2.10.2015 | 21:09
Enginn er óhultur fyrir hlerunum.
Magnús Ver Magnússon segist hafa orðið kjaftstopp og hissa þegar hann fékk það staðfest að sími hans hefði verið hleraður og komið fyrir hlerunarbúnaði í bíl hans.
Hann hefði ekki þurft að verða hissa.
Sumarið 2005 varð ég líka hissa þegar það blasti við að sími minn og hvers sem væri í þjóðfélaginu gætu verið hleraðir og að svo virtist sem inn í þessar hleranir blönduðust menn af stjórnmálalegum ástæðum eða þeir sem hægt væri að tengja á beinan eða óbeinan hátt við umhverfis- og náttúruverndarmál.
Þegar ég sagði frá þessu síðar á blogginu vakti það nánast engin viðbrögð.
Ári síðar var greint frá því í bókinni "Framtíðarlandið" eftir Andra Snæ Magnason að NATO hefði í heræfingunni Norður-Víkingi 1999 notað bannsvæði á hálendinu til þess að æfa notkun fullkomnustu sprengju- og orrustuþotna heims í því að gera árásir á umhverfis- og náttúruverndarfólk.
Slíkt gat vart hafa gerst á annan veg en þann að íslenskir ráðamenn hefðu lagt það til eða að minnsta kosti samþykkt það.
Þetta vakti engin viðbrögð, hvorki 2006 né síðar.
Í hitteðfyrra kom í ljós að Bandaríkjamenn hleruðu símtöl leiðtoga vinaþjóða sinna í Evrópu. Út af því urðu margir hissa og töldu þetta reginhneyksli.
Símamál mitt og fleiri 2005 benti til þess að ENGINN gæti talist óhultur fyrir símhlerunum hér á landi en enginn minnist á orðið hneyksli í því sambandi.
![]() |
„Varð kjaftstopp og hissa“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lítil viðbrögð við hlerunum hér á Íslandi væntanlega vegna þess að hér búast flestir við þeim.
Þorsteinn Briem, 2.10.2015 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.