"Nú myndi ég hlæja, væri ég ekki dauður"?

Myndi Einar Benediktsson hafa getað sagt þessi orð ef hann hefði verið innan um erlendu ferðamennina í Mýrdalnum í gærkvöldi og horft á þá bergnumda yfir þeim gersemum, sem þeir höfðu borgað fyrir að gæti orðið meðal þess sem þeir sæu í Íslandsferðinni?

Öld eftir að helgið hafði verið að sögunni af því þegar Einar fékk hugmyndina að því selja norðurljósin er hún í fullu gildi.

Ef ég hefði haft tíma, hefði ég breytt um viðfangsefni í gærkvöldi og reynt að fanga dýrðina á mynd.

Myndi Kjarval líka geta sagt það sama um hvalaskoðunarferðirnar, - en 1948 stakk hann upp á þeim við mikinn aðhlátur allra?

Eða Hannes Hafstein um rafknúða hvalaskoðunarbátinn, meira en öld eftir að hann orti um það að hann sæi í anda skip og bila knúða íslensku vatnsafli?    


mbl.is Norðurljósadans yfir Akrafjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frú Valgerður Benediktsson [eiginkona Einars Benediktssonar] segir:

"Margar fáránlegar sögur gengu um Einar [Benediktsson] á þessum árum. Gengu þær flestar í þá átt að sýna, hve slyngur kaupsýslumaður hann væri og laginn að vefja útlendingum um fingur sér í fjármálum.

Sú saga var mjög útbreidd meðal almennings, að hann hefði selt útlendum auðmönnum bæði norðurljósin og jarðskjálftana á Íslandi og fengið stórfé fyrir.
""

Væringinn mikli - Ævi og örlög Einars Benediktssonar, útg. 1990, bls. 319.

Þorsteinn Briem, 12.9.2015 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband