"You ain´t seen nothing yet" - aftur ?

Ofangreind setning íslensk ráðamanns sem hann mælti í hóp erlendra áhugamanna, varð fleyg í uppsveiflunni í aðdraganda Hrunsins.

Nú er verið að segja á ný það sama, - bara með öðrum orðum: "Íslenska hagkerfið virðist á tímamótum eftir fjögurra ára hóflegan vöxt."

Og í framhaldinu er því lýst, að tímamótin felist í því að hagvöxturinn verði ekki lengur hóflegur, heldur taki hressilega á sprett.

Sagt er að hagtölurnar núna líkist hagtölunum 2007, þegar auglýst var "traust efnahagsstjórn" - "áfram, ekkert stopp",en nú fari hagvöxturinn að aukast stórlega, - með öðrum orðum, "you ain´t seen nothing yet!"

Gefið er í skyn að í þetta sinn verði þessi komandi þensla góð en ekki vond, af því að hún muni ekki byggjast á lántökum eins og 2007.

Trúin á ofurþensluna, ofurhagvöxtinn, sem geti enst til eilífðar, efnahagslegt fyllerí án hættu á timburmönnum, virðist vera að eflast og styrkjast.

Enn er gullkálfurinn kominn inn á gólfið og það verður slegið upp balli með dansi í kringum hann í vímu, sem menn trúa að aldrei muni slá á né nokkur fráhvarfseinkenni eða timburmenn fylgja.     


mbl.is Uppsveiflan rétt að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú hafa verið gjaldeyrishöft hér á Íslandi í sjö ár.

Í fjórfrelsinu, sem á að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES), felast hins vegar frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.

Þar að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna í meðal annars félagsmálum og jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum.

Íslensk stjórnvöld verða því að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og auðið er.

Á meðan
hér eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn hins vegar að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.

Falli
hins vegar gengi krónunnar eftir að gjaldeyrishöftunum verður aflétt hækkar hér verð á innfluttum vörum, aðföngum og þjónustu, eins og margoft hefur gerst.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 11.9.2015 kl. 22:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér á Íslandi eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og margir Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að reyna að fá Íslendinga til að leggja fyrir og minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Þorsteinn Briem, 11.9.2015 kl. 22:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 11.9.2015 kl. 22:45

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 11.9.2015 kl. 22:46

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 11.9.2015 kl. 22:47

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 11.9.2015 kl. 22:47

8 identicon

"Trúin á ofurþensluna, ofurhagvöxtinn, sem geti enst til eilífðar, efnahagslegt fyllerí án hættu á timburmönnum, virðist vera að eflast og styrkjast."

Angi af þessari trú er að halda að hingað sé hægt að flytja þúsundir og aftur þúsundir af fólki og alltaf verði nóg fyrir það að gera.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.9.2015 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband