5.10.2015 | 20:41
Líka sérstök Laxness skilti við leiðir inn í Mosfellsbæ.
Nokkru eftir að komið er inn á slétturnar austast í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum blasir við stórt skilti við vegbrúnina: "Framundan er vettvangur Burt Rutan."
Þarna er átt við einn þekktasta flugvéla- og geimskipahönnuð heims, en meðal loftfara hans var fyrsta flugvélin sem flaug í kringum hnöttinn án þess að taka eldsneyti á leiðinni.
Það ætti að reisa stór skilti á þeim leiðum, sem liggja inn í Mosfellsbæ sem minntu á sama hátt á Halldór Laxness, auk þess sem sérstakt Laxnesssetur yrði byggt upp.
Vilja Laxnesssetur á Gljúfrasteini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"...eina flugvélin sem hefur flogið í kringum hnöttinn án þess að taka eldsneyti á leiðinni."
Hvað með Steve Fosset?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 5.10.2015 kl. 21:21
Hver á að borga?
Halldór Egill Guðnason, 5.10.2015 kl. 21:58
Ekki einu sinni Brímarinn táir sig?
Halldór Egill Guðnason, 6.10.2015 kl. 01:55
Tjáir sig atti þetta að vara. (Déskotans snertiskjáir)
(Eldri menn eru síður aðlagendur snertiskjáa og ber að virða sem slíka))
g. Stund. M. Kv. A. S.
Halldór Egill Guðnason, 6.10.2015 kl. 02:02
Erlendir ferðamenn greiða kostnaðinn með aðgangseyri, eins og í öðrum söfnum hér á Íslandi.
Alla vega að hluta til.
Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.