8.10.2015 | 09:31
Minnir á Balkanskagann fyrir rúmri öld.
Balkanskaginn var nefndur "órólega hornið á Evrópu" í upphafi 20. aldarinnar. Þar rákust á hagsmundir Rússa, Tyrkja, Austurríkismanna, Þjóðverja, Breta og Frakka og þess vegna voru þar staðbundin stríð og átök þótt friður ríkti við önnur landamæri Evrópu, norðar í álfunni.
Á nýlendusvæðum í Norður-Afríku höfðu stórveldin stundað samningapólitík, en á Balkanskaganum var hins vegar vettvangur fyrir beinni átök og vopnaglamur.
Í gangi var heiftúðugt vopnakapphlaup á höfunum.
Allt fór þetta úr böndunum þegar serbneskur þjóðernissinni myrti ríkisarfahjónin austurrísku.
Núna er hafið vopnakapphlaup á höfunum og "órólega hornið" er í Miðausturlöndum eftir að "arabíska vorið" snerist upp í andhverfu sína.
Rússar eru á ný aðilar að stríðsleikjum og hernaðarbrölti sem Vesturveldin áttu mestan þátt í að koma af stað með allt öðrum afleiðingum en þau höfðu vonast eftir.
Óvænt morð á ríkisarfa setti allt í bál og brand 1914. Enginn hafði séð það fyrir og á sama hátt er ekki víst að menn sjái óvænta uppákomu nú fyrir með afleiðingum í formi atburðarásar sem fer úr böndunum.
Rússar valda vandræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir eru á einkennilegri göngu Sjálfstæðismenn þessa dagana. Björn Bjarnason vitnar í bandarískan flotaforingja í kjölfar þess að Bandaríkjamenn sprengja sjúkrahús í tætlur og Kristján Þór Júlíusson vill fara að skima unglinga. Hvað er að þeim?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.10.2015 kl. 09:47
Heima er bezt....
Skaftárhlaup sagt er að sjatni,
og skapið á svæðinu batni,
þau vart eru vot,
þó verði “Landbrot” -
svo vel heldur nafngiftin vatni!
Þjóðólfur að Vatnsleysu (IP-tala skráð) 8.10.2015 kl. 11:39
Í dag:
Syria crisis: The strategy of Russia and endgame? - BBC
Þorsteinn Briem, 8.10.2015 kl. 17:15
Í dag:
Syria crisis: Nato renews pledge amid Russia escalation - BBC
Þorsteinn Briem, 8.10.2015 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.