Loks leyst úr langvinnum vandræðum?

Furða er hve lengi það hefur dregist að gefa notendum facebook kost á að nota eitthvað annað en "like" til að gefa til kynna viðbrögð sín við ýmsu sem þar birtist.

"Like" þarf nefnilega ekki endilega að þýða samþykki við því sem lækað er við og olli þetta vandræðum nýlega vegna þess að viðkomandi var sakaður um að hafa haft velþóknun á ákveðnum atriðum sem birtust á facebook og taka með því afstöðu í málum, sem gerði hann vanhæfan.

Ef stillingin "reactions" hefðí verið til og hún notuð í þessum tilfellum, hefði þetta mál líkast til aldrei risið.  


mbl.is „Like“ hnappurinn að breytast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband