Hættulega lélegar merkingar og lögbrot.

Íslenskir vegaverktakar ætla seint að gyrða sig í brók varðandi fullnægjandi merkingar vegna framkvæmda og fyrir bragðið lenda vegfarendur í vandræðum og jafnvel beinni hættu. 

Eitt dæmið blasti við á leið upp Kambana í fyrrakvöld í þéttri umferð á leið til Reykjavíkur. 

Í vinstri beygju þar sem vegurinn þrengdist vegna vinnu við ytri akreinina og bílarnir framundan skyggðu á framhald vegarins, komu bílar á ytri akreininni svo skyndilega að fyrstu merkingu, að margir áttu í mestu vandræðum með að forðast hana og máttu þakka fyrir að aka ekki á merkingarnar eða á bílana við hliðina. 

Þetta olli samfelldri hættu og vandræðum á þessum stað. 

Alls staðar erlendis eru sett upp stór og áberandi viðvörunarmerki nógu langt frá þrengingu eða öðrum framkvæmdum til þess að bílstjórar geti gert ráðstafanir í tíma.

Á Reykjavíkursvæðinu er lang oftast ekkert hirt um þetta þannig að bílstjórar lenda oft í hinum mestu vandræðum.

Dæmi um það var fyrir viku þegar leiðin lá suður Reykjanesbraut og til hægri inn á Vífilsstaðaveg.

Þá kom allt í einu í ljós þegar komið var að aðreininni, að hún var lokuð vegna framkvæmda.

Í stað þess að maður hefði fengið tækifæri til þess að beygja til hægri einum gatnamótum fyrr, þurfti í staðinn að aka suður í Hafnarfjörð, til hægri eftir Reykjanesbraut til Álftanesvegamóta, þar aftur til hægri í átt til Reykjavíkur og loks enn til hægri austur eftir Vífilsstaðavegi, alls minnst fjóra auka kílómetra um fjölda gatnamóta með hringtorgum og umhferðarljósum.

Eftirgrennslan hefur leitt í ljós, að verktakarnir bregðst reiðir við og segjast ekki hafa mannskap eða peninga til þess að sinna lögbundum skyldum sínum í þessu efni og Vegagerðin og Reykjavíkurborg bera hinu sama við.

Ég hef hvergi erlendis séð þetta liðið nema hér á landi.   


mbl.is Umferð beint um Þrengslaveg í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Í nafni peninga má víst brjóta lög hér á landi.

Gunnar Heiðarsson, 15.9.2015 kl. 13:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eftirgrennslan hefur leitt í ljós, að verktakarnir bregðst reiðir við og segjast ekki hafa mannskap eða peninga til þess að sinna lögbundum skyldum sínum í þessu efni og Vegagerðin og Reykjavíkurborg bera hinu sama við."

Hversu langt er síðan Vegagerðin og Reykjavíkurborg báru þessu við?!

Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 14:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"4. gr.
Öryggisáætlun.

Áður en framkvæmdir hefjast á og við veg skal verktaki gera ítarlega öryggisáætlun þar sem lýst er nauðsynlegum öryggisráðstöfunum vegna framkvæmdanna.

Þar komi m.a. fram hvernig afmarka skuli vinnusvæði, hvernig merkingum á og við svæðið skuli háttað og hvort og hvernig skipuleggja skuli hjáleiðir.

Ennfremur skal í öryggisáætlun koma fram hvernig kynningu og auglýsingu vegna lokunar vegar verður háttað.

Öryggisáætlun skal bera undir veghaldara til samþykkis og skal samþykkt eintak öryggisáætlunar vera tiltækt á vinnusvæði og hjá lögreglu í viðkomandi lögsagnarumdæmi.

Veghaldari getur ákveðið að hann, í stað verktaka, geri öryggisáætlun. Skal hann tilkynna verktaka um þá ákvörðun.

Sé verktaki jafnframt veghaldari við verkið, gildir 1. mgr. um hann eftir því sem við á.

5. gr.
Eftirlitsmaður.

Í öryggisáætlun fyrir hvert vinnusvæði skal tilgreindur sérstakur eftirlitsmaður sem skal sjá um að allar öryggisráðstafanir á og við veg séu í samræmi við öryggisáætlun. Veghaldari ákveður hverju sinni hvort hann eða verktaki tilnefni eftirlitsmanninn.

Eftirlitsmaðurinn skal vera tiltækur hvenær sem er meðan á verki stendur og skal hann sinna ábendingum veghaldara, lögreglu eða annarra sem fara með eftirlit á vinnusvæði, varðandi hættu vegna verksins með tilliti til umhverfis, umferðaröryggis og öryggis starfsmanna.

Í forföllum eftirlitsmanns skal varamaður koma í hans stað. Nafn eftirlitsmanns og varamanns ásamt símanúmeri skal koma fram á upplýsingatöflu við vinnusvæði ef þörf krefur."

"12. gr.
Refsiákvæði.

Brot á reglugerð þessari varða refsingu samkvæmt XIV. kafla umferðarlaga nr. 50/1987 og 59. gr. vegalaga nr. 80/2007."

Reglugerð um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á eða við veg nr. 492/2009

"XIV. Viðurlög.

Refsingar.

100. gr. Brot gegn lögum þessum eða reglum, sem settar eru samkvæmt þeim, varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. ..."

Umferðarlög nr. 50/1987

"59. gr. Refsing.

Brot gegn lögum þessum og þeim reglugerðum sem settar verða samkvæmt þeim varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.

Bæta skal einnig á kostnað hins seka tjón það sem hann hefur unnið."

Vegalög nr. 80/2007

Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 14:53

4 Smámynd: Már Elíson

Það þarf að fara sérstaklega varlega í Kömbum og á Hellisheiði um þessar mundir, og svona er þetta búið að vera frá því í sumar. - Ég vona hinsvegar að það standi, að verklokum er lofað í nóvember.

Ómar...".Ég hef hvergi erlendis séð þetta liðið nema hér á landi..."..Er þetta ekki hálfgerð ambaga og klaufalega orðuð setning (þó rétt sé efnislega)..?

Erlendis er ekki hér á landi...maður veit það svo sem.

Takk fyrir góð blogg, Ómar, þó svo að "hinn" þú veist, sé að spama bloggið þitt og reyna að eyðileggja góðan þráð. - Við "skrollum" yfir hann. 

Már Elíson, 15.9.2015 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband