Auðveldara að reka starfsmenn.

Þegar Gunnar Thoroddsen var fjármálaráðherra í Viðreisnarstjórninni stóð hann fyrir því að sameina Áfengisverslun ríkisins og Tóbakseinkasölu ríkisins.

Hann tók hann upp þá nýjung að lýsa því yfir, en enda þótt þessi sameining væri gerð í hagræðingarskyni yrði engum sagt upp, heldur færi fækkun starfsfólksins þannig fram, að þegar einhver hætti störfum að eigin ósk eða sakir aldurs, yrði ekki ráðið í staðinn fyrir hann, heldur störfum hagrætt innan hinnar nýju stofnunar. 

Þannig yrði hægt að fækka störfum og hagræða í rekstrinum án þess að grípa til harkalegra aðgerða. 

Þetta gekk vel, hægt að fækka og spara og hagræða jafnt og þétt án vandræða. 

Gunnar og fleiri forystumenn Sjálfstæðisflokksins voru löngum taldir fulltrúar mannúðlegra sjónarmiða í stefnu Sjálfstæðisflokksins. 

Þannig var borgarstjórnarmeirihluti Sjalla í Reykjavík í fararbroddi varðandi félagslega þjónustu sveitarfélaga. 

Fyrir bragðið var Sjálfstæðisflokkurinn með meirihluta í borginni nær alla síðustu öld og naut að meðaltali fylgis um og yfir 40% á landsvísu. 

En nú virðist öldin önnur, og á það jafnvel líka við um aöra flokka en Sjálfstæðisflokkinn. 

Starfsmenn margra fyrirtækja á vegum ríksins hafa fengið að finna fyrir því eins og ítrekaðar og harkalegar uppsagnir á RUV síðustu ár bera vitni um. 

En samt virðist ekki nóg að gert, því að auðvelt er að lesa á milli línanna hver ætlunin er með nýrri lagasetningu sem "auðveldar hagræðingu". 

Hún verður mest með því að hægt verði að reka fólk sem hraðast og auðveldast ef horft er til baka yfir það sem hefur verið gerast síðustu ár, en þykir ekki nærri nærri nóg. 

Margir undrast að Sjálfstæðisflokkurinn skuli eiga fullt í fangi með að vera að rembast við að komast yfir helming þess fylgis sem hann hafði áður. 

Og aðrir flokkar að Pírötum undanskyldum, eiga ekki sjö dagana sæla. 

Já, hverjar skyldu ástæðurnar vera? 


mbl.is Auðveldar uppsagnir hjá ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi göfugu mannúðarsjónarmið stjórnmálaflokkanna virka nú bara eins og einokunarspilling á þá sem horfa á þetta utan frá.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.9.2015 kl. 09:36

2 identicon

Vigga gæti kannski prófað heimaleikfimi í stað rettulyftinga. Mæli með morgunleikfiminni á RÚV í ábót fyrir Gulla, ef hann er beinstífur....surprised

Dr. Saxi (IP-tala skráð) 12.9.2015 kl. 09:47

3 identicon

Húsráð til að liðka fyrir starfslokum....

Dr. Saxi (IP-tala skráð) 12.9.2015 kl. 09:51

4 identicon

Þjóðráð fyrir þingmenn, Dr. Saxi ;)Ómar, mæl þú manna heilastur. Það þarf ekki að leita til RÚV að svívirðlegri aðför að starfmönnum með aldarfjórðungs starfsreynslu. Allt í nafni hagræðingar. Séttarfélögin hreyfðu hvorki legg né lið. Veit um stofnun þar sem starfsmönnum hefur fjölgað um 20% eftir slíka hagræðingu "sérmenntaðs" stjórnvitrings! Síðan hljóp vitringurinn sjálfviljugur brott úr rústunum.Þetta hafði niðurrifsáhrif á marga tugi fjölskyldumeðlima í heildina. Fjámálaráðuneytið virðist sofandi eða leikur með. Niðurstaðan var sem sagt stóraukin útgjöld skattborgara! Gott væri að fá fleiri dæmi. Það er hlutverk Ríkisendurskoðunar að framkvæma úttekt á "hagræðingunni", skv. lögum...

Öreigur (IP-tala skráð) 12.9.2015 kl. 10:08

5 identicon

Fín athugasemd hjá Kristni hérna.  Þetta snýst um jafnræði vs. sérréttindi.  Hófsama kröfu um sömu mannréttindi kalla sumir svívirðilega aðför :) 

http://krisjons.blog.is/blog/krisjons/entry/1993342/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.9.2015 kl. 10:20

6 identicon

Það er einmitt dæmi sé ég þekki. Einelti í nafni hagræðingar - hjá opinberri stofnun!Þið vitið greinilega ekki af hverju ríkisstarfsmenn njóta sérstakra réttinda. Þeir hafa samið um lægri laun út á þessi meintu réttindi. Sem reynast svik þegar á hólminn er komið. Borgið þá ríksstarfsmönnum sömu laun ef villt stuttbuxnahagfræði á að ráða. Það var svo góð reynsla af henni 2008 (DJÓK)! Held ég hlusti frekar á Kris Kristofferson en guðfræðing í musteri Mammons, hann viðurkennir þó breyskleika sinn...innocent

Skattborgari (IP-tala skráð) 12.9.2015 kl. 10:35

7 identicon

Sumir vilja greinilega réttlæta hærri skatta og ríkisútgjöld og stjórnendur ríkisstofnana sem einkavinavæða allt hvað af tekur án afskipta ríkisendurskoðunar. Bara ef það nefnist "hagræðing". En það er sem betur fer önnur ella...money-mouth

Skattmann (IP-tala skráð) 12.9.2015 kl. 10:55

8 identicon

Þeir ríkisstarfsmenn sem ég hef kynnst í gegnum tíðina hafa stimplað sig inn og farið síðan út aftur til að gera það sem þá lysti.  Alltaf á fullum launum.  Það spurði nefnilega enginn um afköstin :)

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.9.2015 kl. 12:27

9 identicon

Skattmann er greinilega hræddur um starfið. Líklega af gildri ástæðu.
Sennilega er hægt að láta hann fara, án þess að einkavæða eitt eða neitt.

Ríkisútvarpið er dæmi um stofnun þar sem hægt er að reka mann og annan, án þess að einkavæða. Full ástæða til að láta reyna á það.
Margir Sjálfstæðismenn myndu rata heim á básinn, ef flokkurinn tæki upp raunverulega báknið burt stefnu.

Vandi Sjálfstæðisflokksins er svo sannarlega ekki sá, að hann hafi verið duglegur við að minnka báknið, þvert á móti, flokkurinn hefur smám saman verið að breytast í litlausan krataflokk, kerfisflokk sem kaupir sér frið með því að hækka skatta, og fjölga ríkisstarfsmönnum.

Hilmar (IP-tala skráð) 12.9.2015 kl. 13:43

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir "hægrimenn":

Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.

Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.

Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.

Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.

Þorsteinn Briem, 12.9.2015 kl. 15:53

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.11.2011:

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

Blái liturinn
táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"


Þorsteinn Briem, 12.9.2015 kl. 15:54

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."

Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í hnotskurn.

Þorsteinn Briem, 12.9.2015 kl. 15:57

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn telur það væntanlega hægrisinnað að hækka matarskattinn.

Þorsteinn Briem, 12.9.2015 kl. 15:58

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja að tollar á íslenskum sjávarafurðum verði nú felldir niður í Evrópusambandsríkjunum fyrir íslenska útgerðarmenn.

En vilja að sjálfsögðu ekki að tollar á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandsríkjunum verði felldir niður fyrir íslenska neytendur.

Þorsteinn Briem, 12.9.2015 kl. 16:04

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 12.9.2015 kl. 16:06

17 identicon

Það ætti að byrja á því að reka umsvifalaust alla þá opinbera starfsmenn sem a) hafa fengið pólítíska ráðningu sl. 30 árin (t.d. uppgjafaþingmenn) eða sem b) hafa fengið starf á óeðlilegan hátt vegna kunningsskapar eins og sumir sem nú eru í yfirmannastöðum hjá ríkisstofnunum. Því næst að reka þá sem c) hafa sýnt dugleysi sem yfirmenn. Fyrir marga á tvennt af þessu þrennu við samtímis. Fyrir suma gildi bæðir a, b og c.

Ef þetta rusl yrði rekið fyrst, þá myndu sparast fleiri þúsund stöðugildi. En hvorki ríkisstjórnin, stjórnarandstaðan né embættismannaklíkan vill að sjálfsögðu taka á þessari spillingu í stjórnsýslunni. Því að þau hagnast persónulega á þessu.

Pétur D. (IP-tala skráð) 12.9.2015 kl. 16:38

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn mánudag:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, verður formaður flokksins þegar þing hefst á ný á morgun.

Helgi Hrafn tekur við af Birgittu Jónsdóttur, sem tekur við af honum sem þingflokksformaður.

Í tilkynningu frá Pírötum kemur fram að formennskan sé eingöngu formlegs eðlis "vegna þinglegra prótókolla" og hafi ekki í för með sér sérstök valdsvið eða ábyrgð.

"Þess vegna hefur formaður flokksins ávallt hafnað sérstöku launaálagi frá Alþingi fyrir formennskuna og Helgi Hrafn mun einnig hafna álaginu nú," segir í tilkynningunni.

Formenn fá greitt 50% álag á þingfararkaup sem er 651.446 krónur á mánuði.

Álagið er því 325.723 krónur á mánuði eða 3.908.676 krónur á ári.

Píratar spara því ríkinu rúmlega 15 milljónir króna á kjörtímabilinu."

Þorsteinn Briem, 12.9.2015 kl. 20:03

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

    • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

    • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

    Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

    Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

    Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

    Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

    Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

    Þorsteinn Briem, 12.9.2015 kl. 20:55

    23 identicon

    Hilmar og Elín vilja sem sagt hækka laun ríkisstarfsmanna gegn sömu réttindum (eða réttindaleysi) og á almennnum markaði. Friedman-istar finnast enn - ætti eiginlega að skyndifriða þá!money-mouth

    Milton (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 15:20

    24 identicon

    Hilmar og Elín vilja sem sagt hækka laun ríkisstarfsmanna gegn sömu réttindum (eða réttindaleysi) og á almennnum markaði. Friedman-istar finnast enn - ætti eiginlega að skyndifriða þá! Steini minn, minni á að hver þjóðaratkvæðagreiðsla kostar varlega áætlað 3O0 kúlur... Taktu upp veskið!

    money-mouth

    Milton (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 15:22

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband