Allt hefur sinn tíma.

1961 náðust samningar í landhelgisdeilu við Breta, sem fólu í sér að Íslendingar skuldbindu sig til að vísa frekari deilum um landhelgina til Alþjóðadómstólsins í Haag.

Viðreisnarstjórnin fékk meirihluta bæði 1963 og 1967 þrátt fyrir að stjórnarandstöðuflokkarnir lýstu því yfir að ef þeir kæmust til valda myndu þeir ekki telja sig skuldbundna af samkomulaginu, enda hefðu þeir ekki greitt atkvæði með því á þingi.

En 1971 var ný staða komin upp á alþjóðavettvangi sem breytti ástandinu íhafréttarmálum og landhelgismálum í ljósi hraðrar þróunar í útfærslu landhelgi ýmissa ríkja.

Stjórnarandstöðuflokkunum tókst að gera landhelgismálið að aðalmáli þeirra kosninga, fellduViðreisnarstjórnina og færðu landhelgina út í 50 mílur árið 1972 án þess að bera málið undir Alþjóðadómstólinn í Haag.

Sjálfstæðisflokkurinn sá, að hin gamla stefna hans var ekki raunhæf lengur og að betra hefði verið að vera betur á verði, og tók því ekki aðeins upp stuðning við 50 mílna landhelgi heldur yfirbauð stjórnina og vildi 200 mílna landhelgi, stefnu sem hann bar fram í kosningunum 1974.

Kosningarnar 2017 nálgast nú óðfluga og eins og er bendir ekkert til þess að hin erfiða staða ESB muni breytast.

Það getur þýtt það að ESB-umsókn verði ekki raunhæf 2017, hvað sem síðar verður.

Allt hefur sinn tima og fari málið á þennan veg, getur farið svo að réttast verði talið af öllum flokkum, að næstu kosningar snúist alls ekki um þetta mál að svo komnu máli.

Mál eins og stjórnarskrármálið myndi til dæmis frekar geta orðið að stærsta kosningamálinu.


mbl.is Gæti stutt úrsögn úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Píratar vilja að það ráðist í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði lokið með samningi sem kosið yrði um í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Stjórnmálaflokkarnir eigi sem sagt ekki að ráða því.

Og harla einkennilegt að halda því fram að það yrði hugsanlega ekki raunhæft eftir næstu alþingiskosningar, ekki síst af manni sem barist hefur fyrir því að kjósendur ráði því sjálfir hvort hér á Íslandi verði kosið um mál í þjóðaratkvæðagreiðslum.

Á síðasta kjörtímabili samþykkti meirihluti Alþingis að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu án þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sótt yrði um aðildina en kosið yrði um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorsteinn Briem, 5.10.2015 kl. 18:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 5.10.2015 kl. 18:37

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 5.10.2015 kl. 18:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

      • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

        • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

        Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

        Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

        Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

        Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

        Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

        Þorsteinn Briem, 5.10.2015 kl. 18:44

        5 Smámynd: Þorsteinn Briem

        17.8.2015:

        "Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

        Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

        Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

        Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

        Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

        Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

        Þorsteinn Briem, 5.10.2015 kl. 18:49

        6 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

        "The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

        Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

        10.2.2015:

        "Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

        Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

        Þessi lán eru óverðtryggð."

        Þorsteinn Briem, 5.10.2015 kl. 18:51

        7 Smámynd: Þorsteinn Briem

        25.8.2015:


        Þorsteinn Briem, 5.10.2015 kl. 18:53

        8 Smámynd: Þorsteinn Briem

        1.9.2015:

        Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

        Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

        Þorsteinn Briem, 5.10.2015 kl. 18:55

        9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

        Þjóðin ætti að ráða beint um það í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu hvaða skref eða nokkur eigi að taka næst í aðildarmálinu. 

        Ef það yrði gert samhliða Alþingiskosningum 2017 myndu sjálfar Alþingiskosningarnar ekki snúast um það mál.

        Ómar Ragnarsson, 5.10.2015 kl. 20:28

        10 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Harla einkennilegt að halda því fram að alþingiskosningar snúist ekki um kjör fólks í landinu.

        Þorsteinn Briem, 5.10.2015 kl. 20:33

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband