Gamalkunnugt herbragð.

Það er gamalkunnugt herbragð að þegar þing fjalla um nýja löggjöf um umbótamál, sem hrófla við sterkum afmörkuðum valdahagsmunum, bíði talsmenn þeirra eftir síðustu mánuðum, vikum eða dögum þingsins til þess að gera vel skipulagða atlögu að hinni nýju löggjöf til þess að fella hana.

Þegar ég kom til Kaliforníu í fyrsta sinn 1968 sást vart út úr augum fyrir bræluþoku (smog) sem varð til þess að maður hóstaði og súrnaði í augum.

Byrjað var að koma í ljós að þessu fylgdu heilsufarskvillar sem kostuðu milljarða bandaríkjadala. 

 

Ástæðan var "hinn ameríski lífsstíll" að bensín væri á gjafverði og allir ækju um á sem stærstum og mest mengandi bílum.

Á þessum árum gerðist Kaliforníuríki, sem eitt og sér er með eitt af stærstu hagkerfum jarðar, brautryðjandi í mengunaraðgerðum gegn hörðum viðbrögðum og andstöðu hinna afmörkuðu, en afar fjársterku valdahagsmuna.

Kaliforníuríki setti sér nýja löggjöf varðandi mengin frá útblæstri sem úrtölumenn hömuðust gegn með fullyrðingum um að hún myndi valda miklu meiri efnahagsþrengingum og minnkun hagvaxtar en sem næmi kostnaði vegna sjúkdóma af völdum hinnar fáránlegu loftmengunar.

En yfirvöld í Kaliforníu héldu sínu striki og hafa verið í forystu í umhverfismálum í Bandaríkjunum síðan. 

Og engar af hrakspánum hafa ræst. 

Nú hefur stórfyrirtækjum tekist að nýta sér úthugsað herbragð til að bregða fæti fyrir frumvarp á Kaliforníuþingi til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis með því að nýta sér fjárhagslegan mátt sinn til að efna til stórkostlegrar herferðar gegn því á síðustu dögum þingsins og setja málið með því í óviðráðanlega tímapressu. 

Máttur auglýsinga með gríðarlegu magni af "nýjum" upplýsingum um ófarnað, ef frumvarpið yrði samþykkt, dugði til að stöðva frumvarpið, sem tók samt á því óhjákvæmilega verkefni, að bregðast við því að jarðefnaeldsneyti mun þverra á þessari öld.

Hér heima var svipuð aðferð notuð gegn umbótum á stjórnarskrá. Málinu var seinkað æ ofan í æ, fyrst með Þjóðfundi, sem var hugmynd þingmanna Sjálfstæðismanna, en valdaöfl í flokknum snerust síðan gegn þegar niðurstöðurnar voru þeim ekki að skapi. 

Í hálft ár eftir afhendingu frumvarps stjórnlagaráðs voru lappirnar dregnar svo mjög í meðferð málsins, að ekkert gerðist í því í raun.

Ráðið bað um að fengin yrði umsögn Feneyjarnefndarinnar svonefndu en því var eindregið hafnað. 

 

Síðan var beðið færis og á síðustu mánuðum þingsins 2012-13 helltust síðan yfir mótbárur og og alls kyns tafir, og þá fyrst var fengið álit Feneyjarnefndarinnar.  

Í lokin var málið drepið á þinginu og sett í allt annað ferli en þjóðaratkvæðagreiðslan í október 2012 hafði kveðið á um. 

Nú hefur þetta nýja ferli staðið í tvö ár, og á lokastigi þess nú fyrir jól, kemur forsetinn fram af fullum þunga gegn nokkrum breytingum og forsætisráðherrann segir, að alls óvíst sé hvort málið komist í gegn. 

 

  


mbl.is Olíurisar stöðva loftslagsaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einnig gamalkunnugt herbragð að tengja saman tvö óskyld og ótengd mál til að reyna að gefa því máli sem er "rusl" eitthvað gildi.

Hábeinn (IP-tala skráð) 14.9.2015 kl. 08:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 13:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 13:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 13:34

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 13:36

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

      • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

        • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

        Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

        Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

        Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

        Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

        Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

        Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 13:39

        9 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

        Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

        Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

        Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 13:40

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband