Var þjóðaratkvæðagreiðslan 1918 vanhugsuð og ómarktæk?

Innan við helmingur kjósenda á kjörskrá tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1918 um Sambandslagasamninginn við Dani. 

Þar að auki voru konur innan við fertugt ekki atkvæðisbærar og ef núverandi kröfur hefðu verið um skilyrði til að vera á kjörskrá hefði þátttakan verið enn lægri, jafnvel undir 40%. 

Svipuð þátttaka var í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum um vínbann á fyrri hluta síðustu aldar. 

Nú hefja menn upp þann söng að ekkert sé að marka þessar atkvæðagreiðslur vegna þess að um helmingur kjósenda ákvað að segja pass og láta hinn helminginn taka ákvörðun fyrir allan hópinn. 

Birgitta Jónsdóttir er ekki að kasta rýrð á þessar atkvæðagreiðslur með orðum sínum heldur að benda á, að þátttaka geti orðið betri ef þær eru samhliða þeim kosningum sem flestir taka þátt í bæði hér og erlendis. 

Þess vegna er til dæmis oft gripið til þess ráðs að hafa atkvæðagreiðslur um einstök innri mál sveitarfélaga samhliða byggðakosningum.

Innan við helmingur Bandaríkjamanna á kosningaaldri tekur þátt í forsetakosningum þar í landi og enginn forseti Bandaríkjanna hefur fengið meirihluta fólks á kosningaaldri.

Andstæðingar beins lýðræðis segja að alla, sem ekki taka þátt, beri að skoða sem andstæðinga þess máls sem kosið er um.

Samkvæmt því voru allir forsetar Bandaríkjanna rúnir fylgi.   


mbl.is Beint lýðræði þegar það hentar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 15:22

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 15:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi eru einungis ráðgefandi nema á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar:

"26. gr. [...] Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar og fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.

Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu."

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 15:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá Íslands

Steini Briem
, 8.9.2015 kl. 10:05

Rétt, Steini. Þess vegna þarf ný og skýr ákvæði í stjórnarskrá um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ómar Ragnarsson, 8.9.2015 kl. 10:05

Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 15:26

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

      • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

        • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

        Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

        Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

        Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

        Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

        Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

        Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 15:27

        8 Smámynd: Þorsteinn Briem

        1.4.2015:

        "12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

        Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

        Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 15:38

        9 identicon

        Atkvæðagreiðslan um tillögur stjórnlagaráðs var ekki ómarktæk. Nema að því leiti að hún var ekki bindandi og setti engar kvaðir á neinn að taka mark á henni. Skoðanakönnun án ábyrgðar og afleiðinga.

        En það að halda því fram að þar hafi þjóðarviljinn komið fram er rangt nema tekið sé tillit til þess hluta þjóðarinnar sem taldi málið ekki það merkilegt að það tæki því að setja á sig skóna.

        Ef kosið væri um lit á svefnherbergi forseta þá mundu e.t.v. einhverjir tugir mæta og kjósa. Það væri rangt að segja það þjóðarvilja að svefnherbergi forseta væri skærgrænt þó ekkert væri að framkvæmd og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar skýr. Væri því hægt að telja þjóðarvilja ekki til í því máli og því eðlilegt að forseti fengi sjálfur að ráða litnum væri kosningin ekki bindandi.

        Í bindandi kosningum ræður niðurstaðan. En þegar leitað er eftir þjóðarvilja í svona skoðanakönnun er ekki óeðlilegt telja einnig þá sem ekki mæta, þeir eru einnig hluti af þjóðinni og voru að sýna visst álit.

        Og Bandaríkjamenn kjósa ekki forseta. Þeir kjósa kjörmenn sem kjósa forseta.

        Hábeinn (IP-tala skráð) 15.9.2015 kl. 16:11

        10 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 16:25

        11 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Undirskriftir varðandi Reykjavíkurflugvöll árið 2013 voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

        Þar að auki voru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram varðandi Reykjavíkurflugvöll.

        Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 16:29

        12 Smámynd: Þorsteinn Briem

        20.3.2001:

        kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

        Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

        Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

        Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

        Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 16:30

        13 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.

        Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 16:31

        14 identicon

        1. hvað er það sem til " grundvallar " sem menn skilja ekki. þettað var ekki já og nei spurníng aðra spurníngar voru svipaðar. 2. " verði áhvæði um ".3. " verði áhvæði um " . 4." verði áhvæði persónukjör. " 5. " verði ahvæði um ". 6  " verði áqhvæði um ". þetað er ekki kosníng heldur skoðannnakönnun. og hún rándýr. heði þettað verið athvæðagreiðsla en ekki skoðannakönun skiptir ekki máli þó það hefði verið bara eitn maður sem kaus hann hefur meira vægi en allir þeir sem kusu ekki 

        kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.9.2015 kl. 16:32

        16 Smámynd: Þorsteinn Briem

        17.6.2004:

        "Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

        "Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

        "Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

        Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

        Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

        Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 16:40

        17 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Frá árinu 1944 til 2010 voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi, ekki einu sinni um aðild Íslands að NATO eða Evrópska efnahagssvæðinu, en frá árinu 1908 til 1944 voru hér sex þjóðaratkvæðagreiðslur.

        Þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi

        Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 16:41

        18 Smámynd: Þorsteinn Briem

        kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

        "Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

        Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

        "Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

        Og daginn eftir á Stöð 2:

        "Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

        Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 16:42

        19 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Hér á Íslandi er þingræði og enga þjóðaratkvæðagreiðslu þarf til að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, enda sótti íslenska ríkið um aðild að sambandinu 16. júlí 2009.

        Og í 48. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni.

        Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu 16. júlí 2009

        Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 16:49

        20 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

        Sambandslögin voru gríðarlega umdeild, sem útskýrir meðal annars dræma þátttöku, enda vildu margir einfaldlega segja sig frá Dönum alfarið. Athyglisvert er að Danir gerðu ekki kröfu um að ákveðin tiltekin fjöldi þyrfti að samþykkja sambandslögin en þeir gerðu stífa kröfum um hlutfall kosningabærra manna ef til uppsagnar eftir 1940 kæmi enda töldu Danir líklega að sú sundrung sem var um sambandslögin yrði viðvarandi. Sambandslögin voru í raun útidúr á leið til fullveldis án konungssambands. Kosning um sambandslögin var bindandi, aftur á móti þá var "skoðanakönnunin" um uppkast að stjórnarskrá það ekki.

        "... Ríkisþingið eða Alþingi hvort fyrir sig samþykkt, að samningur sá, sem felst í þessum lögum, sje úr gildi feldur. Til þess að ályktun þessi sje gild, verða að minnsta kosti 2/3 þingmanna annaðhvort í hvorri deild Ríkisþingsins eða í sameinuðu Alþingi að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan samþykkt við atkvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrjett hafa við almennar kosningar til löggjaafarþings landsins. Ef það kemur í ljós við slíka atkvæðagreiðslu, að 3⁄4 atkvæðisbærra kjósenda að minsta kosti hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og að minsta kosti 3⁄4 greiddra atkvæða hafi verið með samningsslitum, þá er samningurinn fallinn úr gildi."

        Eggert Sigurbergsson, 15.9.2015 kl. 16:53

        21 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

        Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.

        Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:


        Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

        Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, þá utan þingflokka.

        Sátu hjá:


        Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
        og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

        Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 16:55

        22 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Ísland hefur verið fullvalda og sjálfstætt ríki frá 1. desember 1918 og fékk nýja stjórnarskrá samkvæmt því árið 1920.

        Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands


        Og hér á Íslandi hefur verið þingræði frá árinu 1904.

        Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 17:02

        23 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Frá 1. desember 1918 voru Danmörk og Ísland tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama kóng.

        Færeyjar og Grænland eru hins vegar í danska ríkinu og því engan veginn hægt að tala um "ríkjasamband" Færeyja, Grænlands og Danmerkur.

        Færeyjar og Grænland eiga bæði tvo þingmenn á danska þinginu
        , Folketinget.

        "Folketinget består af 179 medlemmer valgt for maksimalt fire år. Heraf er to valgt på Færøerne og to valgt på Grønland."

        "Dagens rigsfællesskab er et uofficielt begreb der ikke nævnes i nogen lov.

        Det er ikke et samarbejde mellem flere ligestillede enheder sådan som det britiske Commonwealth eller den gamle union mellem kongerigerne Danmark og Norge.

        Det er heller ikke en forbundsstat."

        Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 17:04

        24 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "111. gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

        Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

        Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

        Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.

        Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."

        Frumvarp Stjórnlagaráðs

        Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 17:06

        25 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon):

          • "Withdrawal from the Union: the Treaty of Lisbon explicitly recognises for the first time the possibility for a Member State to withdraw from the Union."

          "Does the Treaty of Lisbon create a European army?

          No.
          Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.

          However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.

          A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."

          "Does the Treaty of Lisbon create a European "Super-State"?

          No.
          The Treaty of Lisbon is an international treaty agreed and ratified by sovereign Member States that agree to share some of their sovereignty in supranational cooperation.

          The Treaty of Lisbon acknowledges that the Union reflects the will of the Member States and their citizens, and that its powers stem from these States."

          "Do national parliaments have a greater say in European affairs?

          Yes. National parliaments are for the first time fully recognised as part of the democratic fabric of the European Union. Special arrangements are made to help national parliaments to become more closely involved in the work of the Union."

          "Does the Treaty of Lisbon increase the number of decisions taken in "Brussels"?

          No.
          The Treaty creates a basis for a more decentralized and transparent approach to implementing EU policies to help ensure that decisions are taken as close as possible to the citizen."

          "The Treaty entered into force on 1 December 2009."

          Lissabon-sáttmálinn - Treaty of Lisbon

          Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 17:08

          26 Smámynd: Árni Gunnarsson

          Óttinn við Birgittu og nýja stjórnarskrá að viðbættum kosningaúrslitum í Færeyjum á eftir að valda miklum iðrakveisum hjá fimmhöfða fjórflokknum.

          Að næstu grannar okkar, vinir og frændur skyldu gera annað eins og það að kippa stóru útgerðunum út úr félagsmálakerfinu er auðvitað óafsakanlegt!!!

          Árni Gunnarsson, 15.9.2015 kl. 17:09

          27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

          Geturðu ímyndað þér að það hafi verið jafn hæg heimatökin með að kjósa 1918? Er þetta brúklegur samanburður?

          ég efast annars um lýðræðisást þína Ömar ef þér þykir boðlegt að hafa kosninu um grunnlög þjóðarinnar í samruna við forsetakosningar. Er það kannski tilgangurinn að drekkja allri málefnalegri kynningu og umræðu um þessi grunnlög í þrasi og lýskrumi kosninga um forseta sem sýnt er að verði fyrirferðarmiklar.

          Á þetta málefni ekki skilið að fá ítarlega kynningu og umfjöllun auk ítarlegrar kosninga þar sem kosið verður um hvern breytingalið.  Þarna er m.a. Verið að fjalla um framsal fullveldis og fyrirvara á því, sem felldi umræðuna síðast þegar álit Feneyjanefndarinnar á drögunum varð ljóst. 

          Það var jú farið í þessa för í upphafi vegna væntanlegrar umsóknar í ESB og þeirra fyrirvara á framsali sem stöðu í vegi þess og ekki af neinu öðru.

          Hélst þú að hrunið hafi orðið vegna galla í stjörnarskrá?

          http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

          Jón Steinar Ragnarsson, 15.9.2015 kl. 17:16

          28 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

          Þú veist kannski að þau átta atriði sem lögð voru fyrir í lögum um stjórnlagaþing voru byggð á leiðbeinandi áliti Feneyjanefndarinnar um hverju þyrfti að breyta svo við værum gjaldgeng í sambandið.

          Það vill svo til að 7. liðurinn í þessu frumvarpi var ekki nefndur á nafn í þeim sex spurningum sem lagðar voru fyrir isvokölluðum þjoðaratkvæðum um stjórnarskrá.

          Lykilatriðið. Var þett leyndarhyggja? Var verið að hylja einhver markmið og blekkja kjósendur? Varst þú kannski blekktur líka? Hafðiru hugmynd um þetta eða varstu búinn að gleyma hvers vegna þetta byrjaði?

          https://www.althingi.is/altext/stjt/2010.090.html

          Jón Steinar Ragnarsson, 15.9.2015 kl. 17:23

          29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

          Það vill svo til að 1918 voru ekki neinar kröfur um kosningaþáttöku né atkvæðafjölda og var þessi kosning með fyrirvara. Það er ekki eins og menn áttuðu sig ekki á gildi atkvæðamagns í þá daga og væru meðvitandi um eðli lýræðisins.

          hér getur þú lesið í alþingistíðindum um það þessu var háttað. Þú ert vonandi bara vankunnandi um fyrirvarana en ekki að segja hálfsannleik meðvitað. Því væri vart hægt að trúa upp á þig er það?

            • Í 2. mgr. 21. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 12/1915 var kveðið á um að ef Alþingi samþykkti breytingu á sambandinu milli Íslands og Danmerkur skyldi þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla fór síðan fram 1918 og samþykktu 90,9% dansk-íslensku sambandslögin en 7,3% voru þeim andvíg. 43,8% atkvæðisbærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni þar sem ekki voru gerðar sérstakar kröfur um kosningaþátttöku eða atkvæðamagn. Þó er vert að geta þess að í 18. gr. dansk-íslensku sambandslaganna nr. 39/1918 er fjallað um möguleg sambandsslit eftir árið 1940. Þar segir svo orðrétt í 2. mgr.: „Nú er nýr samningur ekki gerður innan 3 ára frá því að krafan kom fram, og getur þá Ríkisþingið eða Alþingi hvort fyrir sig samþykkt, að samningur sá sem fellst í þessum lögum, sé úr gildi felldur. Til þess að ályktun þessi sé gild, verða a.m.k. 2/3 þingmanna annaðhvort í hvorri deild Ríkisþingsins eða í sameinuðu Alþingi að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan vera samþykkt við atkvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrétt hafa við almennar kosningar til löggjafarþings landsins. Ef kemur í ljós við slíka atkvæðagreiðslu, að ¾ atkvæðisbærra kjósenda a.m.k. hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og a.m.k. ¾ greiddra atkvæða verið með samningsslitum, þá er samningurinn fallinn úr gildi.“

            Jón Steinar Ragnarsson, 15.9.2015 kl. 17:38

            30 Smámynd: Þorsteinn Briem

            Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

            "Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

            Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

            Það er nú allt "fullveldið".

            Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

            Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 17:40

            31 Smámynd: Þorsteinn Briem

            Útlendingar geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

            "Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, sem sett voru árið 1991, mega útlendingar eiga allt að 25% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

            Og fyrirtæki sem er óbeint í eigu útlendinga má eiga 49,9% í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki."

            23.11.2010:


            "Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

            Eignarhlutur Kínverjanna er
            um 44%, beint og óbeint.

            Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

            Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 17:42

            32 Smámynd: Þorsteinn Briem

            Öll aðildarríki Evrópusambandsins þurftu að samþykkja Lissabon-sáttmálann til að sáttmálinn gæti tekið gildi.

            "The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

            It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

            The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

            Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

            Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 17:43

            33 Smámynd: Þorsteinn Briem

            Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.

            Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

            Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er því enn í fullu gildi.

            Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

            Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 17:45

            34 Smámynd: Þorsteinn Briem

            Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

            Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

            Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

            Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

            Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 17:46

            35 Smámynd: Þorsteinn Briem

            Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

            "The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

            Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

            10.2.2015:

            "Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

            Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

            Þessi lán eru óverðtryggð."

            Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 17:47

            36 Smámynd: Þorsteinn Briem

            25.8.2015:


            Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 17:49

            37 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

            Það verður auðvitað að líta svo á, að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi lýst vilja meirihluta þjóðar.  

            Eða eru einhver gögn sem sýna hið gagnstæða?  Var önnur kosning?

            Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2015 kl. 21:16

            38 Smámynd: Ómar Ragnarsson

            Það kemur málinu ekki við hvort kjörmenn forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum eru kosnir eða frambjóðendurnir sjálfir. 

            Eftir stendur að aðeins um helmingur fólks á kosningaaldri tekur þátt í kosningunum. 

            Ómar Ragnarsson, 15.9.2015 kl. 22:17

            39 identicon

            Árið 1975 var kosningaþátttaka í þingkosningum í Sviss 52.4%. Síðan hefur þáttttakan ætið verið undir 50%. Við þjóðaratkvæðisgreiðslur er þátttakan yfirleitt minni, oft á milli 35 – 45%. Enginn kallar slíkar kosningar skoðanakannanir eða fabúlera um þá sem nenna ekki að kjósa. Sorglegt að lesa sumt bullið hér fyrir ofan.

             

            Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.9.2015 kl. 22:59

            40 identicon

            Það kemur málinu við hvort kjörmenn til forsetakosninga í Bandaríkjunum eru kosnir eða frambjóðendurnir sjálfir. Því kjörmennirnir eru ekki kjörmenn forsetaframbjóðendanna, Þeir eru óbundnir kjörmenn og þeim er flestum frjálst að skipta um skoðun eftir kjörmannakosningar. Atkvæðamagn bakvið hvern kjörmann er einnig mismunandi. Kosning kjörmanna er því engin trygging fyrir því að almenningur fái þann forseta sem vinsælastur er. Ríkin geta líka ákveðið að láta þing sitt um að velja kjörmenn. Og atkvæði almennings vega ekkert í forsetakosningum. Slíkt er ekki ólíklegt til að hafa áhrif á kjörsókn.

            Það er sennilega ekki svo slæmur árangur að ná nærri helmingi kjósenda til að kjósa í kosningu sem ekki ræður niðurstöðu. Hvort sem það er kosning um kjörmenn eða skoðanakönnun um vilja til breytinga á stjórnarskrá.

            Hábeinn (IP-tala skráð) 15.9.2015 kl. 23:39

            41 identicon

            " Við þjóðaratkvæðisgreiðslur er þátttakan yfirleitt minni, oft á milli 35 – 45%. Enginn kallar slíkar kosningar skoðanakannanir eða fabúlera um þá sem nenna ekki að kjósa."   Enda ekki ástæða til, kosningarnar eru ekki bindandi, meirihlutasamþykki á þinginu þarf til að þær öðlist gildi. Þingið ákveður örlög mála sem koma til þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss, hver sem niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er.

            Hábeinn (IP-tala skráð) 15.9.2015 kl. 23:50

            42 Smámynd: Þorsteinn Briem

            Skoðanakannanir og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar og sérstök löggjöf er um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem eru að sjálfsögðu kosningar.

            Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

            Ef skoðanakannanir væru hins vegar kosningar væru Píratar nú með mun fleiri þingmenn á Alþingi en Sjálfstæðisflokkurinn.

            1.9.2015:

            Píratar fengju 26 þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 15

            Þorsteinn Briem, 15.9.2015 kl. 23:56

            43 Smámynd: Jóhann Kristinsson

            Já er svarið við spurningu pistilhöfunds.

            Kveðja frá Houston

            Jóhann Kristinsson, 16.9.2015 kl. 00:21

            44 identicon

            Sæll Ómar.

            Væri ekki ráð að huga að forsetaúrskurði nr. 35, 17. júní 1944
            um skjaldarmerki Íslands sem tók gildi 1. desember það ár
            að skjaldamerki erlends valds, arðráns og kúgunar, sem er fyrir
            miðju þaksins á framhlið Alþingishússins, þar sem trónir
            kóróna og merki Kristjáns IX, Danakonungs, -
            verði tekið niður í eitt skipti fyrir öll
            og að skjaldarmerki hins fullvalda og sjálfstæða
            ríkis, Íslands, fái loks þann sess sem því ber?

            Hvaða skoðun hefur fyrrum fulltrúi í stjórnlagaráði
            á því máli?

            Húsari. (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 07:49

            45 identicon

            Sæll Ómar.

            Það væri vel við hæfi að Þorsteinn Briem
            birti hér fréttaskýringu um skjaldarmerki Íslands.

            Húsari. (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 08:37

            46 identicon

            Hábeinn: "Þingið ákveður örlög mála sem koma til þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss, hver sem niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er."

            Hvað ertu að fara maður, auðvitað eru stjórnvöld í Sviss; stjórn sveita (Gemeinde) sýslna (Kantone) eða þjóðarinnar (Bund) bundin af niðurastöðu atkvæðagreiðslna. Please, ekki svona rugl!

             

             

            Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 10:06

            47 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

            Það er skrítið með ofstækismenn gegn nýju skránni (því þetta er ekkert annað en ofstæki og yfirgangur) og þeir eru aðallega framsóknarmenn og sjallar, - að þeir vilja ekki einu sinni að kosið sé aftur.  Nei nei, þeir ætla bara að ráða því með handafli og ofbeldi að ekki verði tekið mark á þjóðaratkvæðagreiðlunni.

            Þessi afstaða framsjalla er svo vanhugsuð og lýsir svo lágu plani, lítilli reisn og sérstöku hugarfari, - að maður bara lítið hissa á að umtalsverður hópur íslendinga hefur núna afhjúpað sig sem einstaklinga sem vilja ekki hjálpa öðrum í neyð. 

            Í raun er háttalag framsjalla og þjóðrembinga allt mjög sorglegt og afskaplega leiðinlegt fyrir Ísland.  Skaðinn af þessu er gígantískur.

            Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.9.2015 kl. 12:35

            48 Smámynd: Jóhann Kristinsson

            Eini ofstækismaðurinn hér er Ómar Bjarki ofstæki hans er yfirleitt gert til að þagga niður í góðri umræðu þó svo að fólk hafi ekki sömu skoðun og Ómar Bjarki. 

            Svona menn eru hættulegir þjóðfélaginu.

            Kveðja frá Houston

            Jóhann Kristinsson, 16.9.2015 kl. 12:59

            49 Smámynd: Þorsteinn Briem

            Alþingishúsið var friðað af menntamálaráðherra 14. desember 1973 samkvæmt 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52/1969."

            lögum um menningarminjar nr. 80/2012 er gerður greinarmunur á friðlýstum húsum og mannvirkjum og þeim sem friðuð eru.

            Við gildistöku laganna 1. janúar 2013 voru öll hús og mannvirki í landinu sem eru 100 ára eða eldri friðuð, því nú er miðað við aldur húss en ekki ákveðið ártal."

            Alþingishúsið - Minjastofnun

            Þorsteinn Briem, 16.9.2015 kl. 13:35

            50 identicon

            Yelling frá Houston.

            Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 13:40

            51 Smámynd: Þorsteinn Briem

            Landvættaskjaldarmerkið var tekið upp með konungsúrskurði 12. febrúar 1919 sem er á þennan veg:

            "Skjaldarmerki Íslands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir þannig: dreki, gammur, uxi og risi."

            Þorsteinn Briem, 16.9.2015 kl. 13:40

            52 Smámynd: Þorsteinn Briem

            Íslenski fáninn:

            "The new flag of 1915 had a blue field with a red cross bordered in white. It is this flag that is used today. The design was proposed by Matthias Thordarson. He explained the colours as blue for the mountains, white for ice and red for fire [...]

            The flag was officially accepted by the king 30 November 1918 and adopted by law as the national flag the same day.

            It was first hoisted (as a state ensign) 1 December 1918.

            On this day Iceland became a separate kingdom united with Denmark under one king."

            Þorsteinn Briem, 16.9.2015 kl. 13:46

            53 Smámynd: Jóhann Kristinsson

            Er svissneski vitringurinn og liðþjálfi þögunarhersins mættur á svæðið.

            Kveðja frá Houston

            Jóhann Kristinsson, 16.9.2015 kl. 13:56

            54 identicon

            Þöggun.

            Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 14:58

            55 Smámynd: Jóhann Kristinsson

            Gott að þú skildir þetta svisslendingur.

            Kveðja frá Houston

            Jóhann Kristinsson, 16.9.2015 kl. 15:13

            56 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

            Jóhann, hvar ,,hérna"?  

            Segist þú ekki alltaf vera í Houston?

            Annars ert þú allajafna eigi svaraverður.  

            Kemur aldrei neitt af viti frá þér frekar en öðrum öfga-framsjöllum.

            Þú ert gubbunarverður.

            Gubb.

            Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.9.2015 kl. 15:24

            57 Smámynd: Jóhann Kristinsson

            Sko þarna sannar Ómar Bjarki það sem eg skrifaði, um að gera að hrauna yfir manninn og vonast til að það sé hægt að þagga niður í manninum.

            Ég Ómar Bjarki veit allt betur en allir aðrir og ef fólk hefur ekki sömu skoðun og eg Ómar Bjarki, þá eigið þið bara að halda kjafti.

            Kveðja frá Houston

            Jóhann Kristinsson, 16.9.2015 kl. 15:55

            58 identicon

            Sæll Ómar.

            Forsetaúrskurður um skjaldarmerki Íslands, lög nr.35,
            frá 17. júní 1944 og tóku gildi 1. desember það ár,
            eru þau lög um skjaldarmerki Íslands sem í gildi eru:

            Skjaldarmerki Íslands er silfurlitur kross í heiðbláum feldi með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í rendur skjaldarins á alla fjóra vegu. Breidd krossmarksins skal vera 2/9 af breidd skjaldarins, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd skjaldarins. Efri reitirnir skulu vera rétthyrndir, jafnhliða ferhyrningar og neðri reitirnir jafnbreiðir efri reitunum, en þriðjungi lengri.
            Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem getur í Heimskringlu: Griðungur, hægra megin skjaldarins, bergrisi, vinstra megin, gammur, hægra megin ofan við griðunginn, og dreki, vinstra megin, ofan við bergrisann.
            Skjöldurinn hvílir á stuðlabergshellu.

            Það er ekki til sú lýðræðisþjóð í víðri veröld að hún kjósi að trana afdönkuðu og andlýðræðislegu tákni erlends valds, nýlenduherra 
            gærdagsins arðráni og kúgun holdi klæddum á þinghús sitt í stað þess
            að það skarti lögformlegu tákni sínu, skjaldarmerki hinnar 
            íslensku þjóðar sem hún fagnaði og umfaðmaði við sjálfstæði
            sitt 17. júní 1944.

            Rífum þessa ótætis kórónu niður og setjum upp hið lögformlega
            skjaldarmerki Íslands svo að ekki einasta Íslendingar heldur
            allir aðrir megi það vita um aldur og ævi að Íslendingar
            eru þjóð sem virðir lýðræði en er ekki bundinn á klafa
            arðráns og kúgunar og lætur ekki kenna sig við slíkt.

            Dagur lýðræðis var í gær. Einna helst heyrði ég í Pírötum á
            þessum degi. Fróðlegt væri að sjá viðbrögð þeirra við því sem hér
            hefur verið ritað og hvort þeir geri eitthvað með lögformlegt
            skjaldarmerki Íslands og gildir vitanlega ekki síður um aðra flokka.

            Eru þeir tilbúnir til að taka mál þetta upp, eru þeir tilbúnir til
            að leiða skjaldarmerki Íslands 1944 til þess öndvegis sem því ber?

            Húsari. (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 16:04

            59 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

            Það er ekkert sem hrekur ábendingu Ómars í upphafi.

            Það var kosið um nýja stórnarskrá og hún samþykkt.

            Það að ætla að þagga það niður eða afneita því eins og framsjallar vilja, ð það er einfaldlega ofsaskapur og afstaða sem er ótæk.

            Jafnframt að tala alltaf eins og það hafi ekki verið kosið eða að afstaða meirihluta þjóðar sé einhvernveginn allt öðruvísi en kom fram í kosningunni, - er bókstafleg handan alls röklegs samhengis.

            Afhverju berjast framsjallar ekki alveg eins fyrir því að það sé þá kosið aftur um skrána?

            Framsjallar og þjóðrembingsdrullusokkar hafa á undanförnum misserum mikið talað um það að í ESB sé kosið aftur og aftur uns ásættanleg niðurstaða fæst.

            En hvernig eru framsjallar?  Þeir hafna lýðræðislegri kosningu og láta og tala eins og kosningin hafi aldrei farið fram.

            Hversu aumur er hægt að vera? Afhverju eruð þið svo miklir vesalingar sjallar og ræfilmenni??

            Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.9.2015 kl. 16:21

            60 Smámynd: Þorsteinn Briem

            Það var ekki fyrr en á árinu 1948 að íslenska ríkið eignaðist höfundarrétt að laginu við íslenska þjóðsönginn og að ljóðinu ekki fyrr en árið 1949.

            Og lög um þjóðsönginn voru ekki sett fyrr en árið 1983.

            Lög um þjóðsöng Íslendinga nr. 7/1983

            Þorsteinn Briem, 16.9.2015 kl. 17:04

            61 Smámynd: Þorsteinn Briem

            Ísland var ekki í konungsríkinu Danmörku frá 1. desember 1918 til 17. júní 1944, heldur var það konungsríkið Ísland sem fékk nýja stjórnarskrá árið 1920 til að endurspegla þær miklu breytingar sem höfðu orðið á stjórnskipun þess. Og sú stjórnarskrá var kölluð Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands.

            Eina raunverulega breytingin
            sem varð hér 17. júní 1944 var að þá kom forseti í stað kóngs eða drottningar en íslenska þjóðin kaus þó ekki forseta fyrr en árið 1952, þegar Ásgeir Ásgeirsson varð forseti.

            Sveinn Björnsson varð fyrsti sendiherra Íslands árið 1920 og varð hér ríkisstjóri árið 1941.

            Bók um Sambandslögin 1918 eftir Matthías Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins


            "Í formála bókarinnar er það rifjað upp að Alþingi var kvatt saman tvívegis á árinu 1918 og var frumvarp dansk-íslensku samninganefndarinnar, sem nefndin undirritaði 18. júlí það sama ár og ráðuneyti Íslands féllst á þann sama dag, samþykkt óbreytt 9. september með atkvæðum 37 þingmanna, en tveir voru á móti."

            Þorsteinn Briem, 16.9.2015 kl. 17:12

            62 Smámynd: Þorsteinn Briem

            Sjálfstæðisdagur okkar Íslendinga er 1. desember en ekki 17. júní.

            "Fullveldi - Sjálfstæði gagnvart öðrum ríkjum."

            "Fullveldisréttur - Réttur ríkis
            til að beita löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi sínu."

            (Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.)

            Þorsteinn Briem, 16.9.2015 kl. 17:18

            63 Smámynd: Þorsteinn Briem

            Eina raunverulega breytingin sem varð samkvæmt stjórnarskránni 1944 var að þá varð forseti þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs.

            "75. gr. ... Nú samþykkir Alþingi breytingu á sambandslögum Íslands og Danmerkur og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna á landinu til samþykktar eða synjunar og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg."

            "Þó er óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær sem beinlínis leiðir af sambandsslitunum við Danmörku ..."

            Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands með síðari breytingum

            Þorsteinn Briem, 16.9.2015 kl. 17:20

            64 identicon

            Sæll Ómar.

            Sennilega er það svo að gildi lýðræðis, stjórnarskrár
            og skjaldarmerkis á sér þann stað þar sem buddunar lífæð
            og hringli í peningakassa nemur.

            Húsari. (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 23:21

            65 Smámynd: Þorsteinn Briem

            "Alþingishúsið var friðað af menntamálaráðherra 14. desember 1973 samkvæmt 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52/1969."

            Alþingishúsið - Minjastofnun

            Þorsteinn Briem, 16.9.2015 kl. 23:44

            Bæta við athugasemd

            Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

            Innskráning

            Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

            Hafðu samband