29.9.2015 | 13:41
Litabreytingar á landslagsmyndum eru líka oft of miklar.
Litirnir víða í íslenskri náttúru eru það óvenjulegir og sterkir, að fyrr á árum reyndu útlendingar sem fengu íslenskar filmur til framköllunar að "lagfæra" litina.
Nú hefur þetta snúist við.
Þegar ég sé myndir sumra erlendra ljósmyndara og jafnvel íslenskra blöskrar mér hverni sumir fallas fyrir freistingunum til þess að láta ekki nægja að skerpa myndirnar lítillega, heldur einnig aða breyta litun svo mikið að það blasir við staðkunnugum að of langt hefur verið gengið.
Hugsanlegt er að í sumum tilfellum stari menn of lengi og mikið á myndirnar og láti aðlögunarhæfnni augans því afvegaleiða sig.
En svona lagað er hvimleitt og sem betur fer detta alvöru fagmenn ekki í þessa gryfju.
Óþekkjanleg eftir photoshop | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála Ómar. Afskaplega finnast mér ljósmyndir sem er búið að eiga við með því að breyta litum og öðru óspennandi.
Ragna Birgisdóttir, 29.9.2015 kl. 14:02
Þetta er eins og flest annað umdeilanlegt. Eiga ljósmyndarar að halda sig við það sem "augað greinir", eða hafa þeir frelsi til sköpunar?
Í raun þarf ekki að leita lengra en til flestra sólarlags- eða norðurljósamynda, til þess að finna að þar er eitthvað á ferðinni sem er ekki eitthvað sem einstaklingurinn "sér".
Þannig verða til dæmis margir ferðamenn fyrir vonbrigðum með það að sjá norðurljósin, vegna þess að upplifunin er ekki nálægt því sem flestar ljósmyndir gefa fyrirheit um.
Myndirnar hafa "safnað þeim saman" yfir lengri tíma, ef svo má að orði komast.
Það sama gildir um margar sólarlagsmyndir.
Hví skyldu ljósmyndarar ekki hafa sama rétt á því að auka litadýrð, eins og t.d. málarar?
En þetta er eins og allt annað, háð mismunandi smekk.
Og engar lög eða reglur sem ná yfir þetta, sem betur fer.
Og ef út í það er farið, er það nákvæmlega sama á ferðinni hvað varðar portrett.
En hins vegar er sannleiks- eða sönnunargildi ljósmynd nokkuð annað en oft hefur verið talið, en það er heldur ekki eins nýtt og af er látið.
G. Tómas Gunnarsson, 29.9.2015 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.