Fordæmalaust ástand á okkar tímum.

Áratugum saman hefur heimsbyggðin yppt öxlum vegna flóttamannaástandsins í Miðausturlöndum og látið sig litlu skipta stöðuga fjölgun flóttafólksins í þeirri trú að vandamálið væri í raun staðbundið, bundið við þær fátæku þjóðir sem byggja alla ströndina frá Marokkó í vestri til Líbanons, Sýrlands og Tyrklands í austri.

En stórfjölgun flóttafólksins á skömmum tíma vegna hreinnar neyðar gat ekki annað en sprengt af sér landamærafjötra, ekki hvað síst þegar landamærin hafa verið á hafi en ekki á landi.

Ef samanburður er gerður við suðurlandamæri Bandaríkjanna sést, að þar er annars vegar um að ræða landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og hins vegar Karabíahaf.

En munurinn á því hafi og Miðjarðarhafi er sá, að enda þótt þjóðirnar sem eru "south of the border" séu sárafátækar ríkir ekki það ferlega styrjaldarástand, ógn og hrein neyð og í Sýrlandi og fleiri löndum nyrst í Afríku og í Miðausturlöndum og að vestra eru ekki margar milljónir flóttamanna sem eru að sprengja af sér fjötra ógnar og skelfingar.

Þótt blaðran sé sprungin í Evrópu en blaðran vestra ekki ennþá, er engin trygging fyrir því að um aldur og ævi geti ekki komið upp svipað ástand á landamærum ríkustu þjóða heims og nú er skapast í Evrópu.

Síðar á þessari öld munu afleiðingar af hlýnun loftslags jarðar, sem veldur gróðureyðingu, skorti á vatni og sökkvandi flatlendi auk þess sem þverrandi auðlindir bætast við, munu skapast ástæður fyrir hernaðarátök á mörgum svæðum með tilheyrandi flótta tuga milljóna manna.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig mál munu skipast í Evrópu. Þegar er orðið greinilegt að menn voru sofandi á verðinum og héldu, að fátæk ríki í suðri gætu endalaust tekið við milljónum flóttafólks án þess að böndin, sem það var fjötrað í, rofnuðu.    


mbl.is Flóttafólk stöðvað á landamærunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon):

    • "Withdrawal from the Union: the Treaty of Lisbon explicitly recognises for the first time the possibility for a Member State to withdraw from the Union."

    "Does the Treaty of Lisbon create a European army?

    No.
    Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.

    However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.

    A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."

    "Does the Treaty of Lisbon create a European "Super-State"?

    No.
    The Treaty of Lisbon is an international treaty agreed and ratified by sovereign Member States that agree to share some of their sovereignty in supranational cooperation.

    The Treaty of Lisbon acknowledges that the Union reflects the will of the Member States and their citizens, and that its powers stem from these States."

    "Do national parliaments have a greater say in European affairs?

    Yes. National parliaments are for the first time fully recognised as part of the democratic fabric of the European Union. Special arrangements are made to help national parliaments to become more closely involved in the work of the Union."

    "Does the Treaty of Lisbon increase the number of decisions taken in "Brussels"?

    No.
    The Treaty creates a basis for a more decentralized and transparent approach to implementing EU policies to help ensure that decisions are taken as close as possible to the citizen."

    "The Treaty entered into force on 1 December 2009."

    Lissabon-sáttmálinn - Treaty of Lisbon

    Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 22:43

    2 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Langflest ríki í Evrópusambandinu eru einfaldlega í NATO og Ísland er þar meðlimur.

    Þar að auki eiga Svíþjóð og Finnland samvinnu við NATO.

    Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 22:50

    3 Smámynd: Þorsteinn Briem

    "The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe."

    Common Foreign and Security Policy of the European Union

    Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 22:51

    4 Smámynd: Þorsteinn Briem

    "Frontex helps border authorities from different EU countries work together."

    "The agency was set up in 2004 to reinforce and streamline cooperation between national border authorities.

    In pursuit of this goal, Frontex has several operational areas which are defined in the founding Frontex Regulation and a subsequent amendment."

    Frontex - Mission and Tasks

    "Landhelgisgæslan tekur þátt í Frontex-verkefninu í gegnum Schengen-samstarfið en tuttugu og fimm Evrópuríki eru fullir þátttakendur þess.

    Kjarni Schengen-samstarfsins felst í annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi."

    Fulltrúar Landhelgisgæslunnar í stjórnstöð Frontex

    Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 22:52

    5 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 00:43

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband