Nagandi spurning þegar sumir komast af en aðrir ekki.

Þegar sumir komast lífs af en aðrir ekki í stórslysum eða hamförum, verður lífgjöf hinna heppnu oft að þjakandi kvöl.

Dæmi um þetta var kona, sem ung komst af þegar Goðafossi var sökkt 1944, var á barmi sjálfsmorðs alllengi á eftir, vegna þess að hún gat varla afborið það að hafa sloppið þegar aðrir fórust.

Hún átti erfitt með að ganga um götur í Reykjavík, því að henni fannst fólkið, sem hún mætti, horfa á hana ásökunaraugum, og las úr þessu augnaráði: Af hverju lifðir þú en dóttir mín eða annar nákominn ekki.

Á 75 ára afmæli minnist maður atvika þar sem jafnvel lítt útskýranleg heppni réði úrslitum um að lifa af í stað þess að deyja.

Koma tvö atvik einkum upp í hugann þegar við blasti að smábílar, sem ég ók, lentu í svo hörðum árekstri, að bráður bani myndi hljótast af, en í bæði skiptin var sloppið með skrekkinn.

Í fyrra skiptið var lífgjöfin hreint ótrúleg. .

Á afmælisdegi eftir 75 ára líf, er ekki annað hægt en að falla á kné og þakka almættinu fyrir að vera til.


mbl.is „Hvers vegna dó ég ekki?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Víða kallinn fann hann Finn,
Framsókn sjaldan unni,
ódauðlegur Ómar minn,
út af náttúrunni.

Þorsteinn Briem, 17.9.2015 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband