15.9.2015 | 06:14
Búið að vera óveður í aðsigi.
Margir ypptu öxlum þegar bent var í byrjun 21. aldarinnar, að hún kunni að verða enn óróasamari en 20. öldin með sínar tvær heimsstyrjaldir og ótal aðrar styrjaldir.
Spádómar um að trúarbrögð yrðu vaxandi undirrót illinda, hernaðar og ófara þótti mörgum fjarstæður fyrir 15 árum.
Það sýndist svo ólíklegt að á öld upplýsingatækni og stóraukinna samskipta þjóða gæti stefnt í eitthvað svipað ástand og ríkti í Evrópu á tímum 30 ára stríðsins og Siðaskipta.
Einnig voru menn og eru enn í raun sofandi fyrir þeirri miklu hættu á alvarlegum stríðsátökum og stórfelldum nýjum vandamálum, sem breytingar á kjörum þjóða af völdum loftslagsbreytinga munu leiða af sér.
Flóttamannaholskeflan, sem nú skellur á Evrópu, er og verður ekkert einsdæmi um ný og tröllaukin vandamál sem koma munu víða upp vegna óstöðvandi fjölgunar mannkyns, þverrandi auðlinda á næstu áratugum og átaka af völdum deilna um trúarbrögð og stjórnmálastefnur.
Nú gengur sagan af litlu gulu hænunni í endurnýjun lífdaga þegar á fundum leiðtoga þjóða næst engin samstaða og kötturinn segir "ekki ég" og hundurinn segir "ekki ég."
Ekki náðist samstaða á neyðarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar!
Það styttist í að aparnir taki við þessu,
ekki amalegt að fylgjast með því úr einhverri
trjákrónunni!
Húsari. (IP-tala skráð) 15.9.2015 kl. 07:37
Það er einhver innbyggð tortryggni gagnvart heimsendaspádómum. Enda sá elsti þekkti nærri 5000 ára gamall og aldrei verið neinn skortur á nýjum.
Einusinni sá ég gamlingja á rafmagnsreiðhjóli bruna á ógnar hraða og hugsaði "bráðum lendir hann útí sjó". Gamlinginn hélt sínu striki þar til hann þurfti að breyta stefnu. Spádómurinn rættist ekki þó allt stefndi í það þegar hann var gerður. Átti ég að stöðva gamlingjann strax og beina honum í aðra átt í krafti spádómsins?
Vagn (IP-tala skráð) 15.9.2015 kl. 11:25
"Einnig voru menn og eru enn í raun sofandi fyrir þeirri miklu hættu á alvarlegum stríðsátökum og stórfelldum nýjum vandamálum, sem breytingar á kjörum þjóða af völdum loftslagsbreytinga munu leiða af sér."
Loftslagsbreytingar eru bara samsæri vinstrimanna til að réttlæta meiri ríkisafskipti og hærri skatta.
gaur (IP-tala skráð) 15.9.2015 kl. 14:09
8.9.2015:
Grænn vöxtur sparar biljónir Bandaríkjadala
Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 15:08
Íslenskir "hægrimenn":
Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.
Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.
Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.
Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.
Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.
Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.
Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 15:10
"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.
Blái liturinn táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"
Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 15:12
"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.
Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."
Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í hnotskurn.
Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 15:13
6.1.2015:
Launagreiðslur hér á Íslandi nú skattlagðar meira en áður
Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 15:14
Sjálfstæðisflokkurinn telur það væntanlega hægrisinnað að hækka matarskattinn.
Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 15:14
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja að tollar á íslenskum sjávarafurðum verði nú felldir niður í Evrópusambandsríkjunum fyrir íslenska útgerðarmenn.
En vilja að sjálfsögðu ekki að tollar á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandsríkjunum verði felldir niður fyrir íslenska neytendur.
Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.