Hraðar framfarir í gerð bensínhreyfla kunna að breyta miklu.

Langt fram eftir fyrsta áratug þessarar aldar var það hald manna, að dísilvélin væri að vinna sigur í kapphlaupinu við bensínvélina um hylli kaupenda og þar með framleiðenda. 

Stórbætt tækni við innspýtingu og þróun forþjöppu og millikæla olli því að dísilvélin, sem eitt sinn skilaði aðeins rúmlega 20 hestöflum á hvern lítra sprengirýmis, var kominn upp í 100 hestöfl á hvern lítra. 

Útblástur gróðurhúsalofttegunda var kominn langt niður á dísilbílunum og menn spáðu jafnvel algerum ósigri bensínhreyfilsins. 

Volkswagen verksmiðjurnar höfðu verið í fararbroddi í þróun dísilvélanna allt frá því er Golf dísil með forþjöppu setti ný viðmið í kringum 1980. 

En í viðtali fyrir 10 árum sagði tæknisérfræðingur Fiat verksmiðjanna að bensínvélin ætti enn mikið eftir og að bylting myndi verða í afköstum og mengunarvörnum. 

Þetta gekk eftir með tilkomu Fiat Twin-air vélinni og síðar Ford Ecoboost, en þar skila tveggja og þriggja strokka smávélar allt upp í 125 hestöflum á hvern lítra sprengirýmis. 

Útblástur sótagna og fleiri slæmra efna er mun minni en á dísilvélum og til dæmis hefur verið á döfinni í París að stórminnka hlut dísilbíla.

Hér á landi hafa dísilvélar komið vel út á veturna, því að þær virðast ekki eins næmar fyrir áhrifum kuldans á eyðsluna og bensínvélar.

En bensínvélarnar sækja líka á á því sviði og framundan er spennandi einvígi þessara tveggja höfuðgerða bulluhreyfla auk þess sem áframhaldandi framfarir í gerð rafbíla munu óhjákvæmilega fara að skila sér þegar bestu olíulindir jarðar fara að þverra og orkuskipti óumflýjanleg.  

Bílaframleiðendur eru grunaðir um græsku varðandi mælingar á eyðslu og mengun og stundum er of mikill munur á uppgefinni og oft hlægilega lítilli eyðslu og raunverulegri eyðslu. 

Hyondai verksmiðjurnar voru til dæmis staðanar að svindli á hluta til í Bandaríkjunum í fyrra, ef ég man rétt.

Gríðarlegar fjárhæðir og hagsmunir eru í húfi. Við erum að sjá svipað fyrirbæri og þegar fyrst komst upp um lyfjamisnotkun íþróttamanna.  

 


mbl.is Boða endalok dísilbílsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsæknustu vélar síðustu ára eru með eldsneytiskerfi dísilvélar og kveikjukerfi bensínvélar og ganga fyrir bensíni.

Twin Air vélin frá FIAT er þar að auki með innsogsventla sem ekki eru knastásdrifnir.Með því móti næst mun betri nýtni á litlu álagi þar sem vélin þarf ekki að rembast við að totta loft meðfram nær lokuðu innsogspjaldi. Við fullt álag galopnast ventlarnir á augabragði og skella í lás rétt fyrir toppstöðu og tryggja þanni hámarks loftflæði og vélarafl.

Innan fárra ára verða einungis stærstu bílar með 4 cyl vélum, -vísitölubílarnir verða ýmist 2 eða 3 cyl en kraftmeiri en núverandi vísitölubílar.

Koeningsegg er svo að þróa knastáslausar vélar sem eru alfarið án mekanísks tímagírs og knastása:

http://www.core77.com/posts/24576/Christian-von-Koenigseggs-Camshaft-Free-Free-Valve-Engine-Smaller-More-Powerful-More-Efficient

Þetta eru reyndar aðferðir sem lengi hafa verið notaðar í risastórum dísilvélum í skipum þar sem innsprautun og ventlar eru rafdrifin. 

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 16:03

2 identicon

Einvígi þessara tveggja höfuðgerða bulluhreyfla hefur staðið lengi og sér ekki fyrir endan á því. það sem er fyrirsjáanlegt er að orkuskiptin verða frekar yfir í lífdísil, metanól og annars sem nota má á þessar vélar en rafmagn sem framleitt er með kjarnorku eða bruna kola og annarra mengandi orkugjafa. Í 180 ár hafa framfarir í gerð rafbíla átt að leysa bulluhreyflana af hólmi. Ekki er von á neinni byltingu í þeim efnum og framfarir í gerð rafbíla leysa ekki þann vanda hvaðan rafmagnið á að koma.

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 16:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Production of energy by European Union Member State by type, 2012:

Production of energy by EU Member State by type, 2012

Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 16:46

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Volkswagen's rigging of emissions tests for 11m cars means they may be responsible for nearly 1m tonnes of air pollution every year, roughly the same as the UK's combined emissions for all power stations, vehicles, industry and agriculture, a Guardian analysis suggests."

VW scandal caused nearly 1m tonnes of extra pollution, analysis shows

Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 17:12

7 identicon

Hábeinn, hvaðan hefur þú upplýsingar um að biodiesel mengi minna en jarðefnaeldsneyti? Skv. þeim upplýsingum sem maður finnur á netinu, er útblástur síst betri frá vélum sem nota biodiesel. Þar við bætist það álag, sem framleiðsla á þeim olíum hefur á þegar oflestað lífríki jarðar við ræktun á olíuríkum plöntum?

Segafredo (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 17:46

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allir þessir dísel-fólksbílar eru til komnir vegna reglugerða, sem hafa verið lobbíaðar inn af verkfræðingum sem eru að pranga út dýrari lausninni á kostnað betri lausnarinnar.

Hefur ekkert með gróðurhúsagufur að gera.

Dísel trukkar eru á götunum vegna þess að það er praktískara.  Minna eldsneyti per tonn af vöru, það er ódýrara.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.9.2015 kl. 17:47

9 identicon

Ég sagði ekki að biodiesel mengi minna en jarðefnaeldsneyti. Ég sagði að biodiesel gæti verið eitt af því sem kæmi í stað jarðefnaeldsneytis þegar það klárast. En orkuskiptin sem Ómar talar um verða ekki yfir í rafmagn meðan aðrar lausnir eru hentugri fyrir flesta jarðarbúa.

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 18:54

10 identicon

Tæknilausnir sem eru rétt ókomnar áratugum saman

en vélarnar líta eins út og áður fyrir utan

bein innspýting með betri stýringu vegna tölvutækni

betra efnisval sem gefur möguleika á hærra þjöppuhlutfalli

tölvustýrðar sjálfskiptingar

Lélegasta nýtingin bensínhreyflis er framleiðasla á hita/kulda eftir aðstæðum og rafmagni fyrir ljós og þægindi ökumanns

Grímur (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 20:51

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef aldrei áður heyrt talað um "bulluhreyfil", en bullustrokkur er til.

Talað er um sprengihreyfil... man ekki eftir hinu. Nýyrði?

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2015 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband