Stríðin endalausu ?

1979 sat stjórn, hliðholl Sovétríkjunum að völdum í Kabú í Afganistan. Svonefndir Mujaheddin, samtök öfgafullra múslima, sem naut velvilja Bandaríkjamanna, steypti leppstjórn Rússa af stóli. 

Rússar svöruðu með því að senda herlið inn í landið og framundan var sex ára blóðugt og dýrkeypt stríð fyrir Rússa. 

Bandaríkjamenn, Bretar og fleiri Vesturlönd fordæmdu íhlutun Rússa, sniðgengu Ólympíuleikana í refsingarskyni og Bandaríkjamenn studdu Mujaheddin með ráðum og dáð. 

Rússar svöruðum með því að sniðganga Ólympíuleikana í Los Angeles 1984 en drógu síðar her sinn út úr Afganistan. 

Þegar skjólstæðingar Bandaríkjamanna höfðu náð völdum og hafa síðan gengið undir heitinu Talibanar tóku þeir að sjálfsögðu upp hin hörðustu lög, mannréttindabrot og kúgun, og veittu í lok aldarinnar Osama bin Laden og samtökum hans landvist til að undirbúa árásina á Bandaríkin 11. september 2001. 

Nú var komið að Bandaríkjunum að taka upp fyrrum fordæmdar aðgerðir Kana og senda herlið til landsins til að steypa Talibönum. 

Með þessu viðurkenndu þeir í raun að fordæming þeirra á aðgerðum Rússa 1979-84 hefði verið með holum hljómi svo ekki sé meira sagt. 

Eftir 14 ára hernað í Afganistan sér í raun ekki fyrir endann á stríðsaðgerðum í landinu og af og til drepa Kanar eigið fólk eða óbreytta borgara, auk þess sem Talibanar ná umtalsverðum árangri hvað eftir annað. 

Sagan frá 1979 á sér bergmál í Sýrlandi og Líbíu og enn eru dregnar línur Kalda stríðsins varðandi það, að ráðast jafnan gegn þeim sem Rússar styðja. 

Hernaðarátök í Afganistan eru stríðið endalausa og spurning, hvort Sýrland sé á svipaðri leið. 


mbl.is Mikið mannfall í árás Bandaríkjahers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Afganistan er fjallendi með háa fæðingatíðni - þar ná ~750.000 manns herskyldualdri á ári.

Þar ríkir fornöld.

Enginn vestrænn her með einhverjar vestrænar grillur um mannréttindi er að fara að sigra þar hvorki eitt eða neitt.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.10.2015 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband