23.9.2015 | 08:44
Sumarið ekki búið fyrr en það er búið.
Svalt veðurfar fram eftir sumri varð til þess að margar svartsýnispár og fréttir um vandræði sem af kuldunum hlytust skutu upp kollinum.
Í gúrkutíð í fréttum var ágætt út af fyrir sig að fá eitthvað bitastætt til að segja frá.
Hrun berjasprettu var aðeins ein af þessum fréttum, en líklega var stærsta fréttin um það að hætta væri á hruni í vatnsbúskap Landsvirkjunar með milljarða tjóni.
En íslenskt veðurfar er óútreiknanlegt í báðar áttir, bæði hvað snertir hlýindi og kulda, úrkomu og þurrka.
Nú stefnir hraðbyri í ágæta berjasprettu, þótt seint sé, og jafnvel sýnist líklegt að Hálslón fyllist áður en það fer að hausta.
580 rúmmetra innrennsli á sekúndu fyrir nokkrum dögum er einsdæmi á þessum árstíma sem og allt að 15 stiga hiti á Brúaröræfum dag eftir dag.
Það mætti orða þetta þannig, að sumarið sé ekki búið fyrr en það er búið, jafnvel langt fram eftir hausti.
Ræst hefur úr berjasprettu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.