Vegagerðin versti skussinn ? Svo er að sjá.

Á fundi sem haldinn var í fyrra á Grand hóteli í Reykjavík birti ágæt ung kona niðurstöður háskólaritgerðar um það hvernig fyrirtæki á borð við Landsvirkjun, Orkuveituna, Vegagerðina og Landsnets brygðust við mati á umhverfisáhrifum og álitsgerðum Skipulagsstofnunar. 

Ég þekki mörg slæm dæmi um aðfarir Landsvirkjunar í gegnum árin þótt yfirleitt sé hægt að benda á ágætis frágang hennar á virkjanamannvirkjum sínum. 

En niðurstaða fyrrnefndrar háskólaritgerðar kom á óvart: Vegagerðin var í algerum sérflokki varðandi það að hunsa og koma sér framhjá úrskurðum og álitsgerðum varðandi umgengni við náttúru landsins og umhverfið.

Nefnd voru fjölmörg dæmi um það að hún mat umhverfisáhrif allt önnur en gert var í mati á umhverfisáhrifum eða áliti Skipulagsstofnunar, svo sem að umtalsverð áhrif væru lítil og lítil umhverfisáhrif engin. 

Þetta er samt ef til vill ekki svo óvænt miðað við framgöngu hennar í Gálgahrauni, sem senn fer að komast í betra ljós, þegar búið verður að gera öryggisúttekt á veginum þar. 


mbl.is Landvernd kærir Vegagerðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband