BARNAUPPFRÆÐSLA GUÐLAUGS ÞÓRS.

Lengi getur vont versnað. Fyrir nokkrum dögum bloggaði ég um þá ótrúlegu sögufölsun sem birtist á áróðursspjaldi Sjálfstæðisflokksins þar sem því er blákalt haldið fram að flokkurinn hafi haft forystu um og barist fyrir náttúruvernd hér á landi. Ekki þarf annað en að kynna sér baráttu náttúruverndarfólks undanfarin ár til að sjá að þetta er algert öfugmæli, - ævinlega þegar deilur hafa staðið um virkjanir hefur flokkurinn staðið með virkjunum en á móti náttúruvernd.

Dæmi: Fljótsdalsvirkjun, Eyjabakkar, Kárahnjúkavirkjun, Langisjór, Norðlingaölduveita, Ölkelduháls, Kerlingarfjöll, Skjálfandafljót o. s. frv.  

Ég var að vona að það væru PR-spunadoktorar flokksins sem hefðu gert þetta spjald en í gærkvöldi kom í ljós að þetta kemur úr innsta hring. Bláeygur drengur spurði Guðlaug Þór Þórðarson í Kastljósi um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til náttúrunnar og Guðlaugur endurtók hina ótrúlegu sögufölsun án þess að depla auga.

Það er sök sér að gauka ósannindum að fullorðnu fólki sem sér í gegnum þau. Verra er að gera það gagnvart saklausum börnum. Ég vona að barnabörn mín eigi ekki eftir að njóta uppfræðslu af þessu tagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Ómar
Það er hópur fólks á Íslandi í dag sem eru mun meiri náttúruverndarsinnar en þú og eru fylgjandi virkjunum.
Virkjanir valda umhverfisspjöllum en miðað við flest annað, jafnvel margt það sem þú mælir með, eru virkjanir á Íslandi það náttúruvænasta sem ég veit um án þess að ég sé að mæla með þeim.
Ætla ekki að tjá mig um Guðlaug en varðandi öfugmæli þá ættir þú að byrja á sjálfum þér.

Kveðja, Gaui

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 13:54

2 Smámynd: Stefán Sig.Stef

Ómar þú hefur sjálfur logið að fólki viljandi, og ef barnabörnin þín eiga að hafa eitthvert lífsviðurværi þegar þau fullorðnast þá verður að nýta auðlindir landsins eins og hefur verið fram á þennan dag.

Stefán Sig.Stef, 10.5.2007 kl. 14:59

3 identicon

Sjálfstæðismenn eru í mikilli afneitun þessa daga og sannleikurinn virðist ekki mega líta dagsins ljós.

Fróðlegt var að sjá fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins afneita tölum um skattamál frá OECD, Hagstofunni og Háskóla Íslands. Í hans augum voru þetta allt rangar tölur. Þeir auglýsa að hér ríki stöðugleiki en ég held að allir landsmenn viti betur en þeir. Núna vilja þeir kalla sig velferðarflokk. Þetta er flokkur sem ætti að líta í eigin barm og átta sig á því hvað hann stendur fyrir.

Ólafur Örn Pálmarsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 15:25

4 identicon

"ef barnabörnin þín eiga að hafa eitthvert lífsviðurværi þegar þau fullorðnast þá verður að nýta auðlindir landsins eins og hefur verið fram á þennan dag." Já athyglisvert! Það eru margar leiðir til að nýta náttúruauðlind, meðal annars auðlindina í hausnum á þér vinur.

Kveðja

Már Haraldsson

Már Haraldsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 16:31

5 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Guðjón hvernig getur þú sagt að virkjanir séu umhverfisvænar. 

Það er hægt að nýta auðlindir landsins án þess að setja niður virkjanir.  Hugsum fram á veginn og nýtum þau tkifæri sem okkur gefst í allri tækniþróun og ýmiskonar hugviti það er framtíðinn,  virkjanir eru ekki framtíðarsýn.

Þórður Ingi Bjarnason, 10.5.2007 kl. 18:50

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég man ekki eftir því að Sjálfstæðsfl. hafi sagst ætla að virkja Langasjó, þó hann sé til skoðunar hjá Landsvirkjun ásamt mörgu öðru sem hefur ekkert komist á umræðustig stjórnmálaflokka. Ekki heldur árnar í Skagafirði, þar er þetta á sveitarstjórnarumræðustiginu undir forystu Samfylkingarinnar. Kerlingafjöll...osfrv. Allt tóm lýgi í þér Ómar minn. Fljótsdalsvirkjun og Eyjabakkar eru upphaflega hugarfóstur Hjörleifs Guttormssonar, hugmyndafræðings V-grænna. Það er engin furða að fylgi þitt er nánast ekkert og satt að segja tímaeyðsla að kommenta hér og reyna leiðrétta rangfærslurnar og bullið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.5.2007 kl. 20:12

7 identicon

Ósannindi eru ekki aðfinnsluverð, þau eru aðferð í kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ganga þannig um garða, ekki aðeins í umhverfismálum heldur öllum málum. Til dæmis er með endemum að þeir skuli ljúga því blákallt og óstöðvandi að að þeir hafi lækkað skatta á fólki þegar þeir hafa hækkað þá:

http://visir.is/article/20070510/FRETTIR01/70510097

Á sama hátt er þeirra náttúruvernd náttúruspjöll.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 20:27

8 Smámynd: Auðun Gíslason

Erfitt að vera sjálfstæðismaður þessa dagana.  Risaeðlan tekur kippi en svo lognast hún vonandi útaf fyrir fullt og allt!

Auðun Gíslason, 10.5.2007 kl. 21:26

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er greinilegt að taugarnar eru að gefa sig hjá Framsókn og ekki virðast Sjálfstæðismenn heldur sofa rólega þegar svona komment eins og hér að ofan eru farin að vera í tugatali.

Og atvinnuleysisáróðurinn er eitthvað það lélegasta sem hægt er að hampa í dag gagnvart öllum nema kannski elsta fólkinu. Það yngsta veit ekki hvað er verið að tala um auk þess sem yfir 30. þúsund erlendir starfsmenn eru á Íslandi. Atvinnuleysi? Þvílík rússagrýla.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.5.2007 kl. 21:48

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er svo undarlegt með þessa Sjálfstæðismenn sem finnast virkjanir vera náttúruvænar. Líklega eru það sömu mennirnir sem telja að hingað muni flykkjast ferðamenn í stórum stíl til að skoða þessar virkjanir.

Sigurður Hrellir, 11.5.2007 kl. 00:43

11 identicon

Hoover stíflanSigurður Hreinn, þú hittir naglann á höfuðið; ein allra vinsælasta "tourist attracation" í Bandaríkjunum er einmitt Hoover stíflan í Colorado. Hún dregur til sín hvorki meira né minna en u.þ.b. 40 milljónir ferðamanna árlega. Ég hef oft farið með erlenda ferðamenn Ísland, og get staðfest það að orkuverin okkar vekja einatt mikla athygli hjá þeim lang flestum, sennilega meiri athygli heldur en náttúrufegurðin okkar. Á þetta ekki síst við um jarðvarmaorkuverin okkar; Nesjavallarvirkjun og Svartsengi (þar sem umhverfisslysið Blá lónið er), en vatnsafslverin okkar vekja líka mikla athygli hjá þeim. Þeim finnst þetta mjög sérstakt, enda ólíkt heimahögum (þar sem kjarnorka eða eldsneyti með tilheyrandi mengun er notað til að framleiða raforku) og til fyrirmyndar hjá okkur að við skulum vera lang fremst í heiminum hvað varðar "græna" umhverfisvæna orku. Þess ber að geta að hér er yfirleitt um að ræða viðskiptavini/félaga mína, fólk með bakgrunn í hátækni og/eða viðskiptum, sem sagt eitthvað sem ég myndi flokka sem venjulegt fólk, en ekki bóhemískar týpur, sem líta oft á tíðum heiminn öðrum augum.

Bjarni M. (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 03:09

12 identicon

Kæri Þórður

Hugvit og framtíðarsýn er eitthvað sem á að vera sjálfsagt en mér finnst þetta hafa því miður verið tengt við það að loka augunum fyrir staðreyndum í umræðum á Íslandi undanfarið.

Stór hluti uppgangs undanfarinna ára gengur út á það að hlutir eru hannaðir í hinum vestræna heimi en framleiddir með lágmarks umhverfiskröfum í Kína. Þar er reist eitt kolaorkuver á viku að meðaltali. Nú er líka farið að ryðja frumskóg til að rækta matarolíu sem fer á bíla sem hækkar matarverð til fátæklinga og eyðir ómetanlegum náttúruauðlindum. Það eina sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir þessa eyðileggingu er að nota minni olíu en Íslandshreyfingin kemur með hugmyndir sem kosta meiri olíunotkun.

Í öllu þessu safni hugmynda sem ég hef heyrt þá fara vatnsaflsvirkjanir og álver eða kísilverksmiðja best saman við mína umhverfissýn, þ.e.a.s. skila Jörðinni, ekki bara Íslandi heilli til afkomenda minna og ykkar.

Kveðja, Gaui

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 07:33

13 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ef menn vilja spar olíu þá á ekki að fara í stóriðju eins og álver.  Það þarf að sigla til íslands með súrál, unnið á mengandi hátt í verkesmiðju go sent út aftur til frekari vinnslu.  Svo fáum við álið aftur sent í þvi formi búið að vinna úr þvi.  Hvað ættlið fari mikil olía í þessar ferðir.  Við eigum að nota það sem við getum unnið hér á landi með okkar raforku sem er umhverfivæn.  Það er eitt stórt fyrirtæki í tölfugeiranum að hugsa um að koma hingað með sýna starfsemi þar sem við höfum noga orku því þeirra fyrirtæki notar mikla orku.  En það sem þessi aðili gerir er umhverfivænt.  Ég hef ekki séð að íslandshreyfinginn vilji nota meiri olíu,  það sem ég hef séð og heyrt frá þeim þá vill íslandgreyfinginn minka olíu notkun.    Það eru aðeins tveir flokkar sem eru þess verðir að kjósa og annar þeirra er Íslndshreyfinginn.

Þórður Ingi Bjarnason, 11.5.2007 kl. 09:45

14 identicon

Ég hef verið að taka saman þetta með orkuna sem fer í að sigla frá Ástralíu til Íslands og það kostar 5GJ að koma tveimur tonnum af báxíti sem verður að 1 tonni af áli þessa leið. 5GJ=115kg af olíu. Á móti sparast 100GJ=2,3 tonn af olíu á hvert tonn sem framleitt er með vatnsorku þannig að nettó sparnaður er 2,2 tonn á tonn af áli, svo þarf reyndar að sigla með álið til baka.

Til samanburðar má nefna hugmyndina um útflutning á vatni. Það kostar 1,2 GJ/tonn að koma vatni til Alsír en þeir hafa sett up vatnshreinsistöð sem hreinsar sjó fyrir 7MJ/tonn eða um það bil 1/2% af orkunni sem þarf til að koma íslensku vatni á markað, söluverð er 150kr/tonn.

Ef þú skoðar hugmyndina um að búa til vetni á Íslandi í sambandi við áætlun Alcan um að setja upp álver í Mið-Austurlöndum þá má spara virkjir og gasið sem álverið verður keyrt á með því að frysta gasið og senda bæði gasið og báxítið til Íslands. Báxítið til vinnslu og gasið á bílaflotann. Þetta getur þú sjálfur reiknað með því að skoða nýtnitölur fyrir gasorkuver og vetnisframleiðslu.

Þú getur ekki komið ferðamönnum til Íslands án þess að brenna olíu og það leiðir til eyðingar regnskóganna, óbeint ef ekki beint.

Hér bendi ég á heimasíðu Svenska naturskyddsföreningen, þar eru leiðbeiningar varðandi bílakaup. Fyrsta tillagan er "ekki kaupa bíl"

http://www.snf.se/verksamhet/trafik/bilkop-tips.htm

Ég vona að Íslandshreyfingin og Framtíðarlandið nái þessum þroska innan 30 ára en best væri ef það gerðist strax.

Kveðja, Gaui

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 10:10

15 identicon

Fyrirgefðu Þórður

Ég gleymdi því að það kostar 50GJ/tonn af raforku að búa til álið með vatnsorku. Það jafngildir 1,15 tonni af olíu þannig að hreinn orkusparnaður jafngildir 2,2 tonnum en olíusparnaður er 3,3 tonn af olíu á tonn af áli. 3,3 tonn af olíu jafngilda 10 tonnum af CO2 sem sparast við það að framleiða ál með vatnsorku í stað olíuorku.

Kveðja, Gaui

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 10:21

16 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það vita það allir að sama hverng litð er á málið þá er vasorkan alltaf betri kostur miðað við olíu.  En það er ekki þar með sagt að við íslendingar viljum fórna okkar landi fyrir vasorkuver til að láta erlend stórfyrirtæki hagnast á.  þessi fyrirtæki sem eru að koma hingað fá ekki leyfi í sínum löndum til að fara í stóriðju þrátt fyrir að í sumumm þessara landa er nóg vatn til að búa til orku.  Þar er hugsað um þau svæði sem skemmast við virkjanir.  Við eigum að huga að þeim svæðum.  Það er hægt að gera mart í atvinnumálum landsins án þess að fara í stóriðju.

Þórður Ingi Bjarnason, 11.5.2007 kl. 11:04

17 identicon

Kæri Þórður

Ég er einungis að biðja ykkur um að opna augun fyrir náttúrueyðingu sem Íslendingar bera ábyrgð á í öðrum löndum með neyslu sinni. Ég er ekki að biðja um fleiri álver heldur sanngirni. Meðal Íslendingur eyðir 3000 lítrum af olíu á ári á meðan Nepalbúi kemst af á 25 lítrum. Þetta hvorki umhverfisvænt né sanngjarnt.

Mér er ægilega illa við hugtakið "erlend stórfyrirtæki". Hvað með íslenska fjárfesta? Í hverju fjárfesta þeir? Eru einhverjar siðferðiskröfur á fjárfestingar þeirra?

Kveðja, Gaui

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 11:19

18 Smámynd: Báran

Ótrúlega ósvífið af Sjálfstæðisflokknum og Guðlaugur Þór,hafi hann haft eitthvað "creability"áður hlýtur það að vera fokið.  Langar að vita hvað hann er að gera hjá OR.

Til. Bjarna M.  Það mótmæla því fáir að við búum yfir umhverfisvænni orku og að það sé jafnvel aðdráttarafl fyrir ákveðna hópa af ferðamönnum.  Stóra málið er auðvitað hvernig sú orka er nýtt!  Í dag erum við nánast að gefa hana til álvera, að ég tali ekki um þegar u.þ.b 85% eignarhald verður hjá einum og sama álversrisanum !  Í hvaða samningastöðu verðum við þá?  Þekking okkar á nýtingu umhverfisvænnar orku er til dæmis útflutningsvara sem við gætum selt í meira mæli til annarra þjóða með sambærilega orku en vantar þekkinguna.  

Báran, 11.5.2007 kl. 11:21

19 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Sæll Ómar.

Kíktu á vefsjónvarp Frjálslynda flokksins og skoðaðu öll fínu myndböndin sem við erum búin að gera. Veit þú hefur sans fyrir þessu sem gamall sjónvarpsmaður.

Magnús Þór Hafsteinsson, 11.5.2007 kl. 11:58

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stern-skýrslan kom út í byrjun árs. Hún er afrakstur nokkurra ára vinnu flölda loftslagsvísindamanna (ólíkt skýrslu ICCP hóps SÞ sem margir hverjir eru það ekki og vita ekki einu sinni að nöfn þeirra eru á skýrslunni). Á bls. 261 í Stern-skýrslunni segir svo: "Fyrirtæki þurfa að taka ákvarðanir til langs tíma þegar ákveða skal fjárfestingar í verksmiðjum og tækjum sem ætlað er að starfa áratugum saman. Eitt dæmi um þetta er vöxtur áliðnaðarins á Íslandi. Ísland hefur dregið til sín álframleiðendur bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum, að hluta til vegna þess að með því að reiða sig í miklu ríkari mæli en áður á raforku úr endurnýjanlegum orkulindum draga þeir úr áhættunni af kostnaðarhækkunum vegna strangari reglna í framtíðinni um losun gróðurhúsa-lofttegunda."

Stern-skýrslan er HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 13:13

21 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Einhversstaðar á byggingarstað kola orkuvers í Kína:

Jin Guo: "Við verðum að hætta við! Þeir byggðu aðra stíflu á Íslandi!"

Xiang Tao: "Ó nei, ekki aftur!"

Steinn E. Sigurðarson, 11.5.2007 kl. 13:43

22 identicon

Takk Gunnar

Nú tek ég mig til við tækifæri og les eitthvað í þessari Stern skýrslu. Verð að viðurkenna að ég hef mestan minn fróðleik frá BBC Worldservice en þar starfar ótrúlega klárt og réttsýnt fólk að mínu mati. Svo er ekki verra að kunna eðlisfræði þegar kemur á útreikningum á því hvað er umhverfisvænt og hvað ekki.

Kveðja, Gaui

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 14:37

23 identicon

Báran; 

Viðskipti ganga út á gagnkvæma hagsmuni aðila.   Hvað samningsstöðu okkar varðar, þá finnst mér þú heldur betur vera að grípa til hálmstrás í málflutningi þínum.  Ef þú þekkir eitthvað til viðskipta og þá sérstaklega þegar um viðskipti er að ræða þar sem um mikla hagsmuni er að tefla, í þessu tilfelli upp á mörg hundruð milljarða, þá ættir þú að gera þér grein fyrir að því að Alcoa verður enn háðara velvild Íslendinga, verði úr að yfirtökutilboði félagsins í Alcan verði tekið af hluthöfum hins síðarnefnda.   Alcoa mun því eiga ríkari hagsmuni en áður hérlendis og staða Íslendinga verður því sterkari ef eitthvað gagnvart félaginu.   Það er alkunna þegar alþjóðlegir fjárfestar meta stóra fjárfestingakosti, að traust stjórnarfar og stjórnvöld séu í þeim löndum sem koma til greina.   Ég tel að ef það breytist mikið, t.d. ef afturhaldssamir kommar og/eða öfgasamtök komist til valda, þá verður Ísland lítt eftirsóttur kostur fyrir erlenda fjárfestingu.

Hvað varðar nýtingu orkunnar okkar varðar, þá ber að líta á hana sem auðlind á svipaðan hátt og t.d. olían er fyrir Norðmenn, s.s. að þjóðin sem heild hagnist sem mest á henni og geti nýtt afraksturinn til að byggja upp betra þjóðfélag á öllum sviðum.   Ef ekki verður byggður upp orkufrek atvinnustarfssemi, þá þurfum við ekki virkja meira svo heitið getur.

Að gefa orkuna okkar? 

Hið sanna er að arðsemi Landsvirkjunar af Kárahnjúkavirkjuninni er 11,9%, sem þykir ágætt þegar um svona stórar upphæðir ræðir - hagnaðurinn verður að líkindum mörg hundruð milljarðar ef ekki þúsundir á líftíma virkjunarinnar. 

Arðsemismatið er unnið af færustu sérfræðingum, bæði innlendum og erlendum og fer í gegnum strangt verkferli, sem felur m.a. annars í sér að aðrir sérfræðingar rýna vinnu hinna. Að sjálfsögðu er orkan seld á lægra verði en til smákaupenda, enda kostnaður við afhendingu orkunnar margfalt minni og þar að auki er eðlilegt í viðskiptum að veita magnafslætti. Síðan má benda á að afleidd arðsemi fyrir þjóðfélagið, sem felur m.a. í sér blómstrandi atvinnu- og mannlíf á Austurlandi er gríðarleg og þær atvinnugreinar sem fyrir eru græða líka eins og t.d. ferðamannaiðnaðurinn, sem skilaði 100% aukningu í fjölda gistinátta á fyrsta ársfjórðungi m.v. sama tíma í fyrra, sem er eingöngu þessum framkvæmdum að þakka.
Að binda hluta orkuverðsins við heimsmarkaðsverð á áli hefur hingað til reynst góð verðtrygging, því verð á áli hefur rokið upp úr öllu valdi síðustu ár, 30% bara á síðasta ársfjórðungi síðasta árs, sem sagt hækkað mun meira heldur en raforkuverð almennt.

Þá segir það sig líka sjálft að ef við ætlum að viðhalda þekkingarforskoti okkar í nýtingu umhverfisvænnar orku að þá verður heimamarkaðurinn að vera sterkur.   Með því að setja stopp á virkjanir hérlendis, setjum við í leiðinni stopp á þennan þekkingariðnað, sem er ein af okkar verðmætustu auðlindum.

Og svo langar mér að benda áhugafólki um umhverfis- og náttúruvernd á góða grein eftir Herdísi Þorvaldsdóttur hér

Bjarni M. (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 14:39

24 identicon

Kæri Bjarni

Hvernig er eiginfjárhlutfall skilgreint þegar um ríkisfyrirtæki er að ræða? Landsvirkjun hefur notað það sér til varnar í málþófi að talan sé óskilgreinanleg!

Hver fær arðinn af lægri vöxtum vegna ríkisábyrgðar, þjóðin sem ber ábyrgðina eða Landsvirkjun?

Annars leysist þessi ágreiningur ef einkafyrirtæki verður látið reisa næstu virkjun en ég vil ekki að Landsvirkjun verði gefin einkaaðilum.

Kveðja, Gaui

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 14:57

25 Smámynd: Báran

Bjarni M. ´

Þú gefur þér að álverð standi óbreytt? En ef til þess kæmi að álverð myndi lækka ?Við værum að selja alla okkar orku til álvera, miðað við ætlaða stefnu stjórnvalda , ekkert svigrúm fyrir annan og umhverfisvænni iðnað.  Ég leyfi mér að draga í efa að við hefðum valdið okkar megin í þeim viðskiptum.    Telur þú óraunhæft að við fengjum betri arðsemi ef öðrum valkostum væri að skipta?  Fyrir mér hefur hætta ætíð verið fólgin í því að hafa eggin öll í sömu körfunni.

Báran, 11.5.2007 kl. 15:35

26 identicon

Afsakiði en

Þú hefur lög að mæla Bára. Ég tel reyndar litlar líkur á því að álverð lækki en það er heimskulegt að hafa öll eggin í sömu körfunni (nema út frá náttúruverndarsjónarmiðum í þessu tilviki).

Kísilverksmiðja er til dæmis góð hugmynd en guð forði okkur frá vetni og sæstreng.

Nú skal ég hætta að pína ykkur með skrifum :)

Kveðja, Gaui

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 15:40

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mjög gott innlegg Bjarni M. Raforkuverð til álvera hefur bæði þak og gólf. Viðunandi arðsemi fæst þó heimsmarkaðsverð dali.

 Jakob Björnsson fyrv. orkumálastjóri skrifar ágæta grein um Stern skýrsluna. Hann segir m.a. : Útflutningur á orkunni í formi raforkufrekra afurða eins og áls er eina færa leið okkar til að nýta okkar miklu orkulindir efnahagslega. Svo vel vill til að sú leið er jafnframt æskileg frá sjónarmiði baráttunnar við gróðurhúsavandann. Áhrif virkjana á Íslandi á náttúruna eru nákvæmlega hin sömu til hvers sem rafmagnið frá þeim er notað".

Að sjálfsögðu eigum við að nýta okkur það ef orkukaupendur vilja kaupa orkuna hærra verði. Skárra væri það nú.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 17:59

28 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég vil að vinstri flokkarnir fari í stjórnarsamstarf að þessum kosningum loknum. Burt með íhaldið og þá eiginhagsmunahyggju sem þeim fylgir.

Bryndís Böðvarsdóttir, 11.5.2007 kl. 19:41

29 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er bara ekki að skilja hvað virkjanaöfgasinnar eru að tjá sig hér. Les enginn neitt frá þeim nema þeir feli sig undir bloggi Ómars?

Ævar Rafn Kjartansson, 13.5.2007 kl. 21:53

30 identicon

Guðlaugur hefði getað nefnt eina virkjun sem Sjálfstæðismenn stóðu gegn. Þeir reyndu að koma í veg fyrir að vinstri stjórnin fengi lán í USA 1957 til að virkja í Soginu.

Öllum stórvirkjunum til hreinnar orku er mótmælt. Þjóðviljinn hamaðist með daglegum forsíðufyrirsögnum gegn Búrfellsvirkjun. Hvaða orku viljið þið: Mó, kol, olíu, kjarnorku? Varla viljið þið veiða hákarla lengur sem lýstu upp götur borganna á 19. öld?

Miðað við 1957 er Framsókn þá líklega eini sanni virkjanaflokkurinn. XB

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:09

31 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Guðjón viltu gera svo vel og hefja þitt eigið blogg og ekki vera að fela þig hér sem ótengdur umhverfishryðjuverkamaður. Þetta er meira að segja aumara en 6,3% maðurinn ykkar sem stjórnar borginni og afþakkar athugasemdir við skítkast sitt. Hann kemur þó fram án grímu.

Ævar Rafn Kjartansson, 14.5.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband