar eyðu um slík mál sem var og er enn í stjórnarskrá okkar. 

Ómar Ragnarsson, 9.9.2015 kl. 13:23

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gleymdu því ekki, Ómar, að í 67. gr. ykkar í "óráðinu" bunduð þið svo um hnútana, að fólk fengi aldrei að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um uppsögn þjóðréttarskuldbindinga, t.d. hvorki á EES-samningnum, Schengen-samningnum né jafnvel á samningi um innlimum Íslands í Evrópusambandið! Þú hefur hér óverjandi málstað að verja!

Og ólíkt þér þakka ég enn eina góða ádrepuna frá þeim hyggna manni Gunnari Heiðarssyni.

Svo ferðu hér í fyrra svari þinu í felur um það, sem uppi var í stjórnlaga-óráðinu: þar var Þorvaldur Gylfason sannarlega með hugmynd sína að fella niður málskotsrétt forsetans, og þrátt fyrir þöggunarviðleitni þína hér var sannarlega tekizt þar á um það mál.

Ég er ekkert að halda því fram, að þú hafir viljað standa með Þorvaldi, þótt stefnt hafi í, að hann fengi að ráða í þessu eins og í allt of mörgu; en hitt er staðreynd, að Pétur Gunnlaugsson setti sig þvert gegn tillögu þarna um að fella niður málskotsrétt forsetans og hafði sitt fram (hefði ella ekki tekið þátt í að samþykkja heildartillögur ykkar). Þetta hafði Pétur sagt mér sjálfur, og þetta staðfesti t.d. kona Péturs, Arnþrúður Karlsdóttir, í samtali við mig í beinni útsendingu á 12. tímanum í dag á Útvarpi Sögu.

Jón Valur Jensson, 9.9.2015 kl. 13:43

16 identicon

Sæll Ómar.

Verð alltaf jafn undrandi að sjá
umræður um stjórnlagaþing sem einhvern veruleika
þegar blasir við að allt var það yfirskin stjórnvalda
til að tryggja sér fylgispekt og velvilja,
eins konar haltu-kjafti-brjóstsykur til
þess að tryggja stjórnvöldum vinnufrið.

Auðvitað vilja menn halda slíkum fríðindum
og því berjast þeir um á hæl og hnakka og
allt frjálslyndi og gegnsæi farið fjandans til
því tékkinn er í uppnámi eftir ræðu forseta lýðveldisins
við þingsetningu; svo er að sjá sem þessu leikhúsi fáránleikans
hafi nú endanlega verið lokað.

Húsari. (IP-tala skráð) 9.9.2015 kl. 16:23

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Meginatriði málsins er þetta:  Í stjórnarskrárfrumvarpinu var tryggt að allri lagasetningu á Alþingi væri hægt að víkja í þjóðaratkvæðagreiðslu, en það er meira en flestar stjórnarskrár í nágrannalöndum okkar leyfa.

Þú heldur þig hins vegar við fráleitan spuna um skoðanir og störf stjórnlagaráðsfulltrúa og þykist vita betur um það en við sjálf.

En það er víst borin von að hægt sé að fá þig til að halda þig við það sem stendur í plagginu sjálfu.  

Ómar Ragnarsson, 9.9.2015 kl. 17:12

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ja, ef forsetinn ætlar í fæting við pírata, - það verður eitthvað.

Forseti virtist segja þarna á ÓRG máli:  Don´t touch my stjórnarskrá.

Virtist vera að segja það efnislega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.9.2015 kl. 17:18

19 identicon

Það var greinilegt hvert Forsetinn var að fara í ræðu sinni og það fór greinilega í taugarnar á Birgittu.

Fólk má alls ekki miskilja og halda að Birgitta sé heimsk.

Henni langar hreinlega að sameinast sænska systur flokki sínum á evrópuþingi.

Það var ekki klókt hjá Birgittu að ofmeta vinsældar stöðu sína og snúa út úr orðum Forseta.

Fólk er í meira mæli loksins og sem betur fer, farið að sjá aðal áðstæðu fyrir stofnun stjórnlagaráðs.

Að Forseti þurfi að minna þingheim undir rós, á sögu og hlutverk alþingis ásamt öðrum átölum er stórfrétt sem má ekki hafa hátt um.

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 9.9.2015 kl. 19:05

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svona léttilega kemstu ekki upp með það að skjóta þér undan andsvari mínu, Ómar, þ.e.a.s. þegar þú lætur sem þú byggir þitt á þeim trausta grunni að halda þig við "það sem stendur í plagginu sjálfu." --Það, sem þar stendur, afsannar nefnilega ekkert um það, að áður en að þeirri endanlegu samþykkt ykkar kom, þá hafði verið uppi ágreiningur meðal "ráðsmanna" um ýmislegt, m.a. það sem Pétur Gunnlaugsson upplýsti um og ég hef sagt hér frá.

Svo er ágætt að benda hér á athyglisverð orð Sigurðar Líndal lagaprófessors um afurðina ykkar, eftir að kosið hafði verið um hana (og 48,9% atkvæðisbærra mætt á kjörstað):

"Um hvað snerist þá þessi atkvæðagreiðsla? Um ófullburða plagg sem fullyrða má að landsmenn höfðu afar óljósa hugmynd um, hvað fæli í sér. Tæpitungulaust snerist atkvæðagreiðslan því ekki um neitt. Hér er unnið í anda sýndarlýðræðis sem er vísastur vegur til að rækta jarðveg fyrir pólitíska spillingu, þannig að hún verði stunduð í skjóli teygjanlegs lýðræðilegs umboðs sem túlka megi á hvaða veg sem er og réttlæta hvað sem er." (Sig. Líndal, Merkingarlaus þjóðaratkvæðagreiðsla, Fréttablaðið 22. okt. 2012.)

 

Jón Valur Jensson, 9.9.2015 kl. 19:54

21 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Mikið eru þetta hallærislegar athugasemdir hjá þér JVJ. Í stað þess að ræða það sem stendur á blaði, þá ertu að andskotast út í það, hvernig það kom til, það sem á blaðinu stendur. Ég sé ekki betur, en þú sért að væna ÓR hreinlega um lygi, sem þú reyndar gerir iðulega, þegar þú annað hvort ert að verja lélegan málstað, eða andmæla staðfestum málum, eins og í þessu tilviki ofl.Lestu nú aftur og aftur ath.semd #5, og þú ættir að spyrja þig, er ég lýðræðissinni, eða sérhagsmuna seggur? 49% þátttaka var raunverulega mjög góð, miðað við andstöðuna, sem andstæðingar höfðu uppi, andstæðingar eins og þú ofl. leyfi mér að segja, andstæðingar lýðræðis. 

Jónas Ómar Snorrason, 10.9.2015 kl. 06:52

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hafðu bara hátt, Jónas, það er þitt val og breytir engu um það, að ég var með góð rök fyrir máli mínu og hef úr mörgum öðrum að spila, eins og menn sjá líka af tenglum mínum. Og ég er vanur ósanngjörnum hnýfilyrðum þínum í minn garð, býst ekki við öðru frá þér og get ekki tekið mark á þér.

Innlegg þitt gerir heldur ekkert fyrir Ómar Ragnarsson til að bæta fyrir áberandi svarleysi hans; maðurinn er mát.

Og vegna órökstudds blaðurs þíns um "lélegan málstað" minni ég á, að ekki var málstaður Jóhönnu, flokksformanns Ómars, góður: 

A.m.k. fimm stjórnarskrárbrot Jóhönnu Sigurðardóttur & Co.

 

Jón Valur Jensson, 10.9.2015 kl. 18:46

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

    • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

    • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

    Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

    Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

    Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

    Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

    Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

    Þorsteinn Briem, 12.9.2015 kl. 20:58

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband