22.9.2015 | 14:24
Ævinlega spurning um hve langt eigi að ganga.
Að mörgu er að hyggja þegar gripið er til aðgerða gegn stefnu erlendra ríkja í einstökum málum. Skoða verður til dæmis vel í mannréttindamálum hve langt eigi að ganga, því að sé gengið of langt, kann það að skaða góðan málstað meira en gagnast honum.
Ef það sést við nánari skoðun, að ráðlegast sé í ljósi nýrra upplýsinga og stöðumats að lagfæra aðgerðir, sem ákveðið hefur verið að grípa til, á að sjálfsögðu að gera það en láta samt skýrt í ljósi eftir sem áður hugsunina að baki aðgerðum svo að það liggi skýrt fyrir, að lagfæringin sé ekki gerð til að styðja mannréttindabrot.
Nýjustu fréttir um að fjársterkir Gyðingar hyggist beita auði sínum til þess að draga til baka 15 milljarða fjárfestingu i lúxushóteli við Reykjavíkurhöfn eru vonandi ekki alls kostar réttar.
Það er erfitt að trúa því að gengið verði svo langt, því að fari málið á þann veg verður varla málstað Ísraelsmanna til framdráttar.
Fyrir liggur að í gildi er sérstök samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá 1967 varðandi ólöglegt hernám Ísraelsmanna og harkaleg framkvæmd hernámsins, sem hefur staðið í 48 ár og er skýrt brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Þótt skilgreiningu sniðgöngunnar sé breytt til samræmis við það sem aðrar þjóðir hafa gert, á það alls ekki að túlka sem breytingu á afstöðu gegn þjóðréttarlegum og mannréttindalegum brotum Ísraelsmanna.
Vilja að tillaga borgarstjórnar standi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Öryggis- og refsiaðgerðir sem Ísland framfylgir - Utanríkisráðuneytið
Þorsteinn Briem, 22.9.2015 kl. 14:59
Viljum við svona fjárfesta? Væri það ekki hið besta mál að þeir færu burt? Þeir eru ekki hér af góðmennsku og gjafmildi. Þannig að það ætti ekki að vera mikið mál að finna aðra sem ekki eru í pólitík og sjá þarna gróðavon. Núpó lét þó vera að skipta sér af því hvað hér var sagt og hugsað.
Hábeinn (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 15:32
Nei við viljum ekki svona fjárfesta. Við viljum bara Nató, stríð, niðurrif og eyðileggingu. Ú á uppbyggingu. Ú á velferð. Ú á allskonar.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 15:51
Ja, hver skrambinn. Ómar Ragnarsson er afskaplega hissa á að gyðingar hugsi sig um tvisvar, áður en þeir fjárfesta í gyðingahatursborginni Reykjavík, og telur það ekki þjóna hagsmunum Ísraels. Hvur andskotinn, þetta er náttúrulega helber dónaskapur að neita að fjárfesta hjá hatursfólki sínu.
Það er nú reyndar dálítið erfitt að taka Ómar alvarlega þegar kemur að þessum málum, því hann veit ekki einu sinni út á hvað ályktun 242 frá 1967 gengur. Í hans meðförum er ályktunin "varðandi ólöglegt hernám Ísraelsmanna og harkaleg framkvæmd hernámsins"
Í undirheiti ályktuninnar felst tilgangur hennar, en á íslensku er það "Land fyrir frið"
Sem sagt, Ísrael skilar landi fyrir frið, og viðurkenningu á Ísrael og landamærum landsins. Eftir herfilegar ófarir Egypta 1973, sáu þeir að frekari hernaður gegn Ísrael væri tilgangslaus, og gengu þeir að samningaborðinu 1979 og undirrituðu Camp David samkomulagið. Egyptar fengu landið sitt til baka, og í staðinn viðurkenndu þeir Ísrael og landamæri þess. Jórdanir fóru sömu leið 1994. Ályktun 242 frá 1967 hefur því verið uppfyllt af Ísrael, Egyptalandi og Jórdaníu.
Eina landið sem hefur neitað að vinna eftir ályktun 242 er Sýrland.
Þetta veit Ómar náttúrulega, en kýs að viðhalda áróðri og lygum, sem ætluð er til að normalisera gyðingahatur.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 18:31
Gyðingurinn Elsa Hrafnhildur Yeoman, fulltrúi Bjartrar framtíðar í borgarstjórn Reykjavíkur, hatar þá væntanlega sjálfa sig, samkvæmt nafnleysingjum og múslímahöturum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Þorsteinn Briem, 22.9.2015 kl. 19:08
21.12.2014:
Framsóknarflokkurinn missir um helming fylgis og borgarfulltrúa til Bjartrar framtíðar
Þorsteinn Briem, 22.9.2015 kl. 19:11
Mikið rétt hjá þér Ómar eins og svo oft áður. Það er talað um einelti við gyðinga, sem er reyndar frekar hlægilegt eða sorglegt eftir því hvernig horft er á málið, en í mínum huga er eineltið núna á einn mann Dag B. Eggerssson. Alveg ótrúlegt að fólk skuli ekki sjá þessi hatrömmu viðbrögð Ísraela er í engu samræmi við ályktunina. Og þeir víla ekki fyrir sér að vilja refsa allri þjóðinni fyrir ákvörðun einnar örborgar, ef menn sjá ekki naugðunina í þessu af hendi Ísraela þá skil ég ekki þjóðarsálina. Það er bara svo einfalt, og í stað þes að arga og garta á Dag, þá ætti fólk að standa saman um að lágmarka skaðann. En það er ekki aldeilis, nú skal láta sverfa til stáls með blóðbragð í munni. Og ég tek það fram að ég er enginn aðdáunarmanneskja Dags B. Eggerssonar, en ég fyrirlít allt einelti, það er nefnilega ógeð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2015 kl. 19:21
6.1.2014:
"Utanríkisráðuneytið telur öll rök hníga að því að vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum Palestínu séu merktar með viðeigandi hætti þannig að íslenskir neytendur séu upplýstir um uppruna þeirra ..."
Utanríkisráðuneytið - Alþingi
Þorsteinn Briem, 22.9.2015 kl. 19:28
Ásthildur Cecil hefur lagið á þessu!
Hún er hætt að tala um gyðinga, og talar nú um Ísraela. Telur væntanlega að það sé betra að dæla út gyðingahatrinu, ef hún hættir að tala um gyðinga, og fer að tala um Ísraela.
Og nú eru víst allir gyðingar Ísraelar, jafnvel fjárfestarnir sem um er rætt, annar þeirra Bandaríkjamaður, og hinn Englendingur.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 19:33
Ég hélt að Sjálfstæðisflokkurinn vildi bílastæði en ekki hótel.
Þorsteinn Briem, 22.9.2015 kl. 19:38
Ég átta mig nú ekki á þessari eineltisumræðu Ásthildar. Borgarstjórnarmeirihlutinn segist berjast fyrir auknu lýðræði. Ef þau hefðu nú bara staðið við sína stefnu og hleypt borgarbúum að borðinu til að tjá sig um málið þá þyrfti meirihlutinn - eða Dagur - ekki að væla undan einelti. Á maður að vorkenna þeim fyrir að framfylgja ekki eigin stefnu? Hversu mikil getur meðvirknin eiginlega orðið? Ég held þú hafir náð að toppa þig í meðvirkni í dag Ásthildur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 19:40
Veit ekki betur en að Reykvíkingar hafi getað tjáð sig um þetta mál og önnur eins og þeim sýnist hverju sinni.
Þorsteinn Briem, 22.9.2015 kl. 19:47
Ég held það sé bara nánast enginn á móti sniðgöngutillögunni nema öfgastjórnin í Ísrael og svo framsjallar hér innanlands sem hafa gert sig að fífli.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2015 kl. 20:03
Sumir eru fastir í gyðingum, bara eins og það sé Ísrael í allri sinni dýrð. Sennilega er Ísrael akkelesarhæll gyðinga, eins og Isis er akkelesarhæll múhameðstrúarfólks.
Jónas Ómar Snorrason, 22.9.2015 kl. 20:10
Hilmar við erum EKKI að tala um gyðinga heldur Ísraela, og ísraels yfirvöld sem ganga gegn aljóðalögum, mér þykir leitt að þurfa að leiðrétta þig og fleiri hér sem dæma úr sér illgirni og sennilega algjörlega ómeðvituðum háleilagleika Ísraelsstjóðrnar í öllum athugasemdum, sem ég nenni ekki að ræða hér. En þetta hefur í raun og veru ekkert með gyðinga heimsins að gera, heldur hvernig Ísraelsstjórn hagar sér á herteknum svæðum á Gaza.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2015 kl. 20:15
Það eru engin hertekin svæði á Gaza.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 20:34
Ásthildur : Ég heyrði þetta sama fullyrt í fréttum Ríkisútvarpsins í dag. En það verður ekki rétt þar fyrir. Gasa er ekki hertekið svæði, nema að maður líti svo á að Hamas hafi hertekið svæðið og íbúa þess. Ísraelsríki dró sig algerlega til baka frá Gasa á árinu 2005 og flutti þá fáu gyðinglegu landnema sem þar bjuggu með valdi burt af svæðinu. Íbúarnir fengu að kjósa og kusu Hamas yfir sig. Síðan hafa þeir ekki fengið að kjósa aftur. Hamas pyntar og myrðir alla andstæðinga sína. Kannski má tala um að svæðið sé í herkví. Það er til þess að hindra smygl á morðvopnum inn á svæðið. Hið sama gerir Egyptaland í suðri. Á ekki að sniðganga Egyptaland þess vegna? Þúsundir tonna af matvælum, byggingarvörum og lyfjum fara yfir landamærin frá Ísrael yfir á Gasa á hverjum degi. Eftir öryggisskoðun.
Sæmundur G. Halldórsson , 22.9.2015 kl. 20:38
Í gær:
Utanríkisstefna Framsóknarflokksins - Allt að sautján milljarða króna tap á ári vegna innflutningsbanns Rússa
Þorsteinn Briem, 22.9.2015 kl. 20:47
Ekki eru allir i Ísrael slæmir, An honest Israeli Jew tells the Real Truth about Israel https://www.youtube.com/watch?v=etXAm-OylQQ .En það eru þeir sem raða og ég er als ekki viss um að þeir séu gyðingar.það æti að vera auðvelt fitir Íslendinga að etja sig i spor palenstinu fólksins smá þjóð sem hefur aldrei haft her.svona snýst jörðin
https://www.youtube.com/watch?v=U1Qt6a-vaNM
Helg Armannsson (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 22:04
Ásthildur,ég hélt að þú værir betur upplýstari en þetta en því miður verð ég að segja þér að það er engin her í Gaza eða á Vestubakkanum.
Hamas hefur hertekið sitt eigið fólk á Gaza...
Rósa (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 00:53
Ásthildur er ekkert illa upplyst þeir skjótast inn þegar þeim dettur i hug ryðja niður húsum eða lata sprengjur rigna yfir fólkið ég held þú sest kannski illa innræt Rosa að vera að koma með svona rugl
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 03:57
"Hin svokölluðu herteknu svæði Palestínumanna nú eru vesturbakki ánnar Jórdan og Gaza ströndin við Miðjarðarhaf. Samanlagt eru á þessum svæðum rúmlega 4 milljónir Palestínumanna sem búið hafa við hernám Ísraela síðan 1967".Þetta segir vikipetia, og ég geri ráð fyrir að þetta orði svokölluðu herteknu svæði sé af sama toga og einn foringi segir þegar hann tjáir sig um hrunið: þetta svokallaða hrun.
En það er einmitt til að friða herskáa Ísraelsmenn. En að halda því fram að Gaza sé ekki hernumið land er bara rugl. Gazaströndin og vesturbakkinn hafa verið hertekin svæði frá 1967.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2015 kl. 10:25
What is at stake for Russia in Syria? - BBC
Þorsteinn Briem, 26.9.2015 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.