Stundum fyrstir - stundum síðastir.

Það er oft í ökkla eða eyra varðandi áhuga Íslendinga á nýjungum. Annað hvort erum við fyrstir og fremstir allra eða aftastir á merinni. 

Við vorum langfremstir í kaupum á fótanuddtækjum hér um árið, sem voru í mörg ár á eftir jafnvel óupptekin úr kössum í geymslum hjá fólki, eftir að dellan hafði gengið jafn hratt yfir og hún hafði byrjað. 

Farsímanotkun var fljót að breiðast út, svo og notkun nets og snjallsíma. 

En á ýmsum öðrum sviðum drepur íhaldssemi allt niður, einkum hvað varðar viðbrögð hins opinbera, svo sem varðandi noktun dróna og nú síðast sjálfkeyrandi bíla. 

Af svari Ólafs Guðmundssonar hér á netinu að dæma virðast allar aðrar þjóðir vera á undan okkur Íslendingum varðandi þessa stórkostlegu tækni, og áhugaleysið undravert, miðað við það hve um mikla tækniframför er að ræða. 


mbl.is Eru sjálfkeyrandi bílar löglegir á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það lýsir mikilli óþolinmæði að ætlast til þess að við tökum upp tækni sem ekki er komin á markað. Aðrar þjóðir eru ekki á undan okkur þó eitt fylki í Bandaríkjunum hafi gefið Google undanþágu fyrir tilraunaverkefni. Það má búast við því að við verðum allavega samstíga fyrstu þjóðum þegar sjálfkeyrandi bílar koma á markað.

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 12:34

2 identicon

Þjóðverjar verða fyrstir. Benz, BMW & VW keyptu Here Maps af Nokia til að tryggja að þeir hefðu aðgang að öflugu GPS kortakerfi en þyrftu ekki að stóla á Google, Garmin eða aðra.

Benz er leiðandi í þessari tækni og mætti ætla að sjálfkeyrandi Benz eða Smart verði komnir á götuna eftir 10-15 ár (ef ekki fyrr).

Helsti flöskuhálsinn er lagaumhverfið en Benz gæti í dag afhent al-sjálfkeyrandi bíl innan 1 árs að mínu mati.

Hans (IP-tala skráð) 26.9.2015 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband