9.10.2015 | 07:43
Eins og kjötskrokkar í sendibíl Sláturfélagsins ?
Lesa má að í Frakklandi hafi það þótt refsiverð fyrirlitning á mannréttindum fanga, sem ekki reykti, að neyða hann til að deila klefa með reykjandi mönnum.
Með því þótti hafa verið brotið gegn mannlegri virðingu fangans og hann sviptur þeim mannréttindum að fá að forðast hættuna af óbeinum reykingum, - ekki talinn þess virði að mega það.
Sú spurning vaknar hvort líta megi sömu augum á það, að þegar handteknu fólki í Gálgahrauni var hent inn í sendibíl lögreglunnar og neitað um það að spenna bílbeltin á leiðinni í fangelsi.
Með því voru föngunum send þau skilaboð að þeir væru ígildi kjötskrókka hjá Sláturfélaginu og að fangarnir væru ekki þess virði að vera meðhönandlaðir sem lifandi manneskjur sem fylgdu landslögum um að spenna bílbeltin.
Brutu gegn mannlegri virðingu fangans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hafði nú samúð með lögreglumönnunum sem þurftu að burðast um með fólkið í hrauninu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.10.2015 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.