7.5.2007 | 01:25
FOSS GEIRS HAARDE AÐ SÖKKVA
Þrepafoss sem Geir Haarde var svo vinsamlegur að gefa nafn fyrir drekkingu, þegar ég var á ferð með honum í Kringilsárrana í fyrrasumar, er að byrja að sökkva í hækkandi lónið þessa dagana. Þetta sá ég á ferð yfir Hálslón 27. apríl. Fossinn er ósnortinn á bak við mig á myndinni á forsíðu bloggsins.
Sauðárfoss er líka að byrja að sökkva og skammt er í að vatn fljóti yfir fottasta hjallann í dalnum, Hraukahjalla með flugbraut og grýttum jeppa (sjá vefsíðu Hugmyndaflugs).
Þetta var fyrsta ferðin af mörgum dapurlegum sem framundan eru í sumar og næsta sumar til að sigla Örkinni um tvö önnur lón sem verða mynduð og fylgjast líka með uppþurrkun tveggja stórkostlegra fossaraða.
Á mynd með auglýsingum Íslandshreyfingarinnar sést einn þessara fossa, Kirkjufoss, fyrir og eftir uppþurrkun. Á vinstri bakkanum má sjá fólk sem sýnir vel hlutföllin.
Allt er þarna í fullum gangi, búið að gangsetja einn hverfilinn með rafmagni frá byggðalínu þ. e. rafmagn notað til að búa til rafmagn ! Bakkabræður hefðu fílað sig vel þarna ef þeir væru á lífi.
Undir Þrælahálsi urðu sárveikir þrælar Impregilo víst að sleikja gangaveggi á dögunum til að brynna þorsta sínum. Hann var forspár sá sem gaf þessum hálsi nafn í árdaga.
Athugasemdir
Sæll Ómar
Vissulega er það sorglegt þegar land fer undir vatn en það er nú samt skárra en að 10 til 30 sinnum meira land fari undir ræktun á olíu fyrir bíla.
Af hverju hverfur þú ekki frá þessum olíubruðlshugmyndum þínum og reynir að spara olíu, þá skal ég styðja virkjanastopp.
Var það ekki "náttúruverndarhreyfingin" sem bað Skanska um að senda ekki inn tilboð? Ég hefði nú heldur viljað sjá Skanska vinna verkið.
Kveðja, Gaui
Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 06:27
já það er sorglegt að sjá þetta fara allt undir vatn
Adda bloggar, 7.5.2007 kl. 08:21
Skanska hafði ekki geð í sér til að bjóða það verð sem ætlast var til að yrði boðið.
Pétur Þorleifsson , 7.5.2007 kl. 10:26
Eflaust er það rétt með Skanska en af hverju var þá hamast svona í þeim að leggja ekki fram tilboð.
Nú er mikið rætt um eyðingu frumskóga á Jamaica vegna báxítvinnslu. Þetta er hægt að lagfæra. Viljum við náttúruverndarsinnar vinna með álfyrirtækjunum að betri umgengni um báxítnámur eða viljum við hafa sem mesta eyðileggingu til að geta barist sem harðast gegn álverum á Íslandi?
Ég vel fyrri kostinn, veit ekki með ykkur.
Kveðja, Gaui
Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 11:13
Skanska bauð ekki í verkið vegna hræðslu við umhverfissamtök en eru samt að vinna við verkið! Þeir eru á svæðinu sem undirverktakar en reyndu að fela sig á sínum tíma með því að afmerkja vinnuvélar sínar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 11:25
Þau sem hættu við voru Skanska, Veidekke, Vinci, NCC...
"Útboðið á stíflugerð og borun aðrennslisganga er hið stærsta sem fram hefur farið hér á landi en áætlaður kostnaður við þessa verkþætti er um 40 milljarðar króna." Það ku ekki vera lenska að gefa upp kostnaðaráætlun verkkaupa fyrir opnun tilboða.
Pétur Þorleifsson , 7.5.2007 kl. 11:49
KristinnP. Já þetta er góð spurning. Sumir stinga upp á lopapeysum, aðrir að selja túristum jaspís steina. Raunhæfara er kannski að laga kvótakerfið svo byggðarlög geti veitt fisk.
Ég vona að þetta Álver komi árlega með einhverjar prósentur inn í þjóðarbúið. Svo lengi sem Landsvirkjun er ekki seld á braskaramarkað gengur þetta alveg upp. Ef kvótakerfið er tekið af braskmarkaði og eignarréttur settur í byggðarlagið, þá ættu byggðarlögin að geta blómstrað.
Ólafur Þórðarson, 7.5.2007 kl. 12:47
Sko, ferðamannabransinn verður aldrei annað en smábisness. Þið sjáið t.d.Mývatn og Húsavík, sem ég tel helstu ferðamannastaðina, þar grátbiðja menn um álver. Af hverju? Kvótakerfið er ekki vandamálið, heldur hversu mikið vísindamenn telja að megi veiða. Það hefur enginn sem hefur viljað afnema kvótakerfið sagt að sóknin eigi að vera ótakmörkuð, ergo: Fiskveiðar og fiskvinnsla geta aldrei haldið lífi í þeim þéttbýliskjörnum sem eru í kringum landið, svo má alltaf deila um það hvort ráðgjöf Hafró sé rétt. Við þurfum meira en fiskveiðar og vinnslu. Því fyrr sem við horfumst í augu við það, því betra.
Gorgeir og Lýgteinstæn teknólógí grúpp, 7.5.2007 kl. 13:18
Fiskveiðar eru alveg hluti af framtíðinni. Því fleiri geirar þeim mun betra.
Ólafur Þórðarson, 7.5.2007 kl. 13:26
Kristinn P - Mer finnst alltaf jafn sorglegt þegar fólk spyr á hverju eigi það að lifa og biðlar til ríkisins. Fyrst færi nú allt í kalda kol ef að ríkið ætti að vera sá aðili sem ætti að skaffa störf alltaf - það er svona svipuð hugmyndafræði og þegar Stalin var upp a sitt besta. Það á engin að ákveða það nema þú sjálfur, og þú munt líklega aldrei fara að skoða það af alvöru, nema þú áttir þig að þú verður að taka ákvarðanir sjálfur og því fyrr sem þú hefur attað þig á þessu því betra er það. Auðvitað er það erfitt þegar maður er orðinn miðaldra að fara að breyta um atvinnugrein, eða að þurfa að finna aðrar leiðir, en sorry þa a ríkið ekki að hlaupa undir bagga með þeim sem hafa tekið vitalausar akvarðanir mest allt sitt lífið - ekki nema þá að það se komið það langt að það þurfi að fara á féló. Ef að það er hlaðið undir vonir fólks með einhverju virkjana röfli og það geti bjargað öllu, þá þýðir það einfaldlega það að fólk fer ekki út fyrir þægindarammann sinn og sparkar í rassinn á sér og reynir einfaldlega að bjarga sér sjálft. Nýsköpun er grunnurinn að þessu öllu - ef þú getur ekki skapað neitt nýtt sjálfur eða færð ekki hugmyndir, farðu þá og bakaðu pönnukökur handa þeim sem fá hugmyndir í þínu sveitarfélagi - þeir eru gull sinn virði. Það er einfaldlega þannig að sumir fá hugmyndir og aðrir ekki - þeir sem fá hugmyndir á að virða, jafnvel þó að hugmyndirnir virðar vitlausar í upphafi. Það að fá hugmyndir er gríðar mikilvægt - svo getur þú þá tekið hugmyndirnar og byrjað að laga þær að raunveruleikanum og þannig vinnur þú þig áfram. En ekkert er verra en að væla sífellt að ríkið eigi að bjarga þér. Það á nákvæmlega ekki að gera það. Þá fer fyrst allt í kaldakol.
óskilgreindur, 7.5.2007 kl. 13:39
Ætli nokkur í Íslandshreifingunni hafa heyrt talað um Stern-skýrsluna. Hópur alþjóðlegra vísindamanna mælir með að ál sé framleitt á Íslandi. Um það má lesa HÉR
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 16:01
Var mælt með því að sigla í sex vikur með súrál frá Ástralíu tuttugu sinnum á ári ?
Pétur Þorleifsson , 7.5.2007 kl. 16:11
Samkvæmt mínum heimildum kostar það 5GJ af orku að flytja 2tonn af báxíti sem verður að 1 tonni af áli frá Ástralíu til Íslands með skipi. Þess vegna er orkusparnaðurinn bara 95GJ/tonn en ekki 100GJ/tonn.
Kveðja, Gaui
Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 16:20
En Ómar, hvenær ætlar þú að fjarlægja bíldrusluna þína og bensínbrúsana sem liggja þarna á víð og dreif í Kringilsárrana ????? Þetta er nú bara ekkert annað en sjónmengun...
starfsmaður á Reyðarfirði (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 17:06
Er þessi foss virkilega svona einstæður? Þetta er komið út í öfgar.
Guðmundur Björn, 7.5.2007 kl. 17:24
Það er vægast sagt sorglegt að lesa þessar athugasemdir hér að framan. Og af hverju. Jú, menn virðast fjarskalegir rörasýnarar þó ekki sé meira sagt. Þar á ég við, að eina lausn á vanda okkar Íslendinga sé að sétja upp álgleraugu. Ætli það sé ekki svipað með álkóngana og kvótaeigendur í dag, að þeir hugsa fyrst og fremst um sig sjálfa, skítt með hina samanber hvað er að gerast á Bolungarvík.
Þorkell Sigurjónsson, 7.5.2007 kl. 18:24
Sæll Ómar
Mér líkar þínar umhverfishugmyndir, að mestu leyti. Það fer hins vegar ekki saman með umhverfisstefnu að segja að brýnasta mál Reykjavíkur sé að byggja mislæg gatnamót! Umhverfisstefna og aukin bílafloti fer alls ekki saman, og mislæg gatnamót gera ekkert nema að auka á bílaumferð, sem er herfilega mikil fyrir. Helsta umhverfisverndarmál Reykjavíkur væri einmitt að koma flugvellinum burt úr Vatnsmýrinni til að hægt væri að byggja hér þéttbýli með áherslu á aðra samgöngumöguleika en einkabílinn. Aukin útþensla úthverfabyggðar kallar á aukna bílaumferð, sem er hreint ekki umhverfisvæn.
Kær kveðja
Heimir Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 10:24
Þegar ég horfi á mannlífið og atvinnulífið blómstra á Stór-Reyðarfjarðarsvæðinu í dag og ber það saman við eymdina fyrir framkvæmdir, þá segi ég svo sannarlega já, þessari fossasprænu var svo sannarlega fórnandi fyrir það. Enda nóg af þessu um allar koppagrundir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.5.2007 kl. 11:11
Svona fossaraðir eru nánast í hverjum einasta firði hér á austfjörðum. Mjóafirði, Seyðisfyrði, Vopnafirði....
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.5.2007 kl. 11:13
Ég vil nú eiginlega bara endurtaka spurninguna hér að ofan. Hvernig fara mislæg gatnamót saman við náttúruvernd?
Kveðja, Gaui
Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 11:56
Landið eitt við áttum
undir himni blá.
Njóta næðis máttum,
nýta fiskiá,
vaða vötnin tæru,
vitja um lóm og gás,
dást að hrís og hæru,
hreindýr sjá á rás.
Gráta lönd og lindir,
leirinn fyllir á.
Fiskur feigur syndir,
flýja gæsin má.
Sandrok starir strýkur.
Stoltur fyrrum, einn,
augum aftur lýkur
úfinn, soltinn hreinn.
Eftir eina viku
aftur vilja á þing
þeir er sættir sviku
og selja blóm og lyng,
þeir er landið ljósa
leigja - álvers þý -
en loksins - loks skal kjósa
landi þing á ný.
Hopar fönn af fjöllum,
fjólu kyssir blær.
Hitnar hamratröllum,
hlýna vötn og sær.
Nú er sól í sinni,
sinan jafnvel grær
því Jón er ekki inni.
Aftur landið hlær.
Gilitrutt (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:04
Það er gott að vera skáld eða skemmtikraftur. Ein góð vísa eða brandari og fólk fær fólk til að horfa fram hjá aðgerðum sem kæfa hálfan hnöttinn í kolareyk.
Mæli með kaflanum í Gerplu þegar Þorgeir stígur upp úr tjörutunnunni eftir að hann heyrir skáldið mæra "sigur" víkinga á Aðalráði konungi.
Mengun hverfur ekki við það að loka augunum, flytja hana til Kína, yrkja vísu eða segja brandara. Ferðamenn og mislæg gatnamót auka mengun, álver knúin með vatnsorku minnka mengun ef lágmarks skynsemi er beitt.
Kveðja, Gaui
Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:53
Mig langar að benda á einn punkt varðandi mislæg gatnamót og umhverfisstefnu. Einkabíll eyðir og mengar minna í jöfnum, tiltölulega hröðum akstri (70-90 km/klst, miðað miðað við hraðatakmarkanir á íslenskum vegum) mislæg gatnamót stuðla að betra flæði í umferðinni og auknum meðalhraða. Einkabíll sem er stöðugt að taka af stað og stoppa og akandi á litlum hraða mengar hlutfalslega meira. Að mínu mati þarf að bæta almenningssamgöngur á stórreykjavíkursvæðinu til muna til þess að einhver grundvöllur sé til þess að fækka einkabílum.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 12:18
Ekki ætla ég að mótmæla þessu með meðalhraða og bensíneyðslu Guðmundur, sér í lagi ef tilraunin er framkvæmd inni á tilraunastofu. Mun áhrifaríkari leið er hins vegar að reyna að minnka umferð, eins og þú nefnir til dæmis með því að auka almenningssamgöngur.
Þétting byggðar, auknar almenningssamgöngur og hjólreiðar væru æskileg þróun.
Kveðja, Gaui
Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.