"Hér á reiki er margur óhreinn andinn"

Á leið fyrir Ferðastiklur um Gæsavatnaleið er ekið um slóðir þar sem þykir reimt víða og andar margir á sveimi. Í þessu ferðalagi hafa þegar bæst við magnaðar nýjar sögur sem minna mann óþyrmilega á ljóðlínurnar í hinu fræga ljóði Á Sprengisandi eftir Grím Thomsen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á ferðalögum forðast margt,
Framsókn allt það laug um,
augum sér nú út um vart,
óbyggð full af draugum.

Þorsteinn Briem, 18.9.2015 kl. 16:43

2 identicon

Sæll Ómar.

Jón Kristófer Sigurðsson, Kristjánssonar,
hélt því hiklaust fram í bók sinni
Syndin er lævís og lipur að menn gætu verið
andsetnir; demon hefði yfirtekið líkamann.

Nú verður því ekki haldið að síðuhafa og það
á föstudegi að ofangreind orð eigi nokkurt erindi
við hann enda þyrfti andsetinn mann til að halda slíku fram!

Húsari. (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 16:47

3 identicon

Sæll Ómar.

Svo öllu sé til haga haldið
þá var það skáldaleyfi Steins Steinarrs
sem réð því að sá Jón Sigurðsson
er fæddist í Stykkishólmi 1912
var ekki síður þekktur sem Jón Kristófer,
kadett í Hernum. (Hjálpræðishernum)

Kvæðið um Jón orti Steinn því hann hugði
Jón dauðan og því tilefni að gera honum
nokkur skil.

Endalaust er hægt að bæta við þetta en hér
skal staðar numið að sinni og halda í heiðri
orð séra Jens á Setbergi sem getið er um í
Kristnihaldinu: Eigi leið þú fjandann í freistni!

Húsari. (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband