Kyndilberi mannréttinda að öllu leyti ?

Í tveimur heimsstyrjöldum komu Bandaríkjamenn til hjálpar til að skakka leik, þegar kristnum þjóðum í Evrópu hafði mistekist að ástunda friðarboðskap kristinnar trúar. 

Bandaríkjamenn lögðu fram fjórtán punkta Wilsons um sanngjarna og lýðræðislega lausn pólitískra vandamála eftir stríðið, stóðu fyrir stofnun Sameinuðu þjóðanna og mannréttindayfirlýsingu þeirra eftir síðara stríðið og stórfelldri aðstoð við Evrópuþjóðir, Marshall-aðstoðinni. 

Síðan þá hafa margir litið til þeirra sem kyndilbera mannréttinda og frelsis í heiminum

Engu að síður minnir sumt í réttarfari þessarar merku þjóðar frekar á ástandið í þeim málum hjá þjóðum eins og Sádi-Aröbum, Pakistönum og Kínverjum. 

Það má merkilegt heita. 


mbl.is Aftakan tókst í þriðju tilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar 

Svona er söguskýringin, en ef grant er skoðað þá kemur í ljós að Bandaríkjamenn fóru í stríð í Evrópu og Asíu eingöngu á eigin forsendum og sjálfum sér til hagsbóta.

Framganga þeirra í Asíu, Suður-Ameríku og annarsstaðar þar sem þeir vildu ítök til að ræna auðlindum annara þjóða er þeim sjálfum til skammar á sama hátt og framkoma Evrópuríkja á nýlendutímabilinu, er enn óuppgerð.

Því miður hafa margir helstu stríðsglæpamenn síðustu 100 ára orðið forsetar í þessu stóra lögregluríki.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 30.9.2015 kl. 12:43

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Eru það "kyndilberar mannréttinda" sem stunda stöðug ólögleg stríð? Eru það kyndilberar mannréttinda sem pynta fólk til bana? Eru það kyndilberar mannréttinda sem hafa fólk í haldi við illar aðstæður án dóms og laga svo árum skiptir? Eru það kyndilberar mannréttinda sem myrða fólk með fjarstýrðum flugvélum?

Varðandi fyrri heimstyjöldina. Bandaríkjamenn hjálpuðu Bretum til að "vinna" stríðið. Verðið fyrir þá "hjálp" var ansi dýr, enda var afleiðingin frekara mannfall í fyrra stríði, grundvöllur var lagður að seinna stríði, helför gegn gyðingum og stofnun (Ísralesríki Balfour yfirlýsing).

Ef einhverjir hafa valdið eymd og fótum troðið mannréttindi, þá eru það bandaríkjamenn.

Hörður Þórðarson, 30.9.2015 kl. 18:34

3 identicon

 Rússar gerðu loftárásir í dag

deildar meiningar eru um hvort "réttir" aðilar hafi verið drepnir

Það er munurinn á stríðum í dag og þegar barist var við Hitler.

Það var líka erfitt að finna Víet Kong í Víetnam þó þeir væru vissulega alltaf nálægt.

Er sanngjarnt að ætlst til að USA sé í lögguleik um allan heim og geim?

Grímur (IP-tala skráð) 30.9.2015 kl. 19:00

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Homicide mechanism chart

Þorsteinn Briem, 5.10.2015 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband