Sannleikskorn að einu leyti.

Þegar Bretar reyndu að komast að samkomulagi við Rússa um bandalag gegn innrás Þjóðverja í Pólland strandaði á nokkrum þýðingarmiklu atriðum. 

Eitt var það, að þegar Munchenarsamningurinn var gerður án þess að Sovétmenn fengju að ráða nokkru um það, og það varð til þess að Þjóðverjar lögðu undir sig Tékkóslóvakíu og voru í einu vetfangi komnir upp að vesturlandamærum Sovétríkjanna varð Stalín að sjálfsögðu tortrygginn í garð Breta og Frakka sem með þessari samningsgerð hafði hleypt Þjóðverjum inn í Tékkland án þess að hleypt væri af einu einasta skoti. 

Þetta leit út eins og Vesturveldin væru að beina Þjóðverjum í austurveg. 

Meðal þess sem samningaviðræður um samræmt viðnám gegn Hitler strönduðu á var pólskt fyrirbæri, sem nefnt er "Russofóbía", landlægur ótti Pólverja við hinn volduga nágranna sinn.

Forsenda fyrir því að Rússar gætu hjálpað Pólverjum var að þeir gætu sent herlið sitt um pólskt land til að takast á við Þjóðverja.

Þetta fannst Pólverjum óbærileg tilhugsun og þar með var botninn dottinn úr bitastæðri andstöðu breta, Frakka og Rússa við innrásina í Pólland.

Í ljós kom að Bandamenn áttu ekki neina áætlun um innrás inn í Þýskaland sem auðvitað var forsenda hernaðar vestan frá.

Ekkert gerðist á vesturvígstöðvunum sjö fyrstu mánuði styrjaldarinnar. 

 

Niðurstaða Stalíns var rökrétt: Illskásti kosturinn yrði að friðþægja Hitler og tryggja með því hernaðaraðstöðu Sovétríkjanna í Austur-Evrópu.

Fram að þessu höfðu Vesturveldin stundað friðþægingarstefnu og nú var komið að Rússum.  


mbl.is Að hluta Pólverjum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er ekki allt sem sýnist og sagan er skrifuð af sigurvegurunum amk fyrstu 5 til 100 árin oftast! En Rússar höðu ástæði til að treysta ekki bretum það er ljóst í dag. Aðgerð óhugsandi var hún kölluð og hún var svo leynileg að engin vissi um hana fyrr en 1998. þarna átti að nota þyska herinn eða restina af honum í júni 1945 til að fara fremstan í árás á rússa.

Svo áttu USA og UK að koma skrefinu á eftir þeim þýsku sem höðu nú reynsluna af því að eiga við rússa! Nú og svo voru USA með ráðagerð um "Biltzkrig" þar sem átti að nota kjarnavopn gegn rússum tilbúna í peningaskápum framm til 1988. Svo er eitthver hissa á að rússar séu og hafi verið tortrygnir í garð vesturlanda?. Ps Nei ég er ekki kommúnisti. ;o)

óli (IP-tala skráð) 28.9.2015 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband