Nær aldrei er minnst á hlut innflytjenda í atvinnulífinu.

Athyglisvert er að nær öll umræða um vandamálin, sem við er að glíma varðandi innflytjendur í norðanverðri Evrópu, snýst um það að þeir séu upp til hópa það, sem kallað er hyski á Íslensku, ómenntaðir, séu mun meiri baggi á velferðarkerfinu en norrænir innfæddir, - innflytjendurnir séu lágt launaðir, með hærra atvinnuleysi og meiri glæpatíðni, en hið norræna fólk, sem fyrir er í álfunni.

Það er líka athyglisvert að flest þessi atriði hafa áratugum saman verið notuð gegn blökkufólki í Ameríku og innflytjendum frá rómönsku Ameríku, og því bætt við að það sé illa hirt, skítugt og allt önnur og verri lykt sé af því en hvíta fólkinu.

Nær aldrei er minnst á það að ástæða þess hve lágt launað þetta fólk er er sú, að þegar það flytur inn í landið verður það að taka að sér störf sem hið eðalborna norræna fólk vill ekki vinna.

Þannig hafa innfluttir Tyrkir verið undirstaðan undir verksmiðjuframleiðslu og lágt launuðum þjónustustörfum í Þýskalandi og á ákveðnum landssvæðum og í ákveðnum störfum á Íslandi hefur það sama verið uppi á teningnum.

Ekki er heldur minnst á hlut vel menntaðra innflytjenda í menningu norrænu landanna, en mörg dæmi um slíkt má nefna hér á landi.

Það er svosem ekki nýtt fyrirbæri.  Á tónlistarsviðinu á Íslandi áttu erlendir innflytjendur stóran þátt í framförum á árunum 1930-1950, svo sem Viktor Urbancis, Fritz Weihappel, Róbert Abraham Ottóson, Jan Moravek, Carl Billich, Tage Möller, Franz Mixa, Jose M. Riba og Josef Felsmann, svo að einhverjir séu nefndir.     


mbl.is Vegabréf, takk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þetta rök hjá þér Ómar fyrir því að hér eigi að flytja inn flóttamenn í stórum stíl, að við fáum þar svo ódýrt vinnuafl?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 14.9.2015 kl. 11:49

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Ómar.

Hverjir af þerssum mætu mönnum voru múslimskir og einbeittir í að lifa samkvæmt reglum sem þeim er skylt af þeim sökum eins og kunnugt er. Sömuleiðis er reynslan að slíkir halda sín eigin lög óháð landslögum eins og þekkt er frá mörgum löndum Evrópu. Ekki er langt síðan fréttir bárust um að löggæslumenn þorðu ekki inn í hverfi slíkra til að skakka leik vegna sharialaga, heiðursmorða og annars.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2015 kl. 12:06

3 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar síðuhafi !

Í liðlega 1400 ár - hafa : Kristnir menn / Hindúar / Bhúddatrúarmenn, auk fjölda annarra átt í harðvítugum átökum og víðsjám, við Múhameðska rumpulýðinn og villimennzkuna - með:: ærið misjöfnum árangri, sem kunnugt er.

Íslendingar - gætu: sem einna fyrstir Vestrænna þjóða og þjóðarbrota, sýnt áhrifamikið og drengilegt fordæmi / með því að REKA af landi brott, ALLA þá, sem hafa bundizt tryggð og hollustu við Kóran bölvunina, og hér eru búsettir fyrir HEIM TIL SÍN, til Saúdí- Arabíu og nágrennis hennar.

Og - gengið þar með. í lið með Ungverjum / Slóvökum og fleirrum, sem af kostgæfni vilja verja Siðmenninguna: fortakslaust.

Ekki: einum einasta, af Múhameðskum meiði, ætti að bjóða hér landvist framar - þetta er lið: sem vinnur að Heimsyfirráðum Mekku kenningarinnar, og er svona ámóta hörmungar lýður, sem Kommúnistar og Nazistar fyrri tíðar, Ómar minn.

Alla aðra - víðs vegar úr veröldinni, ætti að bjóða velkomna aftur á móti, sem kærðu sig yfirleitt um, að búa í hrörnandi ísl. samfélaginu, sem þorri innlendra embættis- og stjórnmálamanna eru reyndar, að grafa undan - innan frá, þessi misserin.

Hindúar / Bhúddatrúarmenn: auk margra annarra, gætu komið okkur til hjálpar og góðs liðs, með því að merja niður innlendu skemmdarverka öflin, þegar fram í sækir, og komið á skikkanlegu samfélagi, síðuhafi góður.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem endranær / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.9.2015 kl. 12:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.7.2015:

"Á fyrri hluta árs­ins fluttu 1.140 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar til lands­ins en frá land­inu. Með þeirri viðbót hafa alls 5.264 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar flutt til lands­ins en frá land­inu frá árs­byrj­un 2012.

Þró­un­in er þver­öfug hjá ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um. Á fyrri hluta árs­ins voru brott­flutt­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar um­fram aðflutta alls 490 og sam­tals 2.222 frá árs­byrj­un 2012."

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta
árið 2014: Alls 760.

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árin 2006-2014: Alls 8.136.

Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, ríkisfangi og landsvæðum 1986-2014

Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 13:04

5 identicon

Ísland ætti að bjóða í það minnsta 500 Sýrlendinga velkomna. Það væri ákjósanlegur mósaíksteinn í okkar samfélag. Hef kynnst mörgum Sýrlendingum, gott og duglegt fólk. Annars er flest fólk gott ef það fær að búa við sómasamlegar aðstæður, jafnrétti og fær að vera í friði með sínar hefðir, menningararf, tungumál og trú. Trúarbrögðin lognast svo smámsaman út af þar sem menntun, velferð og mannréttindi ríkja. En góð gildi ekki, þau styrkjast.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2015 kl. 13:20

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Atvinnuleysi hér á Íslandi var einungis 3,2% í júlí síðastliðnum vegna mikils uppgangs í ferðaþjónustunni.

Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 13:20

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 13:23

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúsundir innflytjenda hér á Íslandi starfa í til dæmis fiskvinnslu, byggingariðnaði, gatnagerð, ræstingum, matvöruverslunum, á hótelum, veitingastöðum, gistiheimilum og dvalarheimilum.

Og nú vantar til dæmis fólk til að aka strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 13:27

11 identicon

Steini, þú minnist ekki á Íslendingana sem flýja land í stórum stíl. Það er gefið mál að frjálst flæði innflytjenda haldi niðri launaþróun, og slæm launaþróun er einmitt ein aðal ástæðan fyrir landflóttanum. Það að segja að margir innflytjendur eru að vinna við ýmsar atvinnugrainar undirstrikar einmitt þennan vanda og gerir okkur efasemdamennina alls ekki líklegri til að samþykkja þessa þróun, nema þótt síður sé.

Aukinheldur er alls ekki ljóst að þessir flóttamenn verði vinnufærir ólíkt fadandverkamönnunum sem þú ert að vísa í. Hér er þýsk grein um flóttamannavandann í Svíþjóð til að undirstrika þennan mun:

http://diepresse.com/home/politik/innenpolitik/4817541/Schwierige-Integration-von-Fluchtlingen-auf-dem-Jobmarkt

Egill (IP-tala skráð) 14.9.2015 kl. 14:18

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 Briemarinn skautar eins og fleiri fram hjá því sem skiptir meiru máli en þeir vilja horfast í augu við.Flóttadfólkið undanfarna mánuði er ekkert með sams konar bakgrunn, trú og það fólk sem þeir nefna. Þessir aðlagast ekki þjóðfélögum jafn vel.

Hr. Biedermann þurfið þið að lesa í Brennuvörgum Max Frisch, því þið eruð herra Biedermann samtímans. Biedermasnn og Brím hljómar nánast í rími......

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2015 kl. 14:31

13 identicon

Predikarinn - Cacoethes scribendi hefur annaðhvort ekki lesið "Biedermann und die Brandstifter" efir Frisch eða ekki skilið efni verksins. Túlkun verksins er heldur ekki svo auðveld. En að Frisch hadi verið að vara við fátæku flóttafólki er heimska.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2015 kl. 15:12

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Haukur !

Ég trúi varla eigin augum að lesa þetta frá þér.Þú opinberar það sem þú berð upp á mig hér með, eða að hafa ekki lesið Brennuvargana , að minnsta kosti ekki þér til gagns.

Meðalgreint barn í grunnskóla skilur verkið þokkalega.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2015 kl. 15:22

15 identicon

Hef lesið verkið og á það í mínum bókskáp sem og fleiri verk eftir Max Frisch. Svo vill til að ég er svissneskur ríkisborgari. Sá verkið einnig á sviði fyrir mörgum árum, líklega í Basel frekar en Zürich. Frisch var socialisti og philantropist og áhrif frá Brecht má finna í þessu verki. Sá sem að tengir boðskap verksins við þá hættu sem Íslandi gæti stafað af komu Sýrlenskra flóttamana til Íslands er flón og ekki sæmilega menntuðum manni sæmandi. Hvergi kemur fram í verkinu að "die Brandstifter" vilji breyta samfélaginu, engin bylting, ekkert trúarbragðastríð.

Frisch hefði gefið þér á kjaftinn fyrir þín interpretasjón.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2015 kl. 15:50

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Haukur - þú skilur ekki myndlíkingar og ert greinilega að misskilja verkið. Um hvað var Frisch að benda á með þessu verki - hveret er inntak þess boðskapar ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2015 kl. 16:07

17 identicon

Biedermann und die Brandstifter. Max Frisch.

Die Vagheit einer Parabel ermöglicht Deutungen in vielen Richtungen und mit ganz unterschiedlichen Akzenten, der Bezug zur Realität muss vom Rezipient selbst hergestellt werden, und auch wenn Frisch sich später zunehmend an dem der Gattung eigenen Appell zur Suche nach einem Sinn, nach einer Botschaft gestört hat, so gewährleistet dieser doch, dass die Zuschauer oder Leser/ Schüler zu eigener Gedankentätigkeit und womöglich politischer Diskussion angeregt werden.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2015 kl. 16:48

18 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þið ættuð öll/allir að hugsa. Sýrlendingar vilja vera heima hjá sér ef þið eruð með einhverja glóru þá skiljið þið það. Sýrlendingar eru bara brot af þessum flóttamönnum og eins og allir vita 70% karlmenn. Hjálpum að styrkja innviði í Sýrlandi.Hjálpum þeim í Tyrklandi og Lebanon. Lesið grein og horfið á viðtal í Utube hjá Jóni Vali.

Það er talað um að taka inn flóttafólk til Íslands eins og kynbótahrúta hér áður.

Ómar ég hef aldrei séð né heyrt að flóttamenn séu kallaðir hyski hvað þá svarta í N Ameríku eða Suðurameríku en það eru Terroristar í SA og Afríku og þeir eru ekkert hyski heldur Morðingjar og stunda dráp ýmist frítt eða fyrir pening.

Valdimar Samúelsson, 14.9.2015 kl. 17:30

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einhverra hluta vegna dettur mér í hug bókarheitið,  Hjá vondu fólki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.9.2015 kl. 20:26

20 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Haukur.

Hjartans þökk fyrir textann, lastu hann sjálfur ? Þú sannar fyrir mér fyrra mál mit.

Ég legg hér inn smá bút úr grein dr. Hannesar Hólmsteins sem birtist í fjölmiðlum :

„Þar segir frá einföldum oddborgara, sem leyfir tveimur skálkum að setjast upp hjá sér og gera sig heimakomna. Þeir reyna lítt að dylja, að þeir ætla að kveikja í húsinu, og kona Biedermanns varar hann við. En Biedermann er fullur sektarkenndar og ótta og lokar augunum fyrir hættunni. Hvers vegna á hann að vera vondur við þessa aðkomumenn? Ræður hann hvort sem er við þá? Að lokum réttir hann þeim eldspýturnar til að tendra eldinn. Þótt Frisch kallaði sjálfur leikritið „prédikun án boðskapar", er margt í því bersýnilega sótt í valdarán kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948. Einnig má lesa úr því ádeilu á andvaraleysi lýðræðissinna í Norðurálfunni gagnvart Adolf Hitler og þjóðernisjafnaðarmönnum hans fyrir stríð.

Skopmyndir og málfrelsi

Tveir danskir menntamenn, hjónin Karen Jespersen og Ralf Pittelkow, halda því fram í bókinni Íslamistar og naívistar, sem birtist fyrir skömmu á íslensku, að nýir brennuvargar séu komnir til Evrópu: Íslamistar. Síðustu áratugi hefur fjöldi múslima flust til Norðurálfuríkja. 

Flest er þetta gott fólk í leit að betri lífskjörum. En meðal þess hefur risið upp hreyfing, íslamisminn, sem ræðst beint á ýmis vestræn verðmæti, aðallega málfrelsi og jafnrétti kynjanna. Þegar Jótlandspósturinn birti skopteikningar af Múhameð spámanni, ætlaði allt um koll að keyra í ýmsum múslimalöndum og í röðum danskra íslamista. Teiknararnir urðu að fara í felur. Þótt í ýmsum múslimaríkjum, einkum Íran og Sádi-Arabíu, sé rekinn hatursáróður gegn kristni og Gyðingdómi í skólum og fjölmiðlum, vildu erindrekar þessara ríkja takmarka frelsi til að gagnrýna Íslam opinberlega í vestrænum löndum. Þeir vildu í raun hrifsa af okkur dýrmætan ávöxt mörg hundruð ára frelsisbaráttu, málfrelsið.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2015 kl. 20:39

21 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Við nánari umhugsun held ég að é leggi hér inn það sem á grein dr. Hannesar Hólmsteins vantaði hjá mér áðan. Held að þarna sé þörf áminning :

„

Morð og morðhótanir

Önnur dæmi eru alkunn. Rithöfundurinn Salman Rushdie, breskur ríkisborgari, var dæmdur til dauða í Íran fyrir eitt verk sitt og verður að fara huldu höfði. Ayaan Hirsi Ali, flóttakona frá Sómalíu, skrifaði handrit og var þulur í heimildarmynd um kúgun kvenna í múslimaríkjum, sem hollenski leikstjórinn Theo van Gogh gerði. Íslamisti einn myrti van Gogh í nóvember 2004 og sendi Hirsi Ali morðhótanir, svo að hún varð að fá lögregluvernd. 

Hættan er aðallega af ofsatrúarfólki í hópi innflytjenda frá múslimaríkjunum. Þótt það meti góð lífskjör í Norðurálfuríkjunum nógu mikils til að flytjast þangað, sættir það sig ekki við frumverðmæti hins vestræna menningarheims, til dæmis jafnrétti kynjanna. Íslamistar í hópi innflytjenda reyna að kúga konur á sama hátt og gert er í Íran og Sádi-Arabíu (en ekki víða annars staðar í múslimaríkjum). Þær eiga að hylja sig, ganga með höfuðklút, tákn ófrelsis og kúgunar. (Raunar er eðlilegast að banna slíka klúta af öðrum ástæðum en trúarlegum: Þeir eru dulbúningar. Unnt verður að vera að bera kennsl á fólk á förnum vegi.)

Einfeldningar eins og Biedermeyer

Sumir Vesturlandabúar myndu vitna í gamalt spakmæli: Eftir landssið skulu lifa þegnar. Ef múslimskir innflytjendur vilja ekki sætta sig við vestrænan landssið, málfrelsi og jafnrétti kynja, þá ættu þeir að snúa aftur til múslimaríkjanna. Aðrir Vesturlandabúar láta eins og Biedermayer sektarkennd og ótta stjórna sér og loka augunum fyrir hættunni. Þeir afsaka jafnan íslamistana.

Þegar Ayuun Hirsi Ali kom til Íslands á vel heppnaða bókmenntaráðstefnu
haustið 2007, skrifaði ungur blaðamaður, að gagnrýni hennar á stjórnarfar í múslimaríkjum væri „ófrumleg og einfeldningsleg". Hefði hann sagt hið sama um gagnrýni Þórbergs á stjórnarfar í Þýskalandi fyrir stríð?

Fréttablaðið sagði frá því 26. nóvember 2001, að stjórnendur Austurbæjarskóla hefðu tekið svínakjöt af matseðli skólans „í virðingarskyni" við þá nemendur, sem ekki snæði slíkt kjöt sakir trúar sinnar. Þetta hljómar
sakleysislega, en kann að vera upphaf að öðru ískyggilegra. Íslendingar þurfa að fylgjast vel með þeim, sem gera sig líklega til að verða brennuvargar. Biedermayer hugsaði: Heiðra skaltu skálkinn, svo að hann
skaði þig ekki. Við hljótum að svara: Skálkurinn mun skaða þig, ef hann getur, svo að best er að vera við öllu búin.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2015 kl. 20:45

22 identicon

Predikarinn - Cacoethes scribendi. What the hell are you? Hvað heitur þú með réttu nafni, bara forvitni, þarf ekki að vita það. Kannski skilur þú ekki þýsku, en taktu eftir þessu: ...und auch wenn Frisch sich später zunehmend an dem der Gattung eigenen Appell zur Suche nach einem Sinn, nach einer Botschaft gestört hat,.....

Eitt er víst, boðskapur verksins, ef einhver, var aldrei rasismi, útlendingaandúð, trúarbragðaofsi eins og kemur fram í þínum texta.

Þá vek ég athygli þína á því að við Íslendingar notum yfirleitt ekki doktor titilinn. Ég nota minn aldrei á Íslandi, erlendis gilda aðrar reglur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2015 kl. 21:07

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Haukur.

Ég hefði ekki að óreyndu haldið þig með doktorsgráðu þar sem ég þekki hvaða akade4mískra vinnubragða er krafist við rannsóknir, heimildir og auðvitað „heilasnúning“ doktorsnemans. Það fannst mér ekki skína í gegn um skilning þinn á Brennuvörgum Frisch.

Ef menn eru með doktorspróf þá skrifa ég það við, ég ólst upp við það og nota ávallt þó svo að á fáum síðustu áratugum hafi sumir íslendingar, sér í lagi unga kynslóðin, hætt að nota það. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2015 kl. 22:29

24 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna ætti útlendingum að detta í hug að þeir fái þak yfir höfuðið, þegar þeir verða komnir í bankahítina botnlausu hér á Íslandi?

Umræðan er á slíkum útkjálkavilligötum lyginnar að það er útilokað að skilja hugarfarið á bak við þennan láglaunaverkamanna-innflutning.

Skilur fólk virkilega ekki hvernig bankar ræna alla aðra en mafíueigendur banka/fjárfestinga-sjóðanna? (Fjárfestingarsjóðir=lífeyrissjóðir). Hefur fólk ekki hugmynd um að hér á landi hafa sýslumannsembættisþjónar og umboðsmenn banka, (umboðsmaður "skuldara"), rænt svikna og varnarlausa skuldara án réttarhalda, dóms og laga, frá því að fjármalaskerfis-spilavítið hrundi árið 2008?

Og það virðist ekki vera nokkur ofanleyfð mennska komin í banka/kauphallar-bóluspilavíti djöflanna sem stýra fjármálakerfinu heimstortímandi?

Hvað ætlar fólk að gera þegar næsta loftbóla springur á Íslandi? Senda flóttafólkið út á götu til að betla af ferðamönnum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.9.2015 kl. 01:22

25 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Innflytjendur halda launum láglaunafólks sérstaklega niðri, það á ekki að leyfa innfluttning af erlendu fólki nema að atvinnuleysið sé undir 1%.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.9.2015 kl. 00:28

26 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvursu oft er talað um hlut íslendinga í atvinnulífinu, Ómar.? Þeir flóttamenn sem hingað hafa komið, hafa flestallir verið þannig þenkjandi, að þeir vildu aðlagast gestaþjóðinni, sem tók þá upp á arma sína. Nú er öldin önnur og þeir sem neita að sjá það, eru strútar með hausinn ofaní jörðinni og rassgatið uppúr.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.9.2015 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband