Friðarverðlaun til helstu stjórnmálaleiðtoga stórvelda orka oft tvímælis.

"Allt orkar tvímælis, þá gert er" mun hafa verið eitt af eftirlætis orðtökum Bjarna heitins Benediktssonar forsætisráðherra. 

Fáir stjórnmálaleiðtogar lögðu sig eins mikið fram um að viðhalda friði í Evrópu og Neville Chamberlain forsætisráðherra Breta en hefði hann fengið Friðarverðlaun Nóbels hefðu það þótt mistök eftir á þegar skipbrot stefnu hans blasti við. 

Það var meira en hæpið að látra Obama Bandaríkjaforseta fá þessi verðlaun, og enda þótt Angela Merkel hafi sýnt aðdáunarverða viðleitni til þess að sigla álfunni út úr stórhættu vegna átakanna í Úkraínu og flogið á tímabili eins og þeytispjald um álfur til þess að reyna að fá aðra þjóðarleiðtoga til þess að sýna hófstillingu og reka raunsækispólitík, er það engin trygging fyrir því að málin skipist þannig að hún verði eftir talin verðug þessara verðlauna. 


mbl.is Fær Merkel Friðarverðlaun Nóbels?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tvímælalaust!

Sumir hafa fengið Fálkaorðuna, enda þótt þeir afpláni nú á Kvíabryggju.

Og hvers vegna skyldi það nú vera?!

Þorsteinn Briem, 2.10.2015 kl. 22:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."

Þorsteinn Briem, 2.10.2015 kl. 22:17

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eftir tíu ár verður frú Merkel sennilega bölvað meira en nokkurri annari konu, sem uppi hefur verið. Tímans tönn sér um sína.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.10.2015 kl. 00:01

5 identicon

Ég held að Angela Merkel hafi misreiknað sig í Úkraínudeilunni.  Hún fylgdi Obama í blindni án þess að gæta þess - sem Pútín benti réttilega á - að þau hafa alls ekki sömu hagsmuni.  Ég held að hún sjái þetta allt núna en það er því miður orðið of seint.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.10.2015 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband